Innlent

Starfsmenn Kópavogsbæjar rændir um hábjartan dag

Mennirnir fóru inn um hábjartan dag og stálu veskjum, símum og fleira.
Mennirnir fóru inn um hábjartan dag og stálu veskjum, símum og fleira.

Starfsmönnum Kópavogsbæjar var heldur brugðið á föstudaginn síðastliðinn þegar að tveir menn fóru inn á skrifstofur bæjarins um hábjartan daga og stálu ýmsum verðmætum frá starfsfólki.

Flestir starfsmenn deildarinnar voru í mat þegar að starfsmaður bæjarins kom að mönnunum tveimur inn á skrifstofu. Starfsmaðurinn hafði afskipti af þeim og fóru þeir í kjölfarið strax út úr byggingunni.

Þegar mennirnir voru horfnir á braut tekur starfsfólk eftir því að símar, veski og fleira voru horfin. Lögreglan var kvödd á staðinn og er málið í rannsókn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Starfsmaður Kópavogsbæjar sem fréttastofa ræddi við var mjög brugðið. „Mér var brugðið og er þó nokkuð hvumsa yfir því hvað menn eru tilbúnir að gera. Þeir tóku lyftu upp á þriðju hæð og fóru inn allan ganginn, þetta er svo einbeittur brotavilji," sagði starfsmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×