Innlent

Tveir ölvaðir menn stálu ökutækjum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tvö umferðaróhöpp urðu í nótt. Í báðum tilfellum voru ökumenn grunaðir um að hafa stolið farartækjunum og ekið undir áhrifum áfengis.

Annað atvikið átti sér stað í Garðabæ þar sem aðili hafi tekið bifhjól ófrjálsri hendi og fallið af því í götuna. Ökumaðurinn var fluttur slasaður á slysadeild til aðhlynningar en var þó ekki alvarlega slasaður.

Í hinu tilvikinu, sem átti sér stað á Bústaðavegi, hafði lögregla afskipti af ökumanni vegna ölvunar en bifreiðin var var skemmd eftir óhapp. Ökumaður gistir nú í fangageymslu og verðu yfirheyrður þegar líður á daginn.

Einn ökumaður til viðbótar var svo handtekinn laust eftir miðnætti á Langholtsvegi vegna guns um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Sá var sviptur ökuréttinum að lokinni sýnatöku.

Þrjár líkamsárásir voru kærðar til lögreglu í nótt en áverkar árásarþolanna voru minniháttar. Árásirnar voru allar í miðborginni.

Nokkuð var um slagsmál og ólæti í miðborginni þegar líða tók á á morguninn.

Lögreglan segir að mikill mannfjöldi hafi verið í miðborginni eftir klukkan þrjú í nótt en lögreglan segir að skemmtanahöld hafi að mestu leyti farið vel fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×