Ekki inn í gilin í Þórsmörk án súrefniskúta 30. mars 2010 18:56 Þótt Þórsmörk hafi nú verið opnuð á ný verður fólki bannað fara inn í gilin sem hraunið rennur um vegna hættu á eiturgasi og gufusprengingum. Vegurinn inn í Þórsmörk er aðeins jeppafær en svona sést gosið þegar horft er af eyrunum skammt frá Langadal. Vafalaust má sjá enn betur til gosstöðvanna af hæðum og fjöllum eins og Valahnjúk og margir munu freistast til að ganga leiðina úr Básum upp á Morinsheiði sem hér er sýnd með grænum lit. Fulltrúar almannavarna í fylgd Hjálparsveita skáta í Kópavogi könnuðu þessa gönguleið í gær og telja hana vel færa, svo fremi að fólk sé með ísexi. Menn eru þó varaðir við að fara lengra en upp á Morinsheiði og alls ekki á Heljarkamb, enda er snarbratt þaðan niður í bæði Hrunagil og Hvannárgil, þar sem hraunið fossar niður. Hraunárnar koma auk þess í veg fyrir að lengra verði komist. Almannavarnir banna hins vegar alla umferð fólks um Hrunagil og Hvannárgil, sem hraunið rennur um, vegna hættu á eitruðu gasi og gufusprengingum inni í giljunum. Við Stöðvar 2 menn fóru reyndar inn í Hrunagil í gær með leyfi yfirvalda en stíf norðanátt blés gufum frá okkur og inn gilið. Áin er orðin brennandi heit nokkur hundruð metrum neðan við hraunjaðarinn en við ákváðum að halda okkur uppi í hlíðinni þegar við nálguðumst nýja hraunið enda er gilið á þessum slóðum afar þröngt. Víðir Reynisson hjá almannavörnum segir að vísindamenn telji þessa hættu það alvarlega að þeir hafi ákveðið að þeirra fólk fari ekki inn í gilin án sérstaks búnaðar, bæði reykköfunarbúnaðar og mæla. Gasgrímur gagnist ekki heldur þurfi menn að vera með loft í kút til að komast óhultir inn. Hraunið á eftir að renna um einn kílómetra eða svo til að komast niður á þessar breiðu eyrar en frá þeim þarf það svo að renna annan kílómetra til viðbótar til að ná niður að Krossáraurum innst í Þórsmörk. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Þótt Þórsmörk hafi nú verið opnuð á ný verður fólki bannað fara inn í gilin sem hraunið rennur um vegna hættu á eiturgasi og gufusprengingum. Vegurinn inn í Þórsmörk er aðeins jeppafær en svona sést gosið þegar horft er af eyrunum skammt frá Langadal. Vafalaust má sjá enn betur til gosstöðvanna af hæðum og fjöllum eins og Valahnjúk og margir munu freistast til að ganga leiðina úr Básum upp á Morinsheiði sem hér er sýnd með grænum lit. Fulltrúar almannavarna í fylgd Hjálparsveita skáta í Kópavogi könnuðu þessa gönguleið í gær og telja hana vel færa, svo fremi að fólk sé með ísexi. Menn eru þó varaðir við að fara lengra en upp á Morinsheiði og alls ekki á Heljarkamb, enda er snarbratt þaðan niður í bæði Hrunagil og Hvannárgil, þar sem hraunið fossar niður. Hraunárnar koma auk þess í veg fyrir að lengra verði komist. Almannavarnir banna hins vegar alla umferð fólks um Hrunagil og Hvannárgil, sem hraunið rennur um, vegna hættu á eitruðu gasi og gufusprengingum inni í giljunum. Við Stöðvar 2 menn fóru reyndar inn í Hrunagil í gær með leyfi yfirvalda en stíf norðanátt blés gufum frá okkur og inn gilið. Áin er orðin brennandi heit nokkur hundruð metrum neðan við hraunjaðarinn en við ákváðum að halda okkur uppi í hlíðinni þegar við nálguðumst nýja hraunið enda er gilið á þessum slóðum afar þröngt. Víðir Reynisson hjá almannavörnum segir að vísindamenn telji þessa hættu það alvarlega að þeir hafi ákveðið að þeirra fólk fari ekki inn í gilin án sérstaks búnaðar, bæði reykköfunarbúnaðar og mæla. Gasgrímur gagnist ekki heldur þurfi menn að vera með loft í kút til að komast óhultir inn. Hraunið á eftir að renna um einn kílómetra eða svo til að komast niður á þessar breiðu eyrar en frá þeim þarf það svo að renna annan kílómetra til viðbótar til að ná niður að Krossáraurum innst í Þórsmörk.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira