Háskólakerfi í kreppu 8. mars 2010 06:00 Hörður Filippusson skrifar um háskóla Sagt er að fjárveitingar til háskólastigsins á Íslandi verði á næstu árum skornar um 25%. Slíkt verður ekki sársaukalaust og háskólastarfið verður ekki svipur hjá sjón ef af verður. Staðfest var af Ríkisendurskoðun 2005 að í gervallri Evrópu fyndist ekki tekjulægri háskóli en Háskóli Íslands nema í Króatíu. Fjárveitingar til kennslu hafa ekki batnað síðan þá. Hækkun fjárveitinga til rannsókna var hafin samkvæmt áætlun sem nú hefur verið stöðvuð. Útlitið er því vægast sagt ekki glæsilegt.Hvað þarf marga háskóla á Íslandi?Nú eru á Íslandi sjö háskólar, allir fjármagnaðir af opinberu fé, líka einkaskólarnir tveir sem fá sama kennsluframlag á hvern nemanda og ríkisskólarnir auk skólagjalda sem Lánasjóður námsmanna fjármagnar og jafngilda ríkisframlagi að hálfu. Framlög ríkis til rannsókna eru hins vegar mismunandi eftir skólum enda eðlilegt að ríkið styðji við rannsóknir í háskólum þar sem það hefur byggt upp stofnanir, innviði og aðstöðu. Eru háskólarnir of margir? Berum okkur saman við önnur lönd. Í USA eru um 250 rannsóknaháskólar en þar eru íbúar 1.000 sinnum fleiri en Íslendingar og samsvarandi fjöldi skóla á Íslandi um fjórðungur úr skóla. Bak við hvern bandarískan háskóla eru meira en ein milljón íbúa, eins er í Japan. Í Bretlandi er tæplega hálf milljón íbúa bak við hvern skóla. Er ekki eðlilegt að Ísland einbeiti sér að því að reka einn ríkisháskóla? Á að sameina ríkisháskólana?Nú eru ríkisháskólarnir fimm, HÍ, HA, Landbúnaðarháskólinn, Hólaskóli og Listaháskólinn. Tveir þeir fyrstnefndu eru fjöldeildaháskólar en hinir sérhæfðir. Ef til vill væri hagkvæmt að sameina þá alla undir merkjum Háskóla Íslands. Við það mundi eitthvað sparast yfirbyggingu en það kann að verða torsótt því allir hafa skólarnir metnað til sjálfstæðis. Það er líka eðlilegt að faglegt sjálfstæði einstakra eininga innan háskóla sé sem mest. Hins vegar mætti hagræða mjög innan háskólakerfisins með verkaskiptingu. Milli líf- og umhverfisvísindadeildar HÍ og Hólaskóla er t.d. í gildi samningur um tveggja ára grunnnám við HÍ og síðan eins árs sérhæfingu á Hólum í þeim greinum sem Hólamenn kunna öðrum betur. Ef slík verkaskipting er vel útfærð skiptir minna máli hvort stofnun eins og Hólaskóli er formlega sjálfstæð eða hluti af Háskóla Íslands. Mikilvægast er að ekki séu reknar samskonar námsleiðir á mörgum stöðum og að innviðum svo sem rannsóknaaðstöðu og tækjabