Hefðir meirihlutans Gunnar Örn Stefánsson skrifar 20. október 2010 10:57 Í Fréttablaðinu 18. október sl. birtust á sömu síðu tvær greinar; önnur var eftir ritstjóra blaðsins, Ólaf Þ. Stephensen, í flokknum „Skoðun“ og hin eftir tvo Þjóðkirkjupresta. Báðar greinarnar fjalla um drög að ályktun sem mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur lagt fram um samskipti leikskóla og grunnskóla við trúfélög. Höfundarnir eru ósáttir við ályktunina. Helstu rök Ólafs eru þau að minnihluti „foreldra sem kvartar" fái að ráða því hvernig farið er með trúmál innan skóla, með þeim afleiðingum að „ýmsar gamlar og góðar hefðir í skólastarfinu“ verði afnumdar. Honum finnst mikilvægt að benda á að Íslendingar séu að uppistöðu kristin þjóð, að níutíu prósent Íslendinga séu skráð í kristin trúfélög og að yfirgnæfandi meirihluti foreldra barna í leik- og grunnskólum Reykjavíkur sé ánægður með kirkjuferðir, fermingarfræðsluferðir, prestaheimsóknir í skóla og sálmasöng (ályktun hans um þennan „yfirgnæfandi meirihluta“ er væntanlega byggð á þeim forsendum að þeir sem kvarta ekki á opinberum vettvangi séu ánægðir). Veit Ólafur yfirhöfuð hvað hugtakið mannréttindi þýðir? Finnst honum réttlátt og eðlilegt að vilji meirihlutans ráði þegar minnihluti kvartar undan því að á þeirra réttindum séu brotið? Þarf virkilega að draga fram klisjuna um kynþáttafordóma í hvert einasta skipti sem beðið er um sjálfsagðar leiðréttingar? Hefði Ólafi þótt eðlilegt að skoðun meirihlutans í suðurríkjum Bandaríkjanna hefði ráðið um mannréttindi blökkumanna á síðustu öld? Ekki eru brotin gegn leik- og grunnskólabörnum Reykjavíkur jafn alvarleg en það er alveg jafn sjálfsagt að leiðrétta þau. Nú finnst Ólafi greinilega sárt að sjá hefðir afnumdar sem hann telur „gamlar og góðar“. Mér finnst rétt að benda honum á að þetta tvennt fari ekki alltaf saman. Hefðir hafa löngum verið notaðar sem kúgunartæki og erfitt er að sjá hvernig hefð sem felur í sér mannréttindabrot sé „góð“. Auk þess eru reglubundnar prestaheimsóknir í leik- og grunnskóla ekki gömul hefð heldur nýjung. Hvað varðar grein prestanna Árna Svans og Kristínar Þórunnar þá virðast þau hafa misskilið drög mannréttindaráðs, því þau halda að tillagan feli í sér að banna eigi „alla umfjöllun um trúarleg málefni“. Þó er ekki fjallað um í drögum meirihlutans að hætta eigi að kenna um kristni eða önnur trúarbrögð, aðeins að það ætti ekki að vera hlutverk annarra en starfsmanna skólanna. Einnig kemur fram í drögunum að starfsmenn leik- og grunnskóla hafa óskað eftir skýrum leiðbeiningum borgarinnar í málaflokki trúar- og lífsskoðana en prestarnir enda grein sína á því að hvetja borgarfulltrúa til að hunsa þessa bón og „taka ekki frelsið til að haga málum frá skólunum sjálfum“. Nú telur Ólafur sig greinilega fulltrúa fyrir þann „yfirgnæfandi meirihluta“ kristinna sem hann talar um í grein sinni, en ég trúi því að stærsti hluti þess hóps búi yfir þeirri samkennd að geta sett sig í spor þeirra barna og foreldra sem ekki eru skráð í Þjóðkirkjuna og telji tillögur mannréttindaráðs því réttlátar og hóflegar. Hinn raunverulegi „kvartandi minnihluti“ í þessu máli eru þeir sem reyna að standa í vegi fyrir þessum sjálfsögðu breytingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 18. október sl. birtust á sömu síðu tvær greinar; önnur var eftir ritstjóra blaðsins, Ólaf Þ. Stephensen, í flokknum „Skoðun“ og hin eftir tvo Þjóðkirkjupresta. Báðar greinarnar fjalla um drög að ályktun sem mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur lagt fram um samskipti leikskóla og grunnskóla við trúfélög. Höfundarnir eru ósáttir við ályktunina. Helstu rök Ólafs eru þau að minnihluti „foreldra sem kvartar" fái að ráða því hvernig farið er með trúmál innan skóla, með þeim afleiðingum að „ýmsar gamlar og góðar hefðir í skólastarfinu“ verði afnumdar. Honum finnst mikilvægt að benda á að Íslendingar séu að uppistöðu kristin þjóð, að níutíu prósent Íslendinga séu skráð í kristin trúfélög og að yfirgnæfandi meirihluti foreldra barna í leik- og grunnskólum Reykjavíkur sé ánægður með kirkjuferðir, fermingarfræðsluferðir, prestaheimsóknir í skóla og sálmasöng (ályktun hans um þennan „yfirgnæfandi meirihluta“ er væntanlega byggð á þeim forsendum að þeir sem kvarta ekki á opinberum vettvangi séu ánægðir). Veit Ólafur yfirhöfuð hvað hugtakið mannréttindi þýðir? Finnst honum réttlátt og eðlilegt að vilji meirihlutans ráði þegar minnihluti kvartar undan því að á þeirra réttindum séu brotið? Þarf virkilega að draga fram klisjuna um kynþáttafordóma í hvert einasta skipti sem beðið er um sjálfsagðar leiðréttingar? Hefði Ólafi þótt eðlilegt að skoðun meirihlutans í suðurríkjum Bandaríkjanna hefði ráðið um mannréttindi blökkumanna á síðustu öld? Ekki eru brotin gegn leik- og grunnskólabörnum Reykjavíkur jafn alvarleg en það er alveg jafn sjálfsagt að leiðrétta þau. Nú finnst Ólafi greinilega sárt að sjá hefðir afnumdar sem hann telur „gamlar og góðar“. Mér finnst rétt að benda honum á að þetta tvennt fari ekki alltaf saman. Hefðir hafa löngum verið notaðar sem kúgunartæki og erfitt er að sjá hvernig hefð sem felur í sér mannréttindabrot sé „góð“. Auk þess eru reglubundnar prestaheimsóknir í leik- og grunnskóla ekki gömul hefð heldur nýjung. Hvað varðar grein prestanna Árna Svans og Kristínar Þórunnar þá virðast þau hafa misskilið drög mannréttindaráðs, því þau halda að tillagan feli í sér að banna eigi „alla umfjöllun um trúarleg málefni“. Þó er ekki fjallað um í drögum meirihlutans að hætta eigi að kenna um kristni eða önnur trúarbrögð, aðeins að það ætti ekki að vera hlutverk annarra en starfsmanna skólanna. Einnig kemur fram í drögunum að starfsmenn leik- og grunnskóla hafa óskað eftir skýrum leiðbeiningum borgarinnar í málaflokki trúar- og lífsskoðana en prestarnir enda grein sína á því að hvetja borgarfulltrúa til að hunsa þessa bón og „taka ekki frelsið til að haga málum frá skólunum sjálfum“. Nú telur Ólafur sig greinilega fulltrúa fyrir þann „yfirgnæfandi meirihluta“ kristinna sem hann talar um í grein sinni, en ég trúi því að stærsti hluti þess hóps búi yfir þeirri samkennd að geta sett sig í spor þeirra barna og foreldra sem ekki eru skráð í Þjóðkirkjuna og telji tillögur mannréttindaráðs því réttlátar og hóflegar. Hinn raunverulegi „kvartandi minnihluti“ í þessu máli eru þeir sem reyna að standa í vegi fyrir þessum sjálfsögðu breytingum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun