Innlent

Stal tertuhnífi og greiðslukortum

Lögreglan hafði hendur í hári piltsins eftir að hann reyndi að nota stolin greiðslukort.
Lögreglan hafði hendur í hári piltsins eftir að hann reyndi að nota stolin greiðslukort.

Ungur síbrotamaður var handtekinn í Reykjanesbæ í gær en hann braust bæði inn í bíla og húsnæði. Pilturinn, sem er um tvítugt, virðist hafa stolið öllu sem á vegi hans varð en lögreglan lagði meðal annars hald á tertuhníf sem hann hafði tekið af einu heimilinu og geymdi í poka.

Lögreglan komst á sporið þegar pilturinn reyndi að nota stolin greiðslukort. Eigendur þeirra höfðu látið lögregluna vita um þau sem varð til þess að lögreglan hafði hendur í hári piltsins sem hafði eytt föstudeginum og laugardeginum í innbrotin.

Pilturinn er á reynslulausn vegna fyrri brota. Þá var hann greinilega undir áhrifum fíkniefna þegar hann var handsamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×