Lífið

Greindist með krabba

Leikarinn Michael C. Hall, sem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Dexter hefur greinst með krabbamein.
Leikarinn Michael C. Hall, sem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Dexter hefur greinst með krabbamein.
Michael C. Hall, sem fer með hlutverk morðingjans Dexters í samnefndum sjónvarpsþáttum, hefur greinst með eitilfrumukrabbamein af gerðinni Hodgkins. Hinn 38 ára gamli leikari sagði að æxlið hafi greinst snemma og því væru góðar líkur á fullum bata. „Meinið greindist snemma og með strangri meðferð ætti fullur bati að nást,“ sagði leikarinn sem þegar hefur hafið lyfjameðferð. Miklar framfarir hafa orðið í meðferð á krabbameini síðustu ár og hefur árangurinn orðið einna mestur hjá sjúklingum með Hodgkins-sjúkdóminn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.