Falskur kúnnalisti Catalinu kærður til lögreglunnar Valur Grettisson skrifar 29. desember 2010 11:55 Catalina Ncogo. „Ég veit að einn skjólstæðingur minn hefur leitað til lögreglu vegna málsins og ætlar að kæra þetta," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, en til hans hafa leitað nokkrir einstaklingar vegna þess að þeir eru nefndir á nafn á fölskum kúnnalista Catalinu Ncogo. Catalina varð þjóðþekkt fyrir vændi og að halda úti vændishúsi á Hverfisgötunni. Starfsemi hennar hefur dregið slíkan dilk á eftir sér að einstaklingar hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir að kaupa kynlífsþjónustu af Catalínu og vændiskonum á hennar vegum. Í kjölfarið hefur helsti samkvæmisleikur slúðurgjarnra einstaklinga verið sá að finna út nöfn þeirra sem hafa verið ákærðir, því hinir dæmdu njóta nafnleyndar í dómaskjölum, sem feministar hafa meðal annars gagnrýnt. Það var svo á dögunum sem listi með hátt í 80 nöfnum karlmanna, og reyndar einnar konu, rataði á heimasíðu á netinu. Meðal annars má finna eitt þjóðþekkt nafn á listanum. Einnig má finna nöfn meintra vændiskvenna. Það þarf þó enga sérstaka rannsóknarvinnu til þess að finna út að öll nöfnin tengjast Catalinu í gegnum Facebook-síðu hennar. Reyndar játa þeir sem settu listann inn, að þeir hafi ætlað að blekkja DV, sem greindi fyrst frá tilurð listans á vef sínum, og Pressuna, með birtingu nafnanna. Miðlarnir féllu ekki fyrir gabbinu. Í kjölfar birtingar á nöfnunum í þessu samhengi hafa nokkrir einstaklingar leitað til Sveins Andra sem segir í viðtali við Vísi að birting listans sé í raun refsivert athæfi. „Það er verið að bera rangar sakargiftir á þessa menn og það er lögbrot," segir Sveinn Andri sem staðfestir að þeir aðilar sem leitað hafa til hans ætli að kæra málið til lögreglunnar. „Og mér finnst að þeir eigi að rannsaka þetta mál þar sem það er verið að saka mjög stóran hóp manna um lögbrot," segir Sveinn Andri sem lítur alvarlegum augum á málið. Síðan sem um ræðir er af sama meiði og heimasíðan Ringulreið.org og var lokað af ríkislögreglustjóra og lögreglu á sínum tíma þar sem barnaklám mátti finna á síðunni. Heimasíðan er samansafn af nafnlausum einstaklingum sem oftar en ekki birta klám og annað ósmekklegt efni á síðunni. Síðan er af erlendri fyrirmynd og eru þær oft kallaðar chan-síður í daglegu tali. Mál Catalinu Ncogo Vændi Lögreglumál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
„Ég veit að einn skjólstæðingur minn hefur leitað til lögreglu vegna málsins og ætlar að kæra þetta," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, en til hans hafa leitað nokkrir einstaklingar vegna þess að þeir eru nefndir á nafn á fölskum kúnnalista Catalinu Ncogo. Catalina varð þjóðþekkt fyrir vændi og að halda úti vændishúsi á Hverfisgötunni. Starfsemi hennar hefur dregið slíkan dilk á eftir sér að einstaklingar hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir að kaupa kynlífsþjónustu af Catalínu og vændiskonum á hennar vegum. Í kjölfarið hefur helsti samkvæmisleikur slúðurgjarnra einstaklinga verið sá að finna út nöfn þeirra sem hafa verið ákærðir, því hinir dæmdu njóta nafnleyndar í dómaskjölum, sem feministar hafa meðal annars gagnrýnt. Það var svo á dögunum sem listi með hátt í 80 nöfnum karlmanna, og reyndar einnar konu, rataði á heimasíðu á netinu. Meðal annars má finna eitt þjóðþekkt nafn á listanum. Einnig má finna nöfn meintra vændiskvenna. Það þarf þó enga sérstaka rannsóknarvinnu til þess að finna út að öll nöfnin tengjast Catalinu í gegnum Facebook-síðu hennar. Reyndar játa þeir sem settu listann inn, að þeir hafi ætlað að blekkja DV, sem greindi fyrst frá tilurð listans á vef sínum, og Pressuna, með birtingu nafnanna. Miðlarnir féllu ekki fyrir gabbinu. Í kjölfar birtingar á nöfnunum í þessu samhengi hafa nokkrir einstaklingar leitað til Sveins Andra sem segir í viðtali við Vísi að birting listans sé í raun refsivert athæfi. „Það er verið að bera rangar sakargiftir á þessa menn og það er lögbrot," segir Sveinn Andri sem staðfestir að þeir aðilar sem leitað hafa til hans ætli að kæra málið til lögreglunnar. „Og mér finnst að þeir eigi að rannsaka þetta mál þar sem það er verið að saka mjög stóran hóp manna um lögbrot," segir Sveinn Andri sem lítur alvarlegum augum á málið. Síðan sem um ræðir er af sama meiði og heimasíðan Ringulreið.org og var lokað af ríkislögreglustjóra og lögreglu á sínum tíma þar sem barnaklám mátti finna á síðunni. Heimasíðan er samansafn af nafnlausum einstaklingum sem oftar en ekki birta klám og annað ósmekklegt efni á síðunni. Síðan er af erlendri fyrirmynd og eru þær oft kallaðar chan-síður í daglegu tali.
Mál Catalinu Ncogo Vændi Lögreglumál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira