Foreldrar hafa hagsmuni barna í forgangi í kreppunni 4. febrúar 2010 05:00 Svo virðist sem gildismat og gildi séu að breytast í þá veru að foreldrar forgangsraði tíma sínum og fjármunum í þágu barnanna. Fréttablaðið/Stefán „Upplýsingar sem lágu fyrir hjá okkur fram að áramótum eru þær, að börnunum líður almennt vel nú á krepputímum. Foreldrar virðast setja þau í félagslegan og fjárhagslegan forgang.“ Þetta segir Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri Reykjavíkur og stjórnandi Menntasviðs Reykjavíkurborgar, sem fer fyrir teyminu „Börnin í borginni“. Teymið hefur starfað frá því í október 2008, eða frá bankahruni. Hópurinn samanstendur af starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem vinna með börnum í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Í teyminu eru einnig fulltrúar frá menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkur, Mannréttindaskrifstofu og Samfok. Teymið hittist reglulega og fer yfir stöðu mála. Leitað er upplýsinga hjá skólastjórum og þannig reynt að fá sem heildstæðasta mynd af líðan barna í borginni. „Upplýsingar um vanskil á greiðslum vegna skólamáltíða barna segja okkur að vanskilin eru minni, ef eitthvað er, en þau voru á árinu 2007, sem dæmi. Þá kaupa nú fleiri nemendur mat en áður,“ segir Ragnar. „Sama máli gildir um leikskólann og frístundaheimilin.“ Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur rekur meðal annars söfnin í borginni. „Það er mjög gleðilegt að segja frá því að allar uppákomur á söfnunum virðast falla vel í kramið hjá foreldrum og börnum, því þau eru mjög vel sótt af fjölskyldufólki. Ályktunin er þessi að fólk virðist forgangsraða sínum tíma í þágu barnanna okkar og standa vörð um velferð þeirra.“ Ragnar segir vissulega alltaf einhverja einstaklinga sem falli ekki inn í meðaltalið. Unnið sé með þá á einstaklingsgrundvelli í samvinnu við velferðarþjónustuna. „En heildarniðurstaðan er sú að börnunum í borginni líður vel. Þau sækja skólann vel og stunda námið vel. Foreldrar eru duglegir við að koma til aðstoðar inn í það starf hjá skólanum sem þeir eru kallaðir til. Þetta er hin almenna staða byggð á upplýsingum frá skólastjórum í borginni.“ Spurður hvort niðurstaðan sé í raun sú að kreppan hafi þjappað fjölskyldunni saman í starfi og leik, segir Ragnar að svo virðist sem gildismat og gildi séu að breytast í þá veru að foreldrar forgangsraði tíma sínum og fjármunum í þágu barnanna. jss@frettabladid.is Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Upplýsingar sem lágu fyrir hjá okkur fram að áramótum eru þær, að börnunum líður almennt vel nú á krepputímum. Foreldrar virðast setja þau í félagslegan og fjárhagslegan forgang.“ Þetta segir Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri Reykjavíkur og stjórnandi Menntasviðs Reykjavíkurborgar, sem fer fyrir teyminu „Börnin í borginni“. Teymið hefur starfað frá því í október 2008, eða frá bankahruni. Hópurinn samanstendur af starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem vinna með börnum í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Í teyminu eru einnig fulltrúar frá menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkur, Mannréttindaskrifstofu og Samfok. Teymið hittist reglulega og fer yfir stöðu mála. Leitað er upplýsinga hjá skólastjórum og þannig reynt að fá sem heildstæðasta mynd af líðan barna í borginni. „Upplýsingar um vanskil á greiðslum vegna skólamáltíða barna segja okkur að vanskilin eru minni, ef eitthvað er, en þau voru á árinu 2007, sem dæmi. Þá kaupa nú fleiri nemendur mat en áður,“ segir Ragnar. „Sama máli gildir um leikskólann og frístundaheimilin.“ Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur rekur meðal annars söfnin í borginni. „Það er mjög gleðilegt að segja frá því að allar uppákomur á söfnunum virðast falla vel í kramið hjá foreldrum og börnum, því þau eru mjög vel sótt af fjölskyldufólki. Ályktunin er þessi að fólk virðist forgangsraða sínum tíma í þágu barnanna okkar og standa vörð um velferð þeirra.“ Ragnar segir vissulega alltaf einhverja einstaklinga sem falli ekki inn í meðaltalið. Unnið sé með þá á einstaklingsgrundvelli í samvinnu við velferðarþjónustuna. „En heildarniðurstaðan er sú að börnunum í borginni líður vel. Þau sækja skólann vel og stunda námið vel. Foreldrar eru duglegir við að koma til aðstoðar inn í það starf hjá skólanum sem þeir eru kallaðir til. Þetta er hin almenna staða byggð á upplýsingum frá skólastjórum í borginni.“ Spurður hvort niðurstaðan sé í raun sú að kreppan hafi þjappað fjölskyldunni saman í starfi og leik, segir Ragnar að svo virðist sem gildismat og gildi séu að breytast í þá veru að foreldrar forgangsraði tíma sínum og fjármunum í þágu barnanna. jss@frettabladid.is
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira