Lífið

Hera vinnur Eurovision-keppni

Lagið Someday hefur verið kjörið besta Eurovision-lagið sem komst ekki í lokakeppnina.
réttablaðið/anton
Lagið Someday hefur verið kjörið besta Eurovision-lagið sem komst ekki í lokakeppnina. réttablaðið/anton
„Þetta er bara æðislegt," segir söngkonan Hera Björk en lagið Someday sem hún söng í undankeppni dönsku Eurovision-keppninnar í fyrra, hefur verið kjörið besta Eurovision-lag síðasta árs sem komst ekki í lokakeppnina í Moskvu.

Það voru aðdáendaklúbbar Eurovision úti um allan heim sem kusu lagið í efsta sæti. Keppnin nefnist Second Chance Contest og hefur verið haldin í mörg ár. Hera segir útnefninguna ekkert endilega hafa komið sér í opna skjöldu. „Ég er búin að vera tilnefnd svolítið á þessum síðum úti í heimi, þannig að ég vissi að það var mikill áhugi og lagið var mjög vinsælt. En þetta kom yndislega á óvart samt sem áður. Þetta þýðir að þeir hefðu viljað sjá mig í lokakeppninni," segir hún. Lagið endaði í öðru sæti í dönsku undankeppninni og hefði vafalítið náð langt í lokakeppninni hefði það komist áfram, enda ekta Eurovision-lag undir sterkum ABBA-áhrifum.

Hera tekur þátt í undankeppni Eurovision hér heima á lokakvöldinu 23. janúar með lagið Je ne sais quoi sem er eftir hana og Örlyg Smára. Hann var einmitt einn af lagahöfundum Someday. Lagið er að sögn Heru sannkallaður epískur stuðslagari. „Ég er mjög spennt að fá að spreyta mig og flytja lagið fyrir Íslendinga og síðan eru allir þessir aðdáendaklúbbar að horfa á þetta á Netinu," segir hún og ætlar sér að sjálfsögðu sigur: „Maður er ekkert að keppa án þess að taka þetta alla leið." - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.