Engin plata frá Sigur Rós 29. janúar 2010 02:00 Hljómsveitin Sigur Rós ætlar ekki að gefa út nýja plötu á þessu ári.fréttablaðið/gva Söngvarinn Jón Þór Birgisson hefur látið hafa eftir sér í erlendum fréttamiðlum að Sigur Rós sé á leiðinni í frí um óákveðinn tíma. Ástæðurnar eru tvær: annars vegar barneignir trommarans Orra Páls Dýrasonar og bassaleikarans Georgs Holms og hins vegar sólóplata Jónsa, sem hann ætlar að fylgja eftir með tónleikaferð um heiminn. Georg staðfestir í samtali við Fréttablaðið að ný plata frá sveitinni komi ekki út á þessu ári. „Við erum alveg í rólegheitum enda allir uppteknir. Þegar við höfum tíma hittumst við og semjum og gerum eitthvað,“ segir bassaleikarinn sem eignaðist sína þriðju stúlku í október. Orri Páll eignaðist aftur á móti strák síðastliðinn laugardag. Samkvæmt Georg er lítið til af fullkláruðum Sigur Rósar-lögum á lager. „Við erum í því ferli að semja í rólegheitunum. Við erum komnir með hugmyndir og grunna en í rauninni erum við ekkert að flýta okkur að klára, enda ætlum við ekkert að taka upp strax. Jónsi er upptekinn núna með sitt verkefni. Við ætlum að leyfa honum að gera það og svo förum við í einhvern gír eftir það.“ Hvernig líkar þér við nýju lögin hans Jónsa? „Ég er reyndar bara búinn að heyra þetta lag sem er búið að spila í útvarpinu. Hann hefur ekki ennþá leyft mér að heyra hitt. Ég veit ekki hvort hann er spéhræddur og þorir ekki að leyfa okkur að heyra,“ segir hann og hlær. „En lagið sem ég hef heyrt er rosaflott og mjög mikið hann. Það fer ekki á milli mála að þetta lag er eftir hann.“ - fb Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Söngvarinn Jón Þór Birgisson hefur látið hafa eftir sér í erlendum fréttamiðlum að Sigur Rós sé á leiðinni í frí um óákveðinn tíma. Ástæðurnar eru tvær: annars vegar barneignir trommarans Orra Páls Dýrasonar og bassaleikarans Georgs Holms og hins vegar sólóplata Jónsa, sem hann ætlar að fylgja eftir með tónleikaferð um heiminn. Georg staðfestir í samtali við Fréttablaðið að ný plata frá sveitinni komi ekki út á þessu ári. „Við erum alveg í rólegheitum enda allir uppteknir. Þegar við höfum tíma hittumst við og semjum og gerum eitthvað,“ segir bassaleikarinn sem eignaðist sína þriðju stúlku í október. Orri Páll eignaðist aftur á móti strák síðastliðinn laugardag. Samkvæmt Georg er lítið til af fullkláruðum Sigur Rósar-lögum á lager. „Við erum í því ferli að semja í rólegheitunum. Við erum komnir með hugmyndir og grunna en í rauninni erum við ekkert að flýta okkur að klára, enda ætlum við ekkert að taka upp strax. Jónsi er upptekinn núna með sitt verkefni. Við ætlum að leyfa honum að gera það og svo förum við í einhvern gír eftir það.“ Hvernig líkar þér við nýju lögin hans Jónsa? „Ég er reyndar bara búinn að heyra þetta lag sem er búið að spila í útvarpinu. Hann hefur ekki ennþá leyft mér að heyra hitt. Ég veit ekki hvort hann er spéhræddur og þorir ekki að leyfa okkur að heyra,“ segir hann og hlær. „En lagið sem ég hef heyrt er rosaflott og mjög mikið hann. Það fer ekki á milli mála að þetta lag er eftir hann.“ - fb
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira