Baldur ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. október 2010 18:39 Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur verið ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi og var honum birt ákæran í dag. Verjandi hans telur ákæruna ekki standast og gagnrýnir hvað rannsókn málsins hefur tafist. Björn L. Bergsson, settur ríkissaksóknari í málum sem tengjast bankahruninu, tók ákvörðun í gær. Baldur Guðlaugsson fór sjálfur og sótti ákæruna laust eftir hádegi í dag, hann fór ekki til Björns, heldur fór hann til embættis sérstaks saksóknara þar sem hann fékk ákæruna afhenta. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti vegna sölu á hlutabréfum sínum í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna hinn 18. september 2008, rúmlega tveimur vikum fyrir bankahrunið. Þá er hann ákærður fyrir brot í opinberu starfi samkvæmt 14. kafla almennra hegningarlaga, fyrir að hafa hagnýtt sér vitneskju sem hann fékk í opinberu starfi, sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti og nefndarmaður í starfshópi um fjármálástöðugleika, til að hagnast ólöglega. Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á meintum innherjasvikum Baldurs Guðlaugssonar stóð yfir í rúmlega ár, en FME kærði málið með bréfi til embættisins hinn 9. júlí á síðasta ári.Fundur með Darling skipti engu máli - Verjandi Baldurs gagnrýnir tafir Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður á Lex, er verjandi Baldurs. Hann segir að ákæran standist ekki efnislega. Þá gagnrýnir hann málsmeðferðina, en hann telur rannsókn hafa dregist fram úr hófi.Mynd/Fréttir Stöðvar 2FME tilkynnti Baldri að rannsókn í máli hans hefði verið hætt hinn 7. maí 2009 en stjórn eftirlitsins ákvað á fundi sínum hinn 19. júní sama ár að endurvekja rannsóknina vegna nýrra gagna. Baldur er grunaður um að hafa búið yfir upplýsingum um stöðu Landsbankans vegna stöðu sinnar sem nefndarmaður í samráðshópi um fjármálastöðugleika sem markaðurinn hafði ekki. Hann hafi því haft stöðu tímabundins innherja í skilningi laga um verðbréfaviðskipti. Því hefur oft ranglega verið haldið fram í fréttum að hann sé eingöngu grunaður um innherjasvik vegna upplýsinga sem hann fékk á fundi með Alistair Darling, þáverandi fjármálaráðherra Bretlands, í september 2008.Karl Axelsson, lögmaður á Lex, er verjandi Baldurs. „Við teljum ákæruna ekki standast efnislega og nú fer málið fyrir dómstóla. Það er þýðingarmikið að í því ástandi sem nú ríkir að dómstólar standi í lappirnar og menn njóti þess sannanlega að fá hlutlausa málsmeðferð." Karl skrifaði opið bréf til saksóknara á síðasta ári þar sem hann gagnrýndi málsmeðferðina harkalega, en hann telur að rannsóknin hafi dregist óeðlilega. „Baldur kom í yfirheyrslu í nóvember 2009 og þá var látið í veðri vaka að málið væri á lokasprettinum. Síðan hefur liðið næstum því heilt ár. Maður hlýtur að spyrja sig, er þetta það sem koma skal um þau mál sem embættið ætlar að reka á næstu misserum og árum," segir Karl.Fyrsta fyrirtaka í málinu verður föstudaginn eftir viku í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur verið ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi og var honum birt ákæran í dag. Verjandi hans telur ákæruna ekki standast og gagnrýnir hvað rannsókn málsins hefur tafist. Björn L. Bergsson, settur ríkissaksóknari í málum sem tengjast bankahruninu, tók ákvörðun í gær. Baldur Guðlaugsson fór sjálfur og sótti ákæruna laust eftir hádegi í dag, hann fór ekki til Björns, heldur fór hann til embættis sérstaks saksóknara þar sem hann fékk ákæruna afhenta. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti vegna sölu á hlutabréfum sínum í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna hinn 18. september 2008, rúmlega tveimur vikum fyrir bankahrunið. Þá er hann ákærður fyrir brot í opinberu starfi samkvæmt 14. kafla almennra hegningarlaga, fyrir að hafa hagnýtt sér vitneskju sem hann fékk í opinberu starfi, sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti og nefndarmaður í starfshópi um fjármálástöðugleika, til að hagnast ólöglega. Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á meintum innherjasvikum Baldurs Guðlaugssonar stóð yfir í rúmlega ár, en FME kærði málið með bréfi til embættisins hinn 9. júlí á síðasta ári.Fundur með Darling skipti engu máli - Verjandi Baldurs gagnrýnir tafir Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður á Lex, er verjandi Baldurs. Hann segir að ákæran standist ekki efnislega. Þá gagnrýnir hann málsmeðferðina, en hann telur rannsókn hafa dregist fram úr hófi.Mynd/Fréttir Stöðvar 2FME tilkynnti Baldri að rannsókn í máli hans hefði verið hætt hinn 7. maí 2009 en stjórn eftirlitsins ákvað á fundi sínum hinn 19. júní sama ár að endurvekja rannsóknina vegna nýrra gagna. Baldur er grunaður um að hafa búið yfir upplýsingum um stöðu Landsbankans vegna stöðu sinnar sem nefndarmaður í samráðshópi um fjármálastöðugleika sem markaðurinn hafði ekki. Hann hafi því haft stöðu tímabundins innherja í skilningi laga um verðbréfaviðskipti. Því hefur oft ranglega verið haldið fram í fréttum að hann sé eingöngu grunaður um innherjasvik vegna upplýsinga sem hann fékk á fundi með Alistair Darling, þáverandi fjármálaráðherra Bretlands, í september 2008.Karl Axelsson, lögmaður á Lex, er verjandi Baldurs. „Við teljum ákæruna ekki standast efnislega og nú fer málið fyrir dómstóla. Það er þýðingarmikið að í því ástandi sem nú ríkir að dómstólar standi í lappirnar og menn njóti þess sannanlega að fá hlutlausa málsmeðferð." Karl skrifaði opið bréf til saksóknara á síðasta ári þar sem hann gagnrýndi málsmeðferðina harkalega, en hann telur að rannsóknin hafi dregist óeðlilega. „Baldur kom í yfirheyrslu í nóvember 2009 og þá var látið í veðri vaka að málið væri á lokasprettinum. Síðan hefur liðið næstum því heilt ár. Maður hlýtur að spyrja sig, er þetta það sem koma skal um þau mál sem embættið ætlar að reka á næstu misserum og árum," segir Karl.Fyrsta fyrirtaka í málinu verður föstudaginn eftir viku í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira