Hvað er að frétta af risunum? 28. janúar 2010 07:00 Öll í startholunum Amy, Britney, The Streets og U2 verða öll með plötur í ár ef heilsan og lukkan leyfir. Ýmsir risar í rokkheimum snúa aftur í ár með nýjar plötur. Dr. Gunni kannaði málið. Bono og félagar í U2 gáfu út No Line on the Horizon á síðasta ári, en á sama tíma og sú plata var tekin upp tóku þeir upp níu önnur lög sem pössuðu ekki og voru sett á ís. Þessi lög og önnur sem hafa verið tekin upp síðan eru nú hugsuð til útgáfu í sumar á næstu U2-plötu sem ber titilinn Songs of Ascent. Bono hefur sagt um þessa músík að hún fjalli á „íhugulan hátt um pílagrímsferðir“. Alltaf djúpir, U2. R.E.M. var síðast á ferðinni 2008 með plötuna Accelerate. Bandið hefur verið að taka upp nýtt efni og má allt eins búast við plötu á árinu.StelpurnarHljómsveitin No Doubt hefur legið í salti síðan 2001 því Gwen Stefani hefur staðið í velheppnuðu sólóstússi. Hljómsveitin fór í fyrsta tónleikaferðalagið sitt í mörg ár í fyrra og hamast nú í hljóðveri við að klára nýju plötuna.Britney Spears stefnir á plötu í sumar og hefur pródúserana Darkchild og David Guetta sér til aðstoðar. Önnur söngkona sem hefur átt í veseni með líf sitt er Amy Winehouse. Hún hefur ekki gert plötu síðan Back to Black kom árið 2006. Amy dvaldi á eyjunni St. Lucia í Karíbahafinu í fyrra og vann þar með pródúsernum Salaam Remi, sem gerði síðustu plötu með henni. Ef allt gengur upp ættu aðdáendur Amy að fá nýjan skammt í ár.Aðrar vinsælar poppsöngkonur sem eru með plötur á teikniborðinu í ár eru Katy Perry, Janet Jackson, Christina Aguilera, Beyoncé og Madonna gæti jafnvel birst með nýja plötu, ef hún verður ekki of upptekinn við að líta unglega út.Imelda á plötuDavid Byrne, söngvari Talking Heads, og Fatboy Slim er undarlegur kokteill, en þeir leiða saman hesta sína á konsept-plötunni Here Lies Love, sem kemur út í febrúar. Platan fjallar um samband Imeldu Marcos, alræmda forsetafrú Filippseyja, við einn þjóna hennar frá bernskuskeiði. Þetta er mikill pakki, tvöfaldur diskur og 100 blaðsíðna bæklingur. Alls koma 22 gestasöngvarar fyrir á plötunni, meðal annars Tori Amos og Cyndi Lauper.Hinn enski Mike Skinner, öðru nafni The Streets, kemur með fimmtu plötuna sína, Computer and Blues, í febrúar. Þetta verður síðasta platan með The Streets-nafninu, því Mike segist vera „drulluþreyttur“ á nafninu og öllu því sem fólk býst við af því. Platan verður „dimm og framtíðarleg“ en þó glittir alltaf í grínið því eitt lagið heitir til að mynda „He’s Behind You, He’s Got Swine Flu“.Í indí-rokkinu má segja að The Arcade Fire og LCD Soundsystem séu skærustu stjörnurnar um þessar mundir. Báðar sveitirnar verða með plötur á árinu. Búist er við þriðju Arcade Fire-plötunni í maí, en engin nánari dagsetning á þriðju plötu LCD Soundsystem er fáanleg að sinni.Í pungsveitta rokkinu má búast við plötum frá Velvet Revolver og Linkin Park á árinu og Limp Bizkit snýr meira að segja aftur með fullmannað lið. Nýja platan með þeim heitir Gold Cobra og er væntanleg. Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Sjá meira
Ýmsir risar í rokkheimum snúa aftur í ár með nýjar plötur. Dr. Gunni kannaði málið. Bono og félagar í U2 gáfu út No Line on the Horizon á síðasta ári, en á sama tíma og sú plata var tekin upp tóku þeir upp níu önnur lög sem pössuðu ekki og voru sett á ís. Þessi lög og önnur sem hafa verið tekin upp síðan eru nú hugsuð til útgáfu í sumar á næstu U2-plötu sem ber titilinn Songs of Ascent. Bono hefur sagt um þessa músík að hún fjalli á „íhugulan hátt um pílagrímsferðir“. Alltaf djúpir, U2. R.E.M. var síðast á ferðinni 2008 með plötuna Accelerate. Bandið hefur verið að taka upp nýtt efni og má allt eins búast við plötu á árinu.StelpurnarHljómsveitin No Doubt hefur legið í salti síðan 2001 því Gwen Stefani hefur staðið í velheppnuðu sólóstússi. Hljómsveitin fór í fyrsta tónleikaferðalagið sitt í mörg ár í fyrra og hamast nú í hljóðveri við að klára nýju plötuna.Britney Spears stefnir á plötu í sumar og hefur pródúserana Darkchild og David Guetta sér til aðstoðar. Önnur söngkona sem hefur átt í veseni með líf sitt er Amy Winehouse. Hún hefur ekki gert plötu síðan Back to Black kom árið 2006. Amy dvaldi á eyjunni St. Lucia í Karíbahafinu í fyrra og vann þar með pródúsernum Salaam Remi, sem gerði síðustu plötu með henni. Ef allt gengur upp ættu aðdáendur Amy að fá nýjan skammt í ár.Aðrar vinsælar poppsöngkonur sem eru með plötur á teikniborðinu í ár eru Katy Perry, Janet Jackson, Christina Aguilera, Beyoncé og Madonna gæti jafnvel birst með nýja plötu, ef hún verður ekki of upptekinn við að líta unglega út.Imelda á plötuDavid Byrne, söngvari Talking Heads, og Fatboy Slim er undarlegur kokteill, en þeir leiða saman hesta sína á konsept-plötunni Here Lies Love, sem kemur út í febrúar. Platan fjallar um samband Imeldu Marcos, alræmda forsetafrú Filippseyja, við einn þjóna hennar frá bernskuskeiði. Þetta er mikill pakki, tvöfaldur diskur og 100 blaðsíðna bæklingur. Alls koma 22 gestasöngvarar fyrir á plötunni, meðal annars Tori Amos og Cyndi Lauper.Hinn enski Mike Skinner, öðru nafni The Streets, kemur með fimmtu plötuna sína, Computer and Blues, í febrúar. Þetta verður síðasta platan með The Streets-nafninu, því Mike segist vera „drulluþreyttur“ á nafninu og öllu því sem fólk býst við af því. Platan verður „dimm og framtíðarleg“ en þó glittir alltaf í grínið því eitt lagið heitir til að mynda „He’s Behind You, He’s Got Swine Flu“.Í indí-rokkinu má segja að The Arcade Fire og LCD Soundsystem séu skærustu stjörnurnar um þessar mundir. Báðar sveitirnar verða með plötur á árinu. Búist er við þriðju Arcade Fire-plötunni í maí, en engin nánari dagsetning á þriðju plötu LCD Soundsystem er fáanleg að sinni.Í pungsveitta rokkinu má búast við plötum frá Velvet Revolver og Linkin Park á árinu og Limp Bizkit snýr meira að segja aftur með fullmannað lið. Nýja platan með þeim heitir Gold Cobra og er væntanleg.
Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Sjá meira