Háskólar í mótun II Katrín Jakobsdóttir skrifar 14. október 2010 13:58 Þegar fjárveitingar til háskóla eru skoðaðar skiptast þær í grófum dráttum í fjárveitingar til kennslu og rannsókna. Kennsluframlög miðast annars vegar við fjölda nemenda sem sækir í viðkomandi námsgrein og hins vegar við þann kostnað sem áætlaður er við hvern nemanda. Eðlilegt er að reyna að stýra fjárveitingum með einhverjum slíkum hætti en hins vegar er ljóst að fámennar greinar eiga undir högg að sækja í slíku líkani. Það getur haft áhrif á fjölbreytni í háskólastarfi, sem getur rýrt gæði skólastarfsins. Þó að fjöldinn sæki í einhverjar greinar umfram aðrar hlýtur það að vera markmið menntamálayfirvalda að halda uppi ákveðinni fjölbreytni. Þessi sjónarmið þarf að hafa í huga, ekki síst á niðurskurðartímum þegar mjög þrengir að kennslu- og rannsóknastarfi. Í þessum efnum skiptir mestu máli að hafa akademísk sjónarmið að leiðarljósi og tryggja um leið ákveðna fjölbreytni innan háskólasamfélags.Lýðræði í háskólum Síðastliðið haust ákváðu stjórnendur HR að loka kennslu- og lýðheilsudeild við skólann. Inga Dóra Sigfúsdóttir, fyrrverandi prófessor við skólann, hefur kvartað yfir því í blaðaviðtali að ég sem ráðherra hafi ekki beitt mér gegn þessari ákvörðun. Það er alveg ljóst að ráðherrar geta ekki beitt handafli gegn ákvörðunum sem teknar eru af stjórnendum háskóla enda væri slíkt ráðherraræði ólýðræðislegt og beinlínis ógn við akademískt frelsi. Enginn vill snúa aftur til þess kerfis þegar prófessorar voru persónulega skipaðir af ráðherrum - eða því vil ég að minnsta kosti trúa. Spurningar hafa hins vegar vaknað hvort ekki þurfi að rýna alla löggjöf um háskóla með það að leiðarljósi að tryggja lýðræðislegt stjórnskipulag háskóla þar sem bæði nemendur og kennarar taka þátt í umræðum og ákvörðunum þegar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar. Sem dæmi má nefna að í lögum um háskóla frá 2006 er ekki gert ráð fyrir neinum fulltrúa úr háskólasamfélagi viðkomandi skóla til setu í háskólaráði. Ekki er tilgreint hversu langur skipunartími skuli vera í háskólaráði eða hver sé hlutverkamunur háskólaráðs og háskólafundar. Hins vegar er tekið fram að háskólaráð ákveði nánar hlutverk og fyrirkomulag háskólafundar og tryggja þurfi að starfsfólk skólans komi að háskólafundunum. Því má segja að vald og vægi háskólafundar sé mismunandi, allt eftir vilja viðkomandi háskólaráðs.Hlutlægni og akademískt frelsi Síðustu ár hefur verið sterk krafa um aukin tengsl háskóla við atvinnulífið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis eru þessi tengsl skoðuð í gagnrýnu ljósi. Þar kemur fram að mörk milli fyrirtækja og viðskiptalífs við háskóla og rannsóknarstofnanir hafi verið orðin óljós. Í skýrslunni eru tekin dæmi um óheilbrigð áhrif þessara tengsla á þekkingarsköpun og kennslu. Í skýrslu þingmannanefndar segir: "Hvetja þarf háskólamenn af ólíkum fræðasviðum til að taka þátt í opinberri umræðu og styrkja með því tengsl fræðasamfélagsins, atvinnulífsins og hins almenna borgara." Ljóst er að skýrar þarf að kveða á í lögum um hvernig beri að skilgreina og verja grunnskyldur fræðimanna, þar á meðal akademískt frelsi og samfélagslega ábyrgð. Eins þarf að huga betur að því hvernig megi tryggja sjálfstæði háskólanna gagnvart auknum fjárhagslegum hagsmunum. Skapa þarf skýrari umgjörð um þessa þætti í lögum um háskóla. Við megum nefnilega aldrei gleyma samfélagslegum skyldum skóla - að stuðla að almennum framförum samfélagsins sem einmitt hefur verið ein af meginröksemdum fyrir stofnun háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fjárveitingar til háskóla eru skoðaðar skiptast þær í grófum dráttum í fjárveitingar til kennslu og rannsókna. Kennsluframlög miðast annars vegar við fjölda nemenda sem sækir í viðkomandi námsgrein og hins vegar við þann kostnað sem áætlaður er við hvern nemanda. Eðlilegt er að reyna að stýra fjárveitingum með einhverjum slíkum hætti en hins vegar er ljóst að fámennar greinar eiga undir högg að sækja í slíku líkani. Það getur haft áhrif á fjölbreytni í háskólastarfi, sem getur rýrt gæði skólastarfsins. Þó að fjöldinn sæki í einhverjar greinar umfram aðrar hlýtur það að vera markmið menntamálayfirvalda að halda uppi ákveðinni fjölbreytni. Þessi sjónarmið þarf að hafa í huga, ekki síst á niðurskurðartímum þegar mjög þrengir að kennslu- og rannsóknastarfi. Í þessum efnum skiptir mestu máli að hafa akademísk sjónarmið að leiðarljósi og tryggja um leið ákveðna fjölbreytni innan háskólasamfélags.Lýðræði í háskólum Síðastliðið haust ákváðu stjórnendur HR að loka kennslu- og lýðheilsudeild við skólann. Inga Dóra Sigfúsdóttir, fyrrverandi prófessor við skólann, hefur kvartað yfir því í blaðaviðtali að ég sem ráðherra hafi ekki beitt mér gegn þessari ákvörðun. Það er alveg ljóst að ráðherrar geta ekki beitt handafli gegn ákvörðunum sem teknar eru af stjórnendum háskóla enda væri slíkt ráðherraræði ólýðræðislegt og beinlínis ógn við akademískt frelsi. Enginn vill snúa aftur til þess kerfis þegar prófessorar voru persónulega skipaðir af ráðherrum - eða því vil ég að minnsta kosti trúa. Spurningar hafa hins vegar vaknað hvort ekki þurfi að rýna alla löggjöf um háskóla með það að leiðarljósi að tryggja lýðræðislegt stjórnskipulag háskóla þar sem bæði nemendur og kennarar taka þátt í umræðum og ákvörðunum þegar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar. Sem dæmi má nefna að í lögum um háskóla frá 2006 er ekki gert ráð fyrir neinum fulltrúa úr háskólasamfélagi viðkomandi skóla til setu í háskólaráði. Ekki er tilgreint hversu langur skipunartími skuli vera í háskólaráði eða hver sé hlutverkamunur háskólaráðs og háskólafundar. Hins vegar er tekið fram að háskólaráð ákveði nánar hlutverk og fyrirkomulag háskólafundar og tryggja þurfi að starfsfólk skólans komi að háskólafundunum. Því má segja að vald og vægi háskólafundar sé mismunandi, allt eftir vilja viðkomandi háskólaráðs.Hlutlægni og akademískt frelsi Síðustu ár hefur verið sterk krafa um aukin tengsl háskóla við atvinnulífið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis eru þessi tengsl skoðuð í gagnrýnu ljósi. Þar kemur fram að mörk milli fyrirtækja og viðskiptalífs við háskóla og rannsóknarstofnanir hafi verið orðin óljós. Í skýrslunni eru tekin dæmi um óheilbrigð áhrif þessara tengsla á þekkingarsköpun og kennslu. Í skýrslu þingmannanefndar segir: "Hvetja þarf háskólamenn af ólíkum fræðasviðum til að taka þátt í opinberri umræðu og styrkja með því tengsl fræðasamfélagsins, atvinnulífsins og hins almenna borgara." Ljóst er að skýrar þarf að kveða á í lögum um hvernig beri að skilgreina og verja grunnskyldur fræðimanna, þar á meðal akademískt frelsi og samfélagslega ábyrgð. Eins þarf að huga betur að því hvernig megi tryggja sjálfstæði háskólanna gagnvart auknum fjárhagslegum hagsmunum. Skapa þarf skýrari umgjörð um þessa þætti í lögum um háskóla. Við megum nefnilega aldrei gleyma samfélagslegum skyldum skóla - að stuðla að almennum framförum samfélagsins sem einmitt hefur verið ein af meginröksemdum fyrir stofnun háskóla.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun