Fótbolti

Maradona gagnrýnir forseta knattspyrnusambandsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Argentína vann 4-0 sigur á Haiti í vináttulandsleik í Dubai og Diego Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, notaði blaðamannafundinn eftir leik til þess að gagnrýna formann knattspyrnusambands Argentína, Julio Grondona, fyrir að hætta við annan æfingaleik í Dubai.

Argentína var eðlilega með algjört varalið í þessum leik enda ekkert landsleikjafrí. Martin Palermo og Ariel Ortega voru meðal annars í liðinu en þeir léku síðast saman landsleik árið 1999.

„Okkur var sagt að við fengjum annan leik en nú þurfa allir að breyta áætlunum sínum sem er ekki gott þegar það er frekar stutt í Heimsmeistarakeppnina," sagði Maradona pirraður.

„Þetta er óábyrg hegðun og ég mun ræða þetta mál við Julio. Sú hætta er fyrir hendi að argentínska landsliðið njóti ekki þeirrar virðingar sem það á skilið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×