Meintir byssumenn fóru fyrst mannavillt Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. desember 2010 18:36 Fólk í Ásgarði er slegið óhug vegna skotárásarinnar á aðfangadag sem lögreglan telur tilraun til manndráps. Nágrannar fjölskyldunnar, sem komu henni til hjálpar á örlagastundu, eru ennþá hræddir og þora ekki að gista heima hjá sér. Í fyrstu fóru handrukkararnir mannavillt. Rétt áður en árásarmennir sem skutu á útidyrahurðina í Ásgarði á aðfangadag höfðu dregið upp skotvopn tókst litlu fjölskyldunni sem þar bjó að komast yfir í næstu íbúð með hjálp nágranna sinna. „Fyrst komu þeir tveir, og svo lít ég út um gluggann og sé að þeir eru farnir. Fimmtán mínútum síðar sjáum við hóp manna með skotvopn. Þá var bankað á svalahurðina hjá okkur og við hleyptum konu inn. Við heyrum svo að það er verið að skjóta," sagði nágranninn. Á þessum tímapunkti er öll fjölskyldan komin yfir til nágrannanna. Ódæðismennirnir fyrir utan, að því er virðist undir áhrifum fíkniefna. Nágrannarnir sem vilja ekki koma fram í mynd, eru óttaslegin og hrædd. Þau eru hrædd um öryggi sitt og þora ekki að fara að sofa á kvöldin. „Við höfum ekki þorað að sofa. Við erum mjög hrædd því við vitum að lögreglan getur ekki verndað okkur," sagði nágranninn. Fólkið á þarna við að lögreglan gat ekki orðið við bón þeirra um að vakta húsið. Málið er hins vegar að þetta er ekki í fyrsta sinn sem árásarmennirnir eða tengd glæpagengi birtast í hverfinu. Þá fóru mennirnir að því er virðist húsavillt í upphafi árásarinnar. Mennirnir sem úrskurðaðir voru í tíu daga gæsluvarðhald voru yfirheyrðir í dag. Lögregla verst allra frétta á málinu á þessu stigi en yfirheyrslur munu halda áfram á næstu dögum. Meintur höfuðpaur gengur laus þar sem gæsluvarðhaldi yfir honum var synjað. Hægt er að skoða ítarlegt viðtal við nágrannanna í viðhenginu. Tengdar fréttir Manndrápstilraun í Bústaðarhverfi: Vildu á aðra milljón í "sekt" Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. 25. desember 2010 18:20 Árásin í Ásgarði: Fjölskyldufaðirinn var í dópsölu Fjölskyldufaðirinn í Ásgarði í Bústaðarhverfinu sem bjargaðist naumlega þegar að handrukkaragengi réðst á heimili hans hafði stuttu áður verið í aðstæðum þar sem fíkniefnaviðskipti áttu sér stað. Maðurinn, sem Stöð 2 ræddi við í dag, vildi ekki tjá sig um það í samtali við fréttamann. 25. desember 2010 22:15 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Fólk í Ásgarði er slegið óhug vegna skotárásarinnar á aðfangadag sem lögreglan telur tilraun til manndráps. Nágrannar fjölskyldunnar, sem komu henni til hjálpar á örlagastundu, eru ennþá hræddir og þora ekki að gista heima hjá sér. Í fyrstu fóru handrukkararnir mannavillt. Rétt áður en árásarmennir sem skutu á útidyrahurðina í Ásgarði á aðfangadag höfðu dregið upp skotvopn tókst litlu fjölskyldunni sem þar bjó að komast yfir í næstu íbúð með hjálp nágranna sinna. „Fyrst komu þeir tveir, og svo lít ég út um gluggann og sé að þeir eru farnir. Fimmtán mínútum síðar sjáum við hóp manna með skotvopn. Þá var bankað á svalahurðina hjá okkur og við hleyptum konu inn. Við heyrum svo að það er verið að skjóta," sagði nágranninn. Á þessum tímapunkti er öll fjölskyldan komin yfir til nágrannanna. Ódæðismennirnir fyrir utan, að því er virðist undir áhrifum fíkniefna. Nágrannarnir sem vilja ekki koma fram í mynd, eru óttaslegin og hrædd. Þau eru hrædd um öryggi sitt og þora ekki að fara að sofa á kvöldin. „Við höfum ekki þorað að sofa. Við erum mjög hrædd því við vitum að lögreglan getur ekki verndað okkur," sagði nágranninn. Fólkið á þarna við að lögreglan gat ekki orðið við bón þeirra um að vakta húsið. Málið er hins vegar að þetta er ekki í fyrsta sinn sem árásarmennirnir eða tengd glæpagengi birtast í hverfinu. Þá fóru mennirnir að því er virðist húsavillt í upphafi árásarinnar. Mennirnir sem úrskurðaðir voru í tíu daga gæsluvarðhald voru yfirheyrðir í dag. Lögregla verst allra frétta á málinu á þessu stigi en yfirheyrslur munu halda áfram á næstu dögum. Meintur höfuðpaur gengur laus þar sem gæsluvarðhaldi yfir honum var synjað. Hægt er að skoða ítarlegt viðtal við nágrannanna í viðhenginu.
Tengdar fréttir Manndrápstilraun í Bústaðarhverfi: Vildu á aðra milljón í "sekt" Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. 25. desember 2010 18:20 Árásin í Ásgarði: Fjölskyldufaðirinn var í dópsölu Fjölskyldufaðirinn í Ásgarði í Bústaðarhverfinu sem bjargaðist naumlega þegar að handrukkaragengi réðst á heimili hans hafði stuttu áður verið í aðstæðum þar sem fíkniefnaviðskipti áttu sér stað. Maðurinn, sem Stöð 2 ræddi við í dag, vildi ekki tjá sig um það í samtali við fréttamann. 25. desember 2010 22:15 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Manndrápstilraun í Bústaðarhverfi: Vildu á aðra milljón í "sekt" Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. 25. desember 2010 18:20
Árásin í Ásgarði: Fjölskyldufaðirinn var í dópsölu Fjölskyldufaðirinn í Ásgarði í Bústaðarhverfinu sem bjargaðist naumlega þegar að handrukkaragengi réðst á heimili hans hafði stuttu áður verið í aðstæðum þar sem fíkniefnaviðskipti áttu sér stað. Maðurinn, sem Stöð 2 ræddi við í dag, vildi ekki tjá sig um það í samtali við fréttamann. 25. desember 2010 22:15