Innlent

Sló út rafmagni á Litla-Hrauni

Vararafstöð fór strax í gang í fangelsinu á Litla-Hrauni svo rafmagnsleysið hafði engin áhrif á starfsemi fangelsisins. Fréttablaðið/Stefán
Vararafstöð fór strax í gang í fangelsinu á Litla-Hrauni svo rafmagnsleysið hafði engin áhrif á starfsemi fangelsisins. Fréttablaðið/Stefán
Óheppin álft flaug á rafmagnsstreng skammt frá fangelsinu á Litla-Hrauni um klukkan 13.30 í gær með þeim afleiðingum að rafmagni sló út víða á Suðurlandi.

Eldur varð laus í kjölfarið þegar strengurinn féll til jarðar og kveikti í sinu. Nokkurn tíma tók að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi.

Rafmagnsleysið hafði ekki áhrif á starfsemina á Litla-Hrauni enda fór vararafstöð strax í gang. Rafmagn komst á rúmri hálfri klukkustund eftir að það fór af. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×