Innlent

Listi Grindvíkinga: Vilji bæjarbúa virtur að vettugi

Kristín María er óánægð með framsóknarmenn í Grindavík.
Kristín María er óánægð með framsóknarmenn í Grindavík.
Listi Grindvíkinga, nýtt óháð framboð, bauð öllum oddvitum í Grindavík að mynda samstjórn allra flokka í bæjarfélaginu en því var hafnað að sögn Kristínar Maríu Birgisdóttur oddvita framboðsins. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu meirihluta í gærkvöldi. Hún segir að flokkarnir hafi virt vilja bæjarbúa að vettugi.

Mikið hefur gengið á í bæjarpólitíkinni í Grindavík undanfarin fjögur ár og til að mynda fjórir meirihlutar verið myndaðir.

Framsóknarflokkurinn fékk tæplega 34% atkvæða í kosningunum og þrjá bæjarfulltrúa en var áður með tvo bæjarfulltrúa. Listi Grindvíkinga fékk 25% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur einn og Samfylkingin einn.

„Bæjarbúar í Grindavík gerðu kröfu um endurnýjun. Framsóknarflokkur boðaði nýtt fólk og breytta tíma. Engu að síður sáu þeir aldrei ástæðu til að tala við Lista Grindvíkinga," segir Kristín María í tilkynningu.

„Við lýsum furðu okkar á að Framsóknarflokkur hafi ekki gefið þessu tækifæri, í það minnsta rætt möguleikann. Eftir að hafa heyrt gríðarlegar óánægjuraddir í bæjarfélaginu vegna viðræðna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fannst okkur íbúar Grindavíkur eiga það skilið að kröfum þeirra yrði mætt og að mynduð yrði samstjórn."


Tengdar fréttir

Meirihluti myndaður í Grindavík

Framsóknar- og sjálfstæðismenn í Grindavík mynduðu meirihluta í gærkvöldi. Í yfirlýsingu er því heitið að starfa saman í fullum trúnaði og hafa hagsmuni allra Grindvíkinga að leiðarljósi. Þá segjast oddvitar flokkanna vilja eiga gott samstarf við alla kjörna bæjarfulltrúa þar sem sjónarmið allra flokka eigi greiðan aðgang. Starf bæjarstjóra verður auglýst.

Ræða meirihlutamyndun í Grindavík

Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ræða nú saman um myndun nýs meirihluta í Grindavík. Bryndís Gunnlaugsdóttir, oddviti framsóknarmanna, segir að stefnumál framsóknar- og sjálfstæðismanna fari vel saman og á sérstaklega í skólamálum og málefnum fatlaðra. Því hafi verið eðlilegt að líta til Sjálfstæðisflokksins varandi meirihlutasamstarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×