Jón Ásgeir: „Veiðiferð“ slitastjórnar kostaði stefndu 4-500 milljónir Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. desember 2010 12:25 Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann segir að menn hafi misst störf sín og fyrirtæki vegna stefnu slitastjórnar Glitnis í New York og hyggst sækja betur vegna þess tjóns sem hann hafi orðið fyrir. Jón Ásgeir Jóhannesson fullyrðir að málarekstur slitastjórnar Glitnis á hendur honum og viðskiptafélögum hans í New York hafi kostað hina stefndu í málinu fjögur til fimm hundruð milljónir króna. Hann hyggst fara í skaðabótamál við slitastjórnina. Slitastjórn Glitnis hóf málaferli fyrir dómstóli í New York í maí síðastliðnum gegn Jóni Ásgeiri, Þorsteini M. Jónssyni, Jóni Sigurðssyni, Lárusi Welding, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni, Ingibjörgu Pálmadóttur og endurskoðunarfyrirtækinu PwC og krafðist 250 milljarða króna í skaðabætur. Dómari í málinu vísaði því frá í gær á þeirri forsendu að New York væri ekki rétt varnarþing, málið ætti heima á Íslandi. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn hinna stefndu í málinu, segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart, enda hafi hin stefndu alltaf haldið því fram að málið ætti ekki heima í Bandaríkjunum. Þá segir hann að það verði erfitt fyrir slitastjórnina að höfða málið á Íslandi núna. Geta ekki notað íslenska dómstóla sem „eitthvað varadekk" „Ég held að það séu engar líkur á að slítastjórninni detti í hug að fara með málið til Íslands því hún er nýbúin að lýsa því yfir með greinargerðum að íslenskir dómstólar séu ekki hæfir til að fara með málið. Ég held að slitastjórnin geti ekki ætlast til þess að hún geti notað íslenska dómstóla sem eitthvað varadekk," segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segist ekki hafa fengið upplýsingar um að nýtt mál verði höfðað, en fulltrúar slitastjórnarinnar hafa gefið í skyn að frávísun málsins í New York þýði ekki endalok þess og mál verði rekið hér heima á Íslandi. „Við höfum enga hugmynd um það. Málinu var hent út og það er fullnaðarsigur fyrir okkur," segir Jón Ásegir. Hann segir að málareksturinn hafi valdið miklu tjóni. „Menn þurfa ekki annað en að glugga í umfjöllun fjölmiðla til að sjá að tjónið er mikið. Menn hafa misst störf sín og fyrirtæki út af þessari stefnu." Jón Ásgeir segir ljóst að kostnaðurinn vegna þessara málaferla sé mikill. „Ég held að þessi veiðiferð til New York hafi kostað slitastjórnina um þrjá milljarða, en þetta hefur kostað þau sem var stefnt fjögur til fimm hundruð milljónir króna." Jón Ásgeir segist ekki geta talað fyrir hönd annarra en sjálfs sín en segist ætla að sækja bætur vegna þessara málshöfðunar í New York. „Maður hlýtur að sækja þær bætur vegna þess tjóns sem maður hefur orðið fyrir. Það hlýtur að liggja í augum uppi." Tengdar fréttir Steinunn: Jón Ásgeir tekur sínar ákvarðanir „Ég hef ósköp lítið um það að segja. Hann tekur sínar ákvarðanir,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, spurð út í orð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem telur líklegt að hann og viðskiptafélagar hans fari í skaðabótamál gegn slitastjórninni. 14. desember 2010 20:10 Máli Glitnis gegn sjömenningum í New York vísað frá Dómari í New York hefur vísað frá máli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og sex viðskiptafélögum hans. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að vísa bæri málinu frá á þeim forsendum að allir málsaðilar séu íslenskir og því beri að flytja málið á Íslandi. