Innlent

Meirihluti mannréttindaráðs hafnaði tillögu um nýjan stýrihóp

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Besta flokksins og Vinstri grænna í mannréttindaráði Reykjavíkur höfnuðu í dag tillögu sjálfstæðismanna um að sérstakur stýrihópur yrði stofnaður til þess að fjalla um samskipti skóla borgarinnar við trúar- og lífsskoðunarhópa.

Á sérstökum aukafundi sem haldinn var um málið í dag ákváðu fulltrúar meirihlutans að senda endurbættar tillögur sínar til umsagnar menntaráðs, velferðarráðs og íþrótta- og tómstundaráðs.

Í bókun meirihlutans vegna tillögu sjálfstæðismanna um stýrihóp segir að flokkarnir þrír sem að upphaflegu tillögunni standa líti svo á að víðtækt samráð hafi þegar farið fram og er vísað til erindisbréfs stýrihóps um samstarf kirkju og skólayfirvalda frá árinu 2007.

Flokkarnir segja að af þeim ástæðum sjái þeir ekki ástæðu til þess að búa til nýjan stýrihóp um málið né hefja samráðsferli að nýju.


Tengdar fréttir

Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varafulltrúi Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa.

Gagnrýndi mannréttindaráð Reykjavíkurborgar harðlega

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, gagnrýnir harðlega tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkur um að meina fulltrúum þjóðkirkjunnar samskipti við grunnskólabörn á skólatíma. Karl sagði í predikun í Hallgrímskirkju í morgun að kerfisbundið væri unnið að því að fela þá staðreynd að íslensk þjóðmenning væri byggð á kristindómnum.

Trú, boð og bönn

Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur nú til umfjöllunar samskipti leik- og grunnskóla borgarinnar við kirkju og trúfélög. Meirihluti ráðsins vill samkvæmt fréttum að samskiptin taki mið af þeirri stefnu að gera skólaumhverfið hlutlaust þegar kemur að trúmálum.

„Auðvitað verða sálmar kenndir áfram“

Mannréttindaráð Reykjavíkur hefur frestað til 3. nóvember afgreiðslu á ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Mannréttindaráð fundaði um málið upp úr hádeginu í dag.

Ófaglegar tillögur Mannréttindaráðs

Vegna tillagna sem Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur nú til umfjöllunar um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga vill stjórn Félags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræði (FÉKKST) koma eftirfarandi á framfæri.

Hefðir meirihlutans

Í Fréttablaðinu 18. október sl. birtust á sömu síðu tvær greinar; önnur var eftir ritstjóra blaðsins, Ólaf Þ. Stephensen, í flokknum „Skoðun“ og hin eftir tvo Þjóðkirkjupresta. Báðar greinarnar fjalla um drög að ályktun sem mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur lagt fram um samskipti leikskóla og grunnskóla við trúfélög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×