Innlent

Sorpbrennsla hefur áhrif á mjólkurvinnslu

Ísafjarðarbær harmar að hætta hafi þurft mjólkurvinnslu af einu lögbýli í Skutulsfirði. Lögbýlið sem um ræðir er í nágrenni sorpbrennslustöðvarinnar Funa, en ákvörðun um að hætta sorpbrennslu í stöðinni var tekin á fundi bæjarstjórnar þann 9. desember síðastliðinn.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ísafjarðarbæ.

Sorpmál Ísafjarðarbæjar voru tekin til gagngerrar endurskoðunar í ár sem varð til þess að ákveðið var að hætta sorpbrennslu í Skutulsfirði. Flutningur og förgun sorps voru boðin út í haust og standa samningaviðræður yfir við lægstbjóðanda. Um komandi áramót verður sorpbrennslu í Funa endanlega hætt.

Þó mælingar á vegum Mjólkursamsölunnar hafi sýnt að tiltekin efni hafi verið lítillega yfir viðmiðunarmörkum varpar það ekki skugga á heilnæmi Skutulsfjarðar og norðanverðra Vestfjarða, þar sem sýni af öðrum bæjum í nágrenninu voru öll vel undir viðmiðunarmörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×