Tilurð falska kúnnalistans kemur rithöfundi ekki á óvart Valur Grettisson skrifar 29. desember 2010 15:47 Jakob Bjarnar Grétarsson t.v. og Þórarinn Þórarinsson, höfundar Hið svarta man. „Það er nefnilega svo að helstu andstæðingar nafn- og myndbirtingastefnu fjölmiðla eru Gróurnar," segir Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður og annar höfundur ævisögu Catalinu Ncogo, Hið svarta man, um falska kúnnalistann, sem birtist á netinu á dögunum. Jakob segist hafa rekist á nokkur nöfn við vinnslu bókarinnar. Þau hafi hann séð í rannsóknargögnum lögreglunnar og snéri að millifærslum karlmanna inn á heimabanka Catalinu vegna meintra vændiskaupa. Hann segir þau nöfn ekki vera á listanum sem birtist á netinu. „En svo því sé haldið til haga þá sagði Catalina okkur engin nöfn," segir Jakob en Catalina virðist hafa haldið trúnaði við viðskiptavini sína, en sumir þeirra voru ákærðir og hafa verið dæmdir fyrir að kaupa vændi, sem er refsivert. Vísir ræddi við Svein Andra Sveinsson lögmann í dag. Hann sagði nokkra skjólstæðinga hafa haft samband við sig vegna þess að nafn þeirra mátti finna á listanum. Þeir ætla að kæra listann til lögreglunnar á þeim forsendum að það sé verið að bera á þá brigslur um saknæmt athæfi, en refsing liggur við slíkum ásökunum. Catalina Ncogo Það kemur hinsvegar Jakobi ekki á óvart að svona fals-listi komist í umferð. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur ákvað að nöfn þeirra sem yrðu dæmdir fyrir kaup á vændi yrði ekki birt. Undir sama sjónarmið taka ýmsir feministar, en þeir eru sammála Jakobi, á ólíkum forsendum þó. „Það er sérdeilis undarlegt hvernig þetta getur æxlast: Hvernig fólk getur verið sammála um eitthvað á algjörlega öndverðum forsendum. Nú er ég þeirrar skoðunar að eina stefnan sem í raun stenst sé nafnbirtingastefna nema í algjörum undantekningartilfellum. Það tæki smá tíma fyrir fólk að átta sig á þessu, að nafnbirting í fjölmiðlum er ekki sama og dómur," segir Jakob og bætir við: „Öfgafemínistarnir hins vegar vilja fá þessi nöfn fram, ekki af því að þeir séu almennt á því að nafnbirtingar í fjölmiðlum eigi rétt á sér, heldur þvert á móti: Álfheiður Ingadóttir, þá ráðherra og einn flutningsmaður þess frumvarps sem nú eru lög að vændiskaup séu refsiverð, hefur lýst því yfir að hún telji nafnbirtingar í þeim málaflokki hluti refsingar. Að mínu viti lýsir það svo kolsikk viðhorfum bæði til dómskerfisins sem og fjölmiðla - reyndar samfélagsins alls, að það setur að manni óhug," segir Jakob. Sveinn Andri, lögmaður einstaklinga sem ætla að kæra málið, sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að hann vonaðist til þess að lögreglan hæfi sakamálarannsókn sem fyrst á málinu. Öll nöfnin eru fengin af vinalista Catalinu á Facebook. Síðan sem um ræðir er af sama meiði og heimasíðan Ringulreið.org og var lokað af ríkislögreglustjóra og lögreglu á sínum tíma þar sem barnaklám mátti finna á síðunni. Heimasíðan er samansafn af nafnlausum einstaklingum sem oftar en ekki birta klám og annað ósmekklegt efni á síðunni. Síðan er af erlendri fyrirmynd og eru þær oft kallaðar chan-síður í daglegu tali. Mál Catalinu Ncogo Tengdar fréttir Falskur kúnnalisti Catalinu kærður til lögreglunnar „Ég veit að einn skjólstæðingur minn hefur leitað til lögreglu vegna málsins og ætlar að kæra þetta,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, en til hans hafa leitað nokkrir einstaklingar vegna þess að þeir eru nefndir á nafn á fölskum kúnnalista Catalinu Ncogo. 29. desember 2010 11:55 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
„Það er nefnilega svo að helstu andstæðingar nafn- og myndbirtingastefnu fjölmiðla eru Gróurnar," segir Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður og annar höfundur ævisögu Catalinu Ncogo, Hið svarta man, um falska kúnnalistann, sem birtist á netinu á dögunum. Jakob segist hafa rekist á nokkur nöfn við vinnslu bókarinnar. Þau hafi hann séð í rannsóknargögnum lögreglunnar og snéri að millifærslum karlmanna inn á heimabanka Catalinu vegna meintra vændiskaupa. Hann segir þau nöfn ekki vera á listanum sem birtist á netinu. „En svo því sé haldið til haga þá sagði Catalina okkur engin nöfn," segir Jakob en Catalina virðist hafa haldið trúnaði við viðskiptavini sína, en sumir þeirra voru ákærðir og hafa verið dæmdir fyrir að kaupa vændi, sem er refsivert. Vísir ræddi við Svein Andra Sveinsson lögmann í dag. Hann sagði nokkra skjólstæðinga hafa haft samband við sig vegna þess að nafn þeirra mátti finna á listanum. Þeir ætla að kæra listann til lögreglunnar á þeim forsendum að það sé verið að bera á þá brigslur um saknæmt athæfi, en refsing liggur við slíkum ásökunum. Catalina Ncogo Það kemur hinsvegar Jakobi ekki á óvart að svona fals-listi komist í umferð. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur ákvað að nöfn þeirra sem yrðu dæmdir fyrir kaup á vændi yrði ekki birt. Undir sama sjónarmið taka ýmsir feministar, en þeir eru sammála Jakobi, á ólíkum forsendum þó. „Það er sérdeilis undarlegt hvernig þetta getur æxlast: Hvernig fólk getur verið sammála um eitthvað á algjörlega öndverðum forsendum. Nú er ég þeirrar skoðunar að eina stefnan sem í raun stenst sé nafnbirtingastefna nema í algjörum undantekningartilfellum. Það tæki smá tíma fyrir fólk að átta sig á þessu, að nafnbirting í fjölmiðlum er ekki sama og dómur," segir Jakob og bætir við: „Öfgafemínistarnir hins vegar vilja fá þessi nöfn fram, ekki af því að þeir séu almennt á því að nafnbirtingar í fjölmiðlum eigi rétt á sér, heldur þvert á móti: Álfheiður Ingadóttir, þá ráðherra og einn flutningsmaður þess frumvarps sem nú eru lög að vændiskaup séu refsiverð, hefur lýst því yfir að hún telji nafnbirtingar í þeim málaflokki hluti refsingar. Að mínu viti lýsir það svo kolsikk viðhorfum bæði til dómskerfisins sem og fjölmiðla - reyndar samfélagsins alls, að það setur að manni óhug," segir Jakob. Sveinn Andri, lögmaður einstaklinga sem ætla að kæra málið, sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að hann vonaðist til þess að lögreglan hæfi sakamálarannsókn sem fyrst á málinu. Öll nöfnin eru fengin af vinalista Catalinu á Facebook. Síðan sem um ræðir er af sama meiði og heimasíðan Ringulreið.org og var lokað af ríkislögreglustjóra og lögreglu á sínum tíma þar sem barnaklám mátti finna á síðunni. Heimasíðan er samansafn af nafnlausum einstaklingum sem oftar en ekki birta klám og annað ósmekklegt efni á síðunni. Síðan er af erlendri fyrirmynd og eru þær oft kallaðar chan-síður í daglegu tali.
Mál Catalinu Ncogo Tengdar fréttir Falskur kúnnalisti Catalinu kærður til lögreglunnar „Ég veit að einn skjólstæðingur minn hefur leitað til lögreglu vegna málsins og ætlar að kæra þetta,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, en til hans hafa leitað nokkrir einstaklingar vegna þess að þeir eru nefndir á nafn á fölskum kúnnalista Catalinu Ncogo. 29. desember 2010 11:55 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Falskur kúnnalisti Catalinu kærður til lögreglunnar „Ég veit að einn skjólstæðingur minn hefur leitað til lögreglu vegna málsins og ætlar að kæra þetta,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, en til hans hafa leitað nokkrir einstaklingar vegna þess að þeir eru nefndir á nafn á fölskum kúnnalista Catalinu Ncogo. 29. desember 2010 11:55