James Cameron, leikstjóri stórmyndarinnar Avatar, býst ekk við að fá Óskarsverðlaunin fyrir bestu myndina í ár, þrátt fyrir að myndin sé tilnefnd. Hann vonar að fyrrverandi eiginkona sín, Kathryn Bigelow, fái styttuna, en hún leikstýrði The Hurt Locker – sem þykir afar sigurstrangleg.
James Cameron segir í nýlegu viðtali að hann hafi litla trú á því að eldingu slái niður á sama stað tvisvar. „Mér finnst ólíklegt að ég vinni vegna þess að ég gerði mig að svo miklu fífli síðast,“ segir Cameron og vísar í þegar hann fékk Óskarinn fyrir Titanic og öskraði í þakkarræðunni að hann væri konungur heimsins.
„The Hurt Locker er mjög, mjög sterk mynd. Pottþétt sú sterkasta. Þetta er stundin hennar Kathryn. Ég myndi glaður tapa fyrir henni. Ég á þegar eina af þessum fjandans styttum. Ég yrði reiður ef einhver annar myndi vinna, en ekki ef hún vinnur.“
Býst ekki við styttu

Mest lesið



Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg
Tíska og hönnun



Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“
Tíska og hönnun



