Fótbolti

Rooney ræður Gurkha-hermann til að gæta hússins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Wayne Rooney ætti að geta sofið rólegur á HM í Suður-Afríku þar sem heimilis hans verður gætt af Gurkha-hermanni. Venjulegir innbrotsþjófar vilja ekki lenda í slíkum manni.

Gurkha-hermennirnir eru víðfrægir. Þetta eru stríðsmenn frá Nepal sem mynda úrvalssveit í breska hernum. Þeir eru þekktir fyrir að myrða með kukri-hnífunum sínum.

Það var Wes Brown sem réð Gurkha-manninn í vinnu enda lítur út fyrir að hann sé einnig á förum til Afríku. Hermaðurinn mun því líta eftir húsum þeirra beggja og hann mun einnig hafa augu með heimili Stephen Ireland en allir búa þeir nálægt hvor öðrum.

Heimili knattspyrnumanna hafa verið vinsæl hjá innbrotsþjófum í gegnum tíðina og unnusta Darren Fletcher lenti í klónum á einum sem hélt hníf að hálsi hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×