Innlent

Ógreiddar sektir nema þremur milljörðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Upphæð ógreiddra fésekta sem dómstólar hafa dæmt fólk til að greiða nam rúmum 2,9 milljörðum króna þann 10. nóvember síðastliðinn. Um er að ræða sektir sem hafa vararefsingu á bakvið sig, sem þýðir í flestum tilfellum að fólk er dæmt til fangelsisvistar ef það greiðir ekki sektina. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónassonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem dreift var á Alþingi í gær.

Í svarinu kemur fram að þegar fangelsið að Bitru var opnað stóð til að taka frá fimm afplánunarrými í kerfinu svo að hægt væri að boða einstaklinga til afplánunar vararefsingar fésekta. Enginn hefur verið boðaður til afplánunar vararefsingar á Bitru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×