Lífið

Sherlock Holmes ratleikur í Reykjavík - myndir

Útvarpsmaðurinn Kalli Lú greinir frá fyrstu vísbendingu Sherlock Holmes ratleiksins í kringum klukkan 12:00 á FM 957 í dag.
Útvarpsmaðurinn Kalli Lú greinir frá fyrstu vísbendingu Sherlock Holmes ratleiksins í kringum klukkan 12:00 á FM 957 í dag.

Í tilefni af nýjustu kvikmynd Guy Ritchie, Sherlock Holmes, efnir útvarpsstöðin FM 95.7 til ratleiks í miðbæ Reykjavíkur í dag, föstudag.

Til að taka þátt þarftu aðeins hlusta á FM 95.7 þegar útvarpsmaðurinn Kalli Lú greinir frá fyrstu vísbendingu leiksins í kringum klukkan 12:00.

Kakóbrúnir með sjálfsöryggið í lagi.

Lagt er til að tveir aðilar vinni saman líkt og Sherlock Holmes og Dr. Watson gerðu í samnefndum bókum Arthur Conan Doyle.

Þeir fyrstu sem leysa hverja þraut geta átt von á vinningum við hverja endastöð en þær verða nokkrar.

Í kvöld verður haldið Sherlock Holmes partí fyrir þátttakendur í ratleiknum sem fram fer í dag.

Vinningarnir eru ekki af verri endanum. Þar má nefna glæsilega 3G síma frá Vodafone.

Síðan geta þeir sem hafa aldur til átt von á því að geta fullkomnað daginn með því í að eignast boðsmiða í fljótandi veigar á English Pub/enska barnum í dag.

Meðfylgjandi má sjá aðalleikara myndarinnar Jude Law, Robert Downey Jr., Rachel McAdams og leikstjórann Guy Ritchie stilla sér upp á rauða dreglinum á frumsýningu myndarinnar á Spáni í fyrradag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.