Fréttaskýring: VG skoði sín mál vandlega 9. júní 2010 05:15 Hér sjást þeir Jón Bjarnason, Ögmundur Jónasson og Steingrímur Jóhann Sigfússon. Margir í VG klóra sér nú í hausnum og leita skýringa á gengi flokksins í kosningunum, sem var langt undir væntingum. Mynd/Vilhelm VG hefur opinberlega lýst yfir bæði ánægju með aukinn fjölda sveitarstjórnarfulltrúa eftir kosningarnar og vonbrigðum með skellinn sem flokkurinn fékk, sérstaklega í þéttbýlinu. Svipað hljóð er í innanflokksmönnum, þótt því sé ekki að leyna að vonbrigðin eru víðast meiri en ánægjan. VG tapaði fylgi milli sveitarstjórnarkosninga eins og hinir gömlu flokkarnir, eða þremur prósentustigum. Fór úr 12,6 prósentum í 9,6 á landsvísu. Þegar litið er til síðustu alþingiskosninga er skellurinn þó meiri, því þá fékk hann 21,7 prósent á landsvísu. Hann hefur helmingast og kemur því verr út úr þeim samanburði en hinir flokkarnir. Hér skal þess getið að ekki er tekið tillit til fylgis sameiginlegra framboða, þar sem VG skipaði hluta listans, en þau gengu víða vel. Mest eru vonbrigðin í Reykjavík. Kosningabaráttan í höfuðborginni fór fram í skugga forvalsdeilna tveggja efstu manna og bendir viðmælandi á að Þorleifur Gunnlaugsson, sem var í öðru sæti, hafi verið nær ósýnilegur í baráttunni. Helsta athygli hafi svo vakið óheppileg ummæli Sóleyjar Tómasdóttur um barnauppeldi. Sóley þótti hins vegar standa sig mjög vel í sjónvarpsviðtölum. En stemmingin var einfaldlega ekki góð í Reykjavík. Illa mun hafa gengið að ná í sjálfboðaliða og margt unnið á síðustu stundu. Þau Sóley og Þorleifur þykja ekki jafn sterkir frambjóðendur og Svandís Svavarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson voru 2006. Einn gamalreyndur VG-maður telur að þau eigi að hugsa sinn gang. Ætla Sóley og Þorleifur að leiða listann 2014? Ef ekki, væri best að þau hleyptu öðrum að. Þetta skýrir ekki allt. Besti flokkurinn rassskellti alla flokka í Reykjavík með því að bjóða upp á þekkt og yfirleitt vinsælt fólk sem var ekki óhreinkað af þátttöku í pólitík, og með nýrri, óhefðbundinni nálgun, sem gerði lítið úr þeirri gömlu. VG var ekki tilbúið í Jón Gnarr frekar en aðrir flokkar. Ekki heldur í Lista fólksins á Akureyri. Svo virðist sem flokkurinn hafi talið sig geta treyst á vinstrisveiflu í þjóðfélaginu, rannsóknarskýrslu og slæma stöðu annarra flokka vegna stjórnarþátttöku og styrkjamála í góðærinu. VG ber jú minnsta ábyrgð fjórflokksins á hruninu, enda mannaði það fáar valdastöður í aðdraganda þess. En kjósendur eru óþolinmóðir og hafa að líkindum látið erfiðleika í landsmálum stjórna sér nokkuð í kjörklefanum. VG er búið að vera við völd síðan í febrúar 2009 við afar erfiðar aðstæður. Þá þykir sumum að VG hafi verið fljótt að tileinka sér miður góða starfshætti valdaflokks. VG hafi sýnt að það er eins og allir hinir. Innra starf í flokknum hafi verið vanrækt á stjórnartímanum og almenningur upplifi ekki ríkisstjórnina sem „stjórn fólksins". Lítil rótttækni sé í því að leyfa bönkum og skilanefndum að vera ríki í ríkinu meðan heimilin borga reikninga útrásarvíkinga. Ögmundur Jónasson þingmaður segir að Besti flokkurinn hafi gefið kjósendum tækifæri til að „taka þátt í uppreisn á kjörstað". Kjósendur hafi mótmælt stjórnmálahefð fjórflokksins, VG sem annarra. „Þeir eru að segja að það gangi ekki að segja eitt fyrir kosningar og gera annað eftir þær," segir Ögmundur.Krafa kjósenda sé um aukið beint lýðræði og opinskárri umræðu. Einn viðmælandi telur að ESB-umsóknin og þáttur VG í henni hafi staðið í mörgum. Það eitt og sér skýrir þó ekki að verr gangi í þéttbýli en dreifbýli, þar sem meiri andstaða er við ESB. Þó skal haldið til haga að í Norðvesturkjördæmi ESB-andstæðinganna Jóns Bjarnasonar og Ásmundar Einars, gekk VG mjög vel. Hvorki Ögmundur Jónasson né aðrir viðmælendur líta svo á að formaðurinn, Steingrímur J. Sigfússon, þurfi að huga að stöðu sinni persónulega. Einn orðar það svo að vandfundinn sé sá formaður sem njóti jafn mikils stuðnings, allt að níutíu prósent, innan síns flokks. Flestir telja þó að eitthvað þurfi að breytast. Hvað það er nákvæmlega sé ekki gott að segja. Flokkurinn þurfi í það minnsta að íhuga hvernig hann geti sett upp girðingu milli sín og annarra í fjórflokknum. Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Sjá meira
VG hefur opinberlega lýst yfir bæði ánægju með aukinn fjölda sveitarstjórnarfulltrúa eftir kosningarnar og vonbrigðum með skellinn sem flokkurinn fékk, sérstaklega í þéttbýlinu. Svipað hljóð er í innanflokksmönnum, þótt því sé ekki að leyna að vonbrigðin eru víðast meiri en ánægjan. VG tapaði fylgi milli sveitarstjórnarkosninga eins og hinir gömlu flokkarnir, eða þremur prósentustigum. Fór úr 12,6 prósentum í 9,6 á landsvísu. Þegar litið er til síðustu alþingiskosninga er skellurinn þó meiri, því þá fékk hann 21,7 prósent á landsvísu. Hann hefur helmingast og kemur því verr út úr þeim samanburði en hinir flokkarnir. Hér skal þess getið að ekki er tekið tillit til fylgis sameiginlegra framboða, þar sem VG skipaði hluta listans, en þau gengu víða vel. Mest eru vonbrigðin í Reykjavík. Kosningabaráttan í höfuðborginni fór fram í skugga forvalsdeilna tveggja efstu manna og bendir viðmælandi á að Þorleifur Gunnlaugsson, sem var í öðru sæti, hafi verið nær ósýnilegur í baráttunni. Helsta athygli hafi svo vakið óheppileg ummæli Sóleyjar Tómasdóttur um barnauppeldi. Sóley þótti hins vegar standa sig mjög vel í sjónvarpsviðtölum. En stemmingin var einfaldlega ekki góð í Reykjavík. Illa mun hafa gengið að ná í sjálfboðaliða og margt unnið á síðustu stundu. Þau Sóley og Þorleifur þykja ekki jafn sterkir frambjóðendur og Svandís Svavarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson voru 2006. Einn gamalreyndur VG-maður telur að þau eigi að hugsa sinn gang. Ætla Sóley og Þorleifur að leiða listann 2014? Ef ekki, væri best að þau hleyptu öðrum að. Þetta skýrir ekki allt. Besti flokkurinn rassskellti alla flokka í Reykjavík með því að bjóða upp á þekkt og yfirleitt vinsælt fólk sem var ekki óhreinkað af þátttöku í pólitík, og með nýrri, óhefðbundinni nálgun, sem gerði lítið úr þeirri gömlu. VG var ekki tilbúið í Jón Gnarr frekar en aðrir flokkar. Ekki heldur í Lista fólksins á Akureyri. Svo virðist sem flokkurinn hafi talið sig geta treyst á vinstrisveiflu í þjóðfélaginu, rannsóknarskýrslu og slæma stöðu annarra flokka vegna stjórnarþátttöku og styrkjamála í góðærinu. VG ber jú minnsta ábyrgð fjórflokksins á hruninu, enda mannaði það fáar valdastöður í aðdraganda þess. En kjósendur eru óþolinmóðir og hafa að líkindum látið erfiðleika í landsmálum stjórna sér nokkuð í kjörklefanum. VG er búið að vera við völd síðan í febrúar 2009 við afar erfiðar aðstæður. Þá þykir sumum að VG hafi verið fljótt að tileinka sér miður góða starfshætti valdaflokks. VG hafi sýnt að það er eins og allir hinir. Innra starf í flokknum hafi verið vanrækt á stjórnartímanum og almenningur upplifi ekki ríkisstjórnina sem „stjórn fólksins". Lítil rótttækni sé í því að leyfa bönkum og skilanefndum að vera ríki í ríkinu meðan heimilin borga reikninga útrásarvíkinga. Ögmundur Jónasson þingmaður segir að Besti flokkurinn hafi gefið kjósendum tækifæri til að „taka þátt í uppreisn á kjörstað". Kjósendur hafi mótmælt stjórnmálahefð fjórflokksins, VG sem annarra. „Þeir eru að segja að það gangi ekki að segja eitt fyrir kosningar og gera annað eftir þær," segir Ögmundur.Krafa kjósenda sé um aukið beint lýðræði og opinskárri umræðu. Einn viðmælandi telur að ESB-umsóknin og þáttur VG í henni hafi staðið í mörgum. Það eitt og sér skýrir þó ekki að verr gangi í þéttbýli en dreifbýli, þar sem meiri andstaða er við ESB. Þó skal haldið til haga að í Norðvesturkjördæmi ESB-andstæðinganna Jóns Bjarnasonar og Ásmundar Einars, gekk VG mjög vel. Hvorki Ögmundur Jónasson né aðrir viðmælendur líta svo á að formaðurinn, Steingrímur J. Sigfússon, þurfi að huga að stöðu sinni persónulega. Einn orðar það svo að vandfundinn sé sá formaður sem njóti jafn mikils stuðnings, allt að níutíu prósent, innan síns flokks. Flestir telja þó að eitthvað þurfi að breytast. Hvað það er nákvæmlega sé ekki gott að segja. Flokkurinn þurfi í það minnsta að íhuga hvernig hann geti sett upp girðingu milli sín og annarra í fjórflokknum.
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Sjá meira