Vert er að benda á Alex Jurshevski skrifar 23. mars 2010 13:38 Eins og margir vita höfum við komið nýlega fram í fjölmiðlum og átt fundi með embættismönnum, ríkisstjórninni, aðilum úr einkageiranum, og almennum borgurum. Við höfum rætt við tvær fastanefndir Alþingis um hvernig Recovery Partners geta hugsanlega aðstoðað við að bæta skuldastöðu íslenska ríkisins. Tilgangur okkar með þessum fundum hefur verið skýr og skoðanaskipti hafa haft gagnkvæmt upplýsingagildi og viðræður verið upplýsandi, kurteisar og hreinskilnar.. Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir miklum vanda og því teljum við, sem sérfræðingar á sviði áhættustýringar og stjórnunar ríkisskulda, þörf á að vera stundum hreinskilnir og benda á að þörf er brýnna aðgerða vegna þess aðstæðurnar kalla á skjót viðbrögð.. Af einhverjum ástæðum hafa sumir fjölmiðlar og bloggarar gefið ónákvæma mynd af Recovery Partners. Þessu bréfi er ætlað að leiðrétta sumar af þessum óheppilegu og óviljandi rangfærslum. Við hefðum kosið að vinna í kyrrþey, en vegna þess, hve gagnrýnin á Recovery Partners hefur verið byggð á rangfærslum, hafa ráðgjafar okkar ráðlagt okkur að birta opinberlega útskýringu á því í hvaða tilgangi við erum komin hingað til lands. Við viljum einnig gefa nokkra skýringu á ásetningi Recovery Partners við núverandi aðstæður fyrir þá, sem sem e.t.v. horfðu ekki á Silfur um síðustu helgi. Það sem Recovery Partners er ekki: Recovery Partners er ekki sjóður sem leitast við að hagnast á kostnað fyrirtækja eða þjóða í vanda; Recovery Partners ráðleggur ekki ríkisstjórnum um útgjaldastefnu eða einkavæðingu; Recovery Partners er ekki við þessar aðstæður að leita eftir fjárfestingamöguleikum fyrir sig sjálft, né heldur mun gera það í framtíðinni hvað snertir Ísland eða íslenska hagsmuni. Það sem Recovery Partners er: - Recovery Partners er fyrirtæki sérfræðinga með mjög mikla reynslu sem fjallar um stjórnun ríkisskulda og áhættustýringu. Við höfum reynslu af öllu því sem við höfum kynnt hinum ýmsu ofangreindu aðilum; - Recovery Partners býður svipaða ráðgjafarþjónustu til að aðstoða fyrirtæki í vanda við að koma á endurskipulagningu; - Recovery Partners samsamar ávallt faglega hagsmuni sína hagsmunum umbjóðenda sinna og hefur af því mikla reynslu; - Recovery Partners hefur verið útnefnt „Eitt besta ráðgjafarfyrirtækið“ af Euromoney, leiðandi tímariti á sviði fjármála, m.a. vegna þess sem að framan greinir; - Sjá www.recoverypartners.biz Við erum ekki komnir hingað til að veita ríkisstjórninni ráð um einkavæðingu eða tengd mál. Recovery Partners telur einnig að ef ríkisstjórnin vill í raun taka á sig skuldir þá sé það kostur sem ríkisstjórnin og kjörnir fulltrúar þjóðarinnar velja. Hins vegar telja Recovery Partners að um sé að ræða nokkra kosti sem ríkisstjórnin kann að vilja skoða og það höfum við verið að ræða við hina ýmsu ofangreindu aðila. Það eru fleiri kostir í stöðunni en sá eini, sem lagður hefur verið fyrir Ísland af utanaðkomandi aðilum; valkosti sem eru þessi virði að þeir séu íhugaðir af alvöru vegna þess að þeir munu ná fram markmiðum ríkisstjórnarinnar með minni kostnaði, minni áhættu og án þess glata fullveldi eða sjálfstæði. Lausn AGS felur að okkar mati í sér ákaflega mikla áhættu, er afar kostnaðarsöm og gefur nánast engan kost á, nýju fjármagni, sem unnt væri að nýta til endurreisnar á efnahag Íslands. Þessi áhætta og kostnaður felur í sér verulega aukningu á skuldsetningu og útilokar fjárhagslegt samstarf Íslands við alla aðila aðra en AGS. Recovery Partners telur að AGR hafi bitið sig í eina fastákveðna aðferðafræði til að takast á við ríkisskuldir á undanförnum árum. Þessi nálgun hentar ekki Íslandi við núverandi aðstæður og af þeirri ástæðu þarfnast Ísland sérsniðinna aðgerða, sem taka mið af helstu atriðum kostnaðar og áhættu og tryggja framtíð með sjálfbærum vexti og efnahagslegri endurreisn, samhliða því að draga sem mest úr skuldaklafanum og viðhalda sveigjanleika um stefnumótun og útgjöld í höndum kjörinna fulltrúa íslensku þjóðarinnar. Lausn Recovery Partners leggur áherslu á að öll ákvarðanataka eigi að vera og verði ávallt í höndum Íslendinga sjálfra. Hlutverk Recovery Partners mundi verða sem skipuleggjandi og þjálfari við að koma á skipulagi og stefnu bestu aðferðar við skuldastýringu og endurnýjuð, uppbyggjandi og þróttmeiri samskipti við AGS, fjárfesta og aðra utanaðkomandi aðila sem hafa nána samvinnu við fjármálaráðuneytið, Seðlabankann og ríkisstjórnina á öllum stigum málsins. Komið hefur fram í einu dagblaði hér að Recovery Partners séu að reyna að stuðla að skelfingu og fá ríkisstjórnina til að taka vanhugsaða ákvörðun. Þetta er alveg þveröfugt við það sem við erum að boða og sögðum í „Silfri Egils“ undir lok þáttarins í síðustu viku. Við boðum að menn haldi ró sinni og þurfi að skoða betur það sem er í boði fyrir Ísland. Það gengur ekki að flana að neinum samningi án vandlegrar íhugunar. Við teljum að þau málefni sem við komum á framfæri við þingnefndirnar séu þess virði að farið verði að ráðleggingum okkar. Þetta er það eina, sem við viljum bjóða ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni – þennan valkost Höfundur er framkvæmdastjóri Recovery Partners Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og margir vita höfum við komið nýlega fram í fjölmiðlum og átt fundi með embættismönnum, ríkisstjórninni, aðilum úr einkageiranum, og almennum borgurum. Við höfum rætt við tvær fastanefndir Alþingis um hvernig Recovery Partners geta hugsanlega aðstoðað við að bæta skuldastöðu íslenska ríkisins. Tilgangur okkar með þessum fundum hefur verið skýr og skoðanaskipti hafa haft gagnkvæmt upplýsingagildi og viðræður verið upplýsandi, kurteisar og hreinskilnar.. Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir miklum vanda og því teljum við, sem sérfræðingar á sviði áhættustýringar og stjórnunar ríkisskulda, þörf á að vera stundum hreinskilnir og benda á að þörf er brýnna aðgerða vegna þess aðstæðurnar kalla á skjót viðbrögð.. Af einhverjum ástæðum hafa sumir fjölmiðlar og bloggarar gefið ónákvæma mynd af Recovery Partners. Þessu bréfi er ætlað að leiðrétta sumar af þessum óheppilegu og óviljandi rangfærslum. Við hefðum kosið að vinna í kyrrþey, en vegna þess, hve gagnrýnin á Recovery Partners hefur verið byggð á rangfærslum, hafa ráðgjafar okkar ráðlagt okkur að birta opinberlega útskýringu á því í hvaða tilgangi við erum komin hingað til lands. Við viljum einnig gefa nokkra skýringu á ásetningi Recovery Partners við núverandi aðstæður fyrir þá, sem sem e.t.v. horfðu ekki á Silfur um síðustu helgi. Það sem Recovery Partners er ekki: Recovery Partners er ekki sjóður sem leitast við að hagnast á kostnað fyrirtækja eða þjóða í vanda; Recovery Partners ráðleggur ekki ríkisstjórnum um útgjaldastefnu eða einkavæðingu; Recovery Partners er ekki við þessar aðstæður að leita eftir fjárfestingamöguleikum fyrir sig sjálft, né heldur mun gera það í framtíðinni hvað snertir Ísland eða