Meintir byssumenn fóru fyrst mannavillt Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. desember 2010 18:36 Fólk í Ásgarði er slegið óhug vegna skotárásarinnar á aðfangadag sem lögreglan telur tilraun til manndráps. Nágrannar fjölskyldunnar, sem komu henni til hjálpar á örlagastundu, eru ennþá hræddir og þora ekki að gista heima hjá sér. Í fyrstu fóru handrukkararnir mannavillt. Rétt áður en árásarmennir sem skutu á útidyrahurðina í Ásgarði á aðfangadag höfðu dregið upp skotvopn tókst litlu fjölskyldunni sem þar bjó að komast yfir í næstu íbúð með hjálp nágranna sinna. „Fyrst komu þeir tveir, og svo lít ég út um gluggann og sé að þeir eru farnir. Fimmtán mínútum síðar sjáum við hóp manna með skotvopn. Þá var bankað á svalahurðina hjá okkur og við hleyptum konu inn. Við heyrum svo að það er verið að skjóta," sagði nágranninn. Á þessum tímapunkti er öll fjölskyldan komin yfir til nágrannanna. Ódæðismennirnir fyrir utan, að því er virðist undir áhrifum fíkniefna. Nágrannarnir sem vilja ekki koma fram í mynd, eru óttaslegin og hrædd. Þau eru hrædd um öryggi sitt og þora ekki að fara að sofa á kvöldin. „Við höfum ekki þorað að sofa. Við erum mjög hrædd því við vitum að lögreglan getur ekki verndað okkur," sagði nágranninn. Fólkið á þarna við að lögreglan gat ekki orðið við bón þeirra um að vakta húsið. Málið er hins vegar að þetta er ekki í fyrsta sinn sem árásarmennirnir eða tengd glæpagengi birtast í hverfinu. Þá fóru mennirnir að því er virðist húsavillt í upphafi árásarinnar. Mennirnir sem úrskurðaðir voru í tíu daga gæsluvarðhald voru yfirheyrðir í dag. Lögregla verst allra frétta á málinu á þessu stigi en yfirheyrslur munu halda áfram á næstu dögum. Meintur höfuðpaur gengur laus þar sem gæsluvarðhaldi yfir honum var synjað. Hægt er að skoða ítarlegt viðtal við nágrannanna í viðhenginu. Tengdar fréttir Manndrápstilraun í Bústaðarhverfi: Vildu á aðra milljón í "sekt" Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. 25. desember 2010 18:20 Árásin í Ásgarði: Fjölskyldufaðirinn var í dópsölu Fjölskyldufaðirinn í Ásgarði í Bústaðarhverfinu sem bjargaðist naumlega þegar að handrukkaragengi réðst á heimili hans hafði stuttu áður verið í aðstæðum þar sem fíkniefnaviðskipti áttu sér stað. Maðurinn, sem Stöð 2 ræddi við í dag, vildi ekki tjá sig um það í samtali við fréttamann. 25. desember 2010 22:15 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Fólk í Ásgarði er slegið óhug vegna skotárásarinnar á aðfangadag sem lögreglan telur tilraun til manndráps. Nágrannar fjölskyldunnar, sem komu henni til hjálpar á örlagastundu, eru ennþá hræddir og þora ekki að gista heima hjá sér. Í fyrstu fóru handrukkararnir mannavillt. Rétt áður en árásarmennir sem skutu á útidyrahurðina í Ásgarði á aðfangadag höfðu dregið upp skotvopn tókst litlu fjölskyldunni sem þar bjó að komast yfir í næstu íbúð með hjálp nágranna sinna. „Fyrst komu þeir tveir, og svo lít ég út um gluggann og sé að þeir eru farnir. Fimmtán mínútum síðar sjáum við hóp manna með skotvopn. Þá var bankað á svalahurðina hjá okkur og við hleyptum konu inn. Við heyrum svo að það er verið að skjóta," sagði nágranninn. Á þessum tímapunkti er öll fjölskyldan komin yfir til nágrannanna. Ódæðismennirnir fyrir utan, að því er virðist undir áhrifum fíkniefna. Nágrannarnir sem vilja ekki koma fram í mynd, eru óttaslegin og hrædd. Þau eru hrædd um öryggi sitt og þora ekki að fara að sofa á kvöldin. „Við höfum ekki þorað að sofa. Við erum mjög hrædd því við vitum að lögreglan getur ekki verndað okkur," sagði nágranninn. Fólkið á þarna við að lögreglan gat ekki orðið við bón þeirra um að vakta húsið. Málið er hins vegar að þetta er ekki í fyrsta sinn sem árásarmennirnir eða tengd glæpagengi birtast í hverfinu. Þá fóru mennirnir að því er virðist húsavillt í upphafi árásarinnar. Mennirnir sem úrskurðaðir voru í tíu daga gæsluvarðhald voru yfirheyrðir í dag. Lögregla verst allra frétta á málinu á þessu stigi en yfirheyrslur munu halda áfram á næstu dögum. Meintur höfuðpaur gengur laus þar sem gæsluvarðhaldi yfir honum var synjað. Hægt er að skoða ítarlegt viðtal við nágrannanna í viðhenginu.
Tengdar fréttir Manndrápstilraun í Bústaðarhverfi: Vildu á aðra milljón í "sekt" Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. 25. desember 2010 18:20 Árásin í Ásgarði: Fjölskyldufaðirinn var í dópsölu Fjölskyldufaðirinn í Ásgarði í Bústaðarhverfinu sem bjargaðist naumlega þegar að handrukkaragengi réðst á heimili hans hafði stuttu áður verið í aðstæðum þar sem fíkniefnaviðskipti áttu sér stað. Maðurinn, sem Stöð 2 ræddi við í dag, vildi ekki tjá sig um það í samtali við fréttamann. 25. desember 2010 22:15 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Manndrápstilraun í Bústaðarhverfi: Vildu á aðra milljón í "sekt" Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. 25. desember 2010 18:20
Árásin í Ásgarði: Fjölskyldufaðirinn var í dópsölu Fjölskyldufaðirinn í Ásgarði í Bústaðarhverfinu sem bjargaðist naumlega þegar að handrukkaragengi réðst á heimili hans hafði stuttu áður verið í aðstæðum þar sem fíkniefnaviðskipti áttu sér stað. Maðurinn, sem Stöð 2 ræddi við í dag, vildi ekki tjá sig um það í samtali við fréttamann. 25. desember 2010 22:15