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar staðfestir þetta í samtali við Vísi. 14. desember 2010 17:04 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson fullyrðir að málarekstur slitastjórnar Glitnis á hendur honum og viðskiptafélögum hans í New York hafi kostað hina stefndu í málinu fjögur til fimm hundruð milljónir króna. Hann hyggst fara í skaðabótamál við slitastjórnina. Slitastjórn Glitnis hóf málaferli fyrir dómstóli í New York í maí síðastliðnum gegn Jóni Ásgeiri, Þorsteini M. Jónssyni, Jóni Sigurðssyni, Lárusi Welding, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni, Ingibjörgu Pálmadóttur og endurskoðunarfyrirtækinu PwC og krafðist 250 milljarða króna í skaðabætur. Dómari í málinu vísaði því frá í gær á þeirri forsendu að New York væri ekki rétt varnarþing, málið ætti heima á Íslandi. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn hinna stefndu í málinu, segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart, enda hafi hin stefndu alltaf haldið því fram að málið ætti ekki heima í Bandaríkjunum. Þá segir hann að það verði erfitt fyrir slitastjórnina að höfða málið á Íslandi núna. Geta ekki notað íslenska dómstóla sem „eitthvað varadekk" „Ég held að það séu engar líkur á að slítastjórninni detti í hug að fara með málið til Íslands því hún er nýbúin að lýsa því yfir með greinargerðum að íslenskir dómstólar séu ekki hæfir til að fara með málið. Ég held að slitastjórnin geti ekki ætlast til þess að hún geti notað íslenska dómstóla sem eitthvað varadekk," segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segist ekki hafa fengið upplýsingar um að nýtt mál verði höfðað, en fulltrúar slitastjórnarinnar hafa gefið í skyn að frávísun málsins í New York þýði ekki endalok þess og mál verði rekið hér heima á Íslandi. „Við höfum enga hugmynd um það. Málinu var hent út og það er fullnaðarsigur fyrir okkur," segir Jón Ásegir. Hann segir að málareksturinn hafi valdið miklu tjóni. „Menn þurfa ekki annað en að glugga í umfjöllun fjölmiðla til að sjá að tjónið er mikið. Menn hafa misst störf sín og fyrirtæki út af þessari stefnu." Jón Ásgeir segir ljóst að kostnaðurinn vegna þessara málaferla sé mikill. „Ég held að þessi veiðiferð til New York hafi kostað slitastjórnina um þrjá milljarða, en þetta hefur kostað þau sem var stefnt fjögur til fimm hundruð milljónir króna." Jón Ásgeir segist ekki geta talað fyrir hönd annarra en sjálfs sín en segist ætla að sækja bætur vegna þessara málshöfðunar í New York. „Maður hlýtur að sækja þær bætur vegna þess tjóns sem maður hefur orðið fyrir. Það hlýtur að liggja í augum uppi."
Tengdar fréttir Steinunn: Jón Ásgeir tekur sínar ákvarðanir „Ég hef ósköp lítið um það að segja. Hann tekur sínar ákvarðanir,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, spurð út í orð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem telur líklegt að hann og viðskiptafélagar hans fari í skaðabótamál gegn slitastjórninni. 14. desember 2010 20:10 Máli Glitnis gegn sjömenningum í New York vísað frá Dómari í New York hefur vísað frá máli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og sex viðskiptafélögum hans. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að vísa bæri málinu frá á þeim forsendum að allir málsaðilar séu íslenskir og því beri að flytja málið á Íslandi. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar staðfestir þetta í samtali við Vísi. 14. desember 2010 17:04 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Steinunn: Jón Ásgeir tekur sínar ákvarðanir „Ég hef ósköp lítið um það að segja. Hann tekur sínar ákvarðanir,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, spurð út í orð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem telur líklegt að hann og viðskiptafélagar hans fari í skaðabótamál gegn slitastjórninni. 14. desember 2010 20:10
Máli Glitnis gegn sjömenningum í New York vísað frá Dómari í New York hefur vísað frá máli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og sex viðskiptafélögum hans. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að vísa bæri málinu frá á þeim forsendum að allir málsaðilar séu íslenskir og því beri að flytja málið á Íslandi. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar staðfestir þetta í samtali við Vísi. 14. desember 2010 17:04