íslenska hagsmuni. Það sem Recovery Partners er: - Recovery Partners er fyrirtæki sérfræðinga með mjög mikla reynslu sem fjallar um stjórnun ríkisskulda og áhættustýringu. Við höfum reynslu af öllu því sem við höfum kynnt hinum ýmsu ofangreindu aðilum; - Recovery Partners býður svipaða ráðgjafarþjónustu til að aðstoða fyrirtæki í vanda við að koma á endurskipulagningu; - Recovery Partners samsamar ávallt faglega hagsmuni sína hagsmunum umbjóðenda sinna og hefur af því mikla reynslu; - Recovery Partners hefur verið útnefnt „Eitt besta ráðgjafarfyrirtækið“ af Euromoney, leiðandi tímariti á sviði fjármála, m.a. vegna þess sem að framan greinir; - Sjá www.recoverypartners.biz Við erum ekki komnir hingað til að veita ríkisstjórninni ráð um einkavæðingu eða tengd mál. Recovery Partners telur einnig að ef ríkisstjórnin vill í raun taka á sig skuldir þá sé það kostur sem ríkisstjórnin og kjörnir fulltrúar þjóðarinnar velja. Hins vegar telja Recovery Partners að um sé að ræða nokkra kosti sem ríkisstjórnin kann að vilja skoða og það höfum við verið að ræða við hina ýmsu ofangreindu aðila. Það eru fleiri kostir í stöðunni en sá eini, sem lagður hefur verið fyrir Ísland af utanaðkomandi aðilum; valkosti sem eru þessi virði að þeir séu íhugaðir af alvöru vegna þess að þeir munu ná fram markmiðum ríkisstjórnarinnar með minni kostnaði, minni áhættu og án þess glata fullveldi eða sjálfstæði. Lausn AGS felur að okkar mati í sér ákaflega mikla áhættu, er afar kostnaðarsöm og gefur nánast engan kost á, nýju fjármagni, sem unnt væri að nýta til endurreisnar á efnahag Íslands. Þessi áhætta og kostnaður felur í sér verulega aukningu á skuldsetningu og útilokar fjárhagslegt samstarf Íslands við alla aðila aðra en AGS. Recovery Partners telur að AGR hafi bitið sig í eina fastákveðna aðferðafræði til að takast á við ríkisskuldir á undanförnum árum. Þessi nálgun hentar ekki Íslandi við núverandi aðstæður og af þeirri ástæðu þarfnast Ísland sérsniðinna aðgerða, sem taka mið af helstu atriðum kostnaðar og áhættu og tryggja framtíð með sjálfbærum vexti og efnahagslegri endurreisn, samhliða því að draga sem mest úr skuldaklafanum og viðhalda sveigjanleika um stefnumótun og útgjöld í höndum kjörinna fulltrúa íslensku þjóðarinnar. Lausn Recovery Partners leggur áherslu á að öll ákvarðanataka eigi að vera og verði ávallt í höndum Íslendinga sjálfra. Hlutverk Recovery Partners mundi verða sem skipuleggjandi og þjálfari við að koma á skipulagi og stefnu bestu aðferðar við skuldastýringu og endurnýjuð, uppbyggjandi og þróttmeiri samskipti við AGS, fjárfesta og aðra utanaðkomandi aðila sem hafa nána samvinnu við fjármálaráðuneytið, Seðlabankann og ríkisstjórnina á öllum stigum málsins. Komið hefur fram í einu dagblaði hér að Recovery Partners séu að reyna að stuðla að skelfingu og fá ríkisstjórnina til að taka vanhugsaða ákvörðun. Þetta er alveg þveröfugt við það sem við erum að boða og sögðum í „Silfri Egils“ undir lok þáttarins í síðustu viku. Við boðum að menn haldi ró sinni og þurfi að skoða betur það sem er í boði fyrir Ísland. Það gengur ekki að flana að neinum samningi án vandlegrar íhugunar. Við teljum að þau málefni sem við komum á framfæri við þingnefndirnar séu þess virði að farið verði að ráðleggingum okkar. Þetta er það eina, sem við viljum bjóða ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni – þennan valkost Höfundur er framkvæmdastjóri Recovery Partners
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun