
Lífið
Gerir mynd um Richards

Leikarinn Johnny Depp er að undirbúa heimildarmynd um Keith Richards, gítarleikara Rolling Stones. Þeir tveir hafa verið vinir í nokkurn tíma og Depp hefur viðurkennt að hafa byggt persónu sína í myndunum Pirates of the Caribbean á gítarleikaranum. Hinn 66 ára Richards er þekktur sem einn mesti útlagi rokksins. Vímuefnamisnotkun hans í gegnum árin er fræg og þykir mörgum furðu sæta að hann skuli enn þá vera á lífi eftir sukksaman feril sinn. Rolling Stones hefur verið starfandi síðan á sjöunda áratugnum en hefur ekki farið í tónleikaferð í nokkurn tíma, eða síðan A Bigger Bang-túrinn var farinn árið 2005.