Ágætis byrjun Sóleyjar 20. febrúar 2010 02:45 sóley stefánsdóttir Sóley gefur á næstunni út EP-plötuna Theater Island á vegum Sound of a Handsake.fréttablaðið/gva Sóley Stefánsdóttir úr hljómsveitinni Seabear gefur á næstunni út sólóplötuna Theater Island hjá undirfyrirtæki Morr Music. Hún hefur aldrei spilað lögin sín opinberlega. „Þetta er ágætis byrjun, það besta sem maður getur hugsað sér," segir Sóley. Hún gefur á næstunni út EP-plötuna Theater Island á vegum Sound of a Handshake, sem er undirfyrirtæki þýsku útgáfunnar Morr Music sem Seabear er einmitt á mála hjá. Þegar hafa komið út tvær plötur með Benna Hemm Hemm hjá Sound of a Handshake. Sóley hefur aldrei spilað lögin sín á tónleikum, hvorki heima né erlendis, og því er um óskabyrjun að ræða fyrir þessa efnilegu tónlistarkonu. „Thomas Morr, sem er með Morr, hafði samband við mig í október og spurði hvort ég væri með lög. Ég sendi honum eitthvað. Svo í nóvember, desember og janúar var ég allt í einu búin að mixa og mastera EP-plötu," segir Sóley. „Þetta var ótrúlega skrýtið og fyndið ferli sem gerðist allt í einu. Ég hafði aldrei pælt í að ég myndi gera eitthvað við það sem ég var búin að taka upp." Tónlistin er að sögn Sóleyjar píanóskotin en með lágstemmdum poppáhrifum og er nokkuð frábrugðin því sem Seabear hefur sent frá sér. Stefnt er að því að platan, sem hefur að geyma sex lög, verði tilbúin 5. mars þegar útgáfutónleikar Seabear verða haldnir í Berlín í tilefni af plötunni We Built A Fire. Þar ætlar Sóley að sjá um upphitun rétt eins og á þriggja vikna tónleikaferð Seabear um Bandaríkin sem hefst 17. mars. Einnig hitar hún upp á þriggja vikna Evróputúr Seabear sem hefst í maí. Hún viðurkennir að það sé smá skjálfti í sér, enda hefur hún aldrei flutt lögin ein á sviði áður. „Ég er alveg ógeðslega stressuð en maður verður bara að sjá hvað gerist. Ég hef alveg komið fram ein síðan ég var lítil og ég hef reynslu í að koma fram en þetta er samt stökkpallur, að fara og vera ein uppi á sviði. Ég get ekkert gert neitt í því meira en að vera bara bjartsýn og jákvæð." Sóley, sem lýkur námi í tónsmíðum í Listaháskóla Íslands í vor, ætlar síðan að byrja á sólóplötu í fullri lengd í sumar eftir að tónleikaferð Seabear um Evrópu lýkur. freyr@frettabladid.is Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Sóley Stefánsdóttir úr hljómsveitinni Seabear gefur á næstunni út sólóplötuna Theater Island hjá undirfyrirtæki Morr Music. Hún hefur aldrei spilað lögin sín opinberlega. „Þetta er ágætis byrjun, það besta sem maður getur hugsað sér," segir Sóley. Hún gefur á næstunni út EP-plötuna Theater Island á vegum Sound of a Handshake, sem er undirfyrirtæki þýsku útgáfunnar Morr Music sem Seabear er einmitt á mála hjá. Þegar hafa komið út tvær plötur með Benna Hemm Hemm hjá Sound of a Handshake. Sóley hefur aldrei spilað lögin sín á tónleikum, hvorki heima né erlendis, og því er um óskabyrjun að ræða fyrir þessa efnilegu tónlistarkonu. „Thomas Morr, sem er með Morr, hafði samband við mig í október og spurði hvort ég væri með lög. Ég sendi honum eitthvað. Svo í nóvember, desember og janúar var ég allt í einu búin að mixa og mastera EP-plötu," segir Sóley. „Þetta var ótrúlega skrýtið og fyndið ferli sem gerðist allt í einu. Ég hafði aldrei pælt í að ég myndi gera eitthvað við það sem ég var búin að taka upp." Tónlistin er að sögn Sóleyjar píanóskotin en með lágstemmdum poppáhrifum og er nokkuð frábrugðin því sem Seabear hefur sent frá sér. Stefnt er að því að platan, sem hefur að geyma sex lög, verði tilbúin 5. mars þegar útgáfutónleikar Seabear verða haldnir í Berlín í tilefni af plötunni We Built A Fire. Þar ætlar Sóley að sjá um upphitun rétt eins og á þriggja vikna tónleikaferð Seabear um Bandaríkin sem hefst 17. mars. Einnig hitar hún upp á þriggja vikna Evróputúr Seabear sem hefst í maí. Hún viðurkennir að það sé smá skjálfti í sér, enda hefur hún aldrei flutt lögin ein á sviði áður. „Ég er alveg ógeðslega stressuð en maður verður bara að sjá hvað gerist. Ég hef alveg komið fram ein síðan ég var lítil og ég hef reynslu í að koma fram en þetta er samt stökkpallur, að fara og vera ein uppi á sviði. Ég get ekkert gert neitt í því meira en að vera bara bjartsýn og jákvæð." Sóley, sem lýkur námi í tónsmíðum í Listaháskóla Íslands í vor, ætlar síðan að byrja á sólóplötu í fullri lengd í sumar eftir að tónleikaferð Seabear um Evrópu lýkur. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“