Ágætis byrjun Sóleyjar 20. febrúar 2010 02:45 sóley stefánsdóttir Sóley gefur á næstunni út EP-plötuna Theater Island á vegum Sound of a Handsake.fréttablaðið/gva Sóley Stefánsdóttir úr hljómsveitinni Seabear gefur á næstunni út sólóplötuna Theater Island hjá undirfyrirtæki Morr Music. Hún hefur aldrei spilað lögin sín opinberlega. „Þetta er ágætis byrjun, það besta sem maður getur hugsað sér," segir Sóley. Hún gefur á næstunni út EP-plötuna Theater Island á vegum Sound of a Handshake, sem er undirfyrirtæki þýsku útgáfunnar Morr Music sem Seabear er einmitt á mála hjá. Þegar hafa komið út tvær plötur með Benna Hemm Hemm hjá Sound of a Handshake. Sóley hefur aldrei spilað lögin sín á tónleikum, hvorki heima né erlendis, og því er um óskabyrjun að ræða fyrir þessa efnilegu tónlistarkonu. „Thomas Morr, sem er með Morr, hafði samband við mig í október og spurði hvort ég væri með lög. Ég sendi honum eitthvað. Svo í nóvember, desember og janúar var ég allt í einu búin að mixa og mastera EP-plötu," segir Sóley. „Þetta var ótrúlega skrýtið og fyndið ferli sem gerðist allt í einu. Ég hafði aldrei pælt í að ég myndi gera eitthvað við það sem ég var búin að taka upp." Tónlistin er að sögn Sóleyjar píanóskotin en með lágstemmdum poppáhrifum og er nokkuð frábrugðin því sem Seabear hefur sent frá sér. Stefnt er að því að platan, sem hefur að geyma sex lög, verði tilbúin 5. mars þegar útgáfutónleikar Seabear verða haldnir í Berlín í tilefni af plötunni We Built A Fire. Þar ætlar Sóley að sjá um upphitun rétt eins og á þriggja vikna tónleikaferð Seabear um Bandaríkin sem hefst 17. mars. Einnig hitar hún upp á þriggja vikna Evróputúr Seabear sem hefst í maí. Hún viðurkennir að það sé smá skjálfti í sér, enda hefur hún aldrei flutt lögin ein á sviði áður. „Ég er alveg ógeðslega stressuð en maður verður bara að sjá hvað gerist. Ég hef alveg komið fram ein síðan ég var lítil og ég hef reynslu í að koma fram en þetta er samt stökkpallur, að fara og vera ein uppi á sviði. Ég get ekkert gert neitt í því meira en að vera bara bjartsýn og jákvæð." Sóley, sem lýkur námi í tónsmíðum í Listaháskóla Íslands í vor, ætlar síðan að byrja á sólóplötu í fullri lengd í sumar eftir að tónleikaferð Seabear um Evrópu lýkur. freyr@frettabladid.is Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Sóley Stefánsdóttir úr hljómsveitinni Seabear gefur á næstunni út sólóplötuna Theater Island hjá undirfyrirtæki Morr Music. Hún hefur aldrei spilað lögin sín opinberlega. „Þetta er ágætis byrjun, það besta sem maður getur hugsað sér," segir Sóley. Hún gefur á næstunni út EP-plötuna Theater Island á vegum Sound of a Handshake, sem er undirfyrirtæki þýsku útgáfunnar Morr Music sem Seabear er einmitt á mála hjá. Þegar hafa komið út tvær plötur með Benna Hemm Hemm hjá Sound of a Handshake. Sóley hefur aldrei spilað lögin sín á tónleikum, hvorki heima né erlendis, og því er um óskabyrjun að ræða fyrir þessa efnilegu tónlistarkonu. „Thomas Morr, sem er með Morr, hafði samband við mig í október og spurði hvort ég væri með lög. Ég sendi honum eitthvað. Svo í nóvember, desember og janúar var ég allt í einu búin að mixa og mastera EP-plötu," segir Sóley. „Þetta var ótrúlega skrýtið og fyndið ferli sem gerðist allt í einu. Ég hafði aldrei pælt í að ég myndi gera eitthvað við það sem ég var búin að taka upp." Tónlistin er að sögn Sóleyjar píanóskotin en með lágstemmdum poppáhrifum og er nokkuð frábrugðin því sem Seabear hefur sent frá sér. Stefnt er að því að platan, sem hefur að geyma sex lög, verði tilbúin 5. mars þegar útgáfutónleikar Seabear verða haldnir í Berlín í tilefni af plötunni We Built A Fire. Þar ætlar Sóley að sjá um upphitun rétt eins og á þriggja vikna tónleikaferð Seabear um Bandaríkin sem hefst 17. mars. Einnig hitar hún upp á þriggja vikna Evróputúr Seabear sem hefst í maí. Hún viðurkennir að það sé smá skjálfti í sér, enda hefur hún aldrei flutt lögin ein á sviði áður. „Ég er alveg ógeðslega stressuð en maður verður bara að sjá hvað gerist. Ég hef alveg komið fram ein síðan ég var lítil og ég hef reynslu í að koma fram en þetta er samt stökkpallur, að fara og vera ein uppi á sviði. Ég get ekkert gert neitt í því meira en að vera bara bjartsýn og jákvæð." Sóley, sem lýkur námi í tónsmíðum í Listaháskóla Íslands í vor, ætlar síðan að byrja á sólóplötu í fullri lengd í sumar eftir að tónleikaferð Seabear um Evrópu lýkur. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira