Innlent

Óli Björn krefst nærveru Jóhönnu vegna stjórnlagafrumvarps

Óli Björn Kárason.
Óli Björn Kárason.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega að enginn ráðherra væri í þingsalnum þegar önnur umræða um stjórnlagaþing fór fram í dag. Þá sá hann sérstaklega að því að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, væri ekki í salnum.

Ástæðan er sú að forsætisráðherra er ætlað að hafa nokkurskonar verkstjórn með stjórnlagaþinginu samkvæmt frumvarpinu.

Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar, kom henni til varnar og sagði að hún væri eflaust upptekin og fylgdist væntanlega með umræðunum úr fjarlægð, líkt og fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem voru ekki staddir í þingsalnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×