Innlent

Samningaviðræður á lokastigi í Hafnarfirði

Boði Logason skrifar
Guðmundur Rúnar Árnason
Guðmundur Rúnar Árnason

„Þetta er bara að detta inn núna í fyrri hluta vikunnar, þá klárast þetta," segir Guðmundur Rúnar Árnason, efsti maður á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, aðspurður um hvernig meirihlutaviðræður í bænum ganga. Eins og komið hefur fram hafa Samfylkingin og Vinstri grænir fundað síðustu daga um myndun meirhluta í bænum.

Guðmundur Rúnar vill ekki gefa upp hvort að búið sé að ákveða hver verður bæjarstjóri. „Flokkarnir eru búnir að ræða um alla mögulega og ómögulega hluti, ég ætla ekki að segja þér nákvæmlega hvar það er statt," segir Guðmundur Rúnar þegar hann er spurður hvort að flokkarnir hafi rætt sín á milli um hver fær bæjarstjórastólinn.

En getur Guðmundur lofað bæjarbúum nýjum meirihluta á næstu dögum.? „Þeir eiga allavega eftir að sjá hvernig hann er samansettur. Svo er fyrsti bæjarstjórnarfundur nýrrar bæjarstjórna í byrjun næstu viku. Þar verður kynntur málefnasamningur og annað," segir Guðmundur og bætir við að gengið verður frá ráðningu bæjarstóra.

 

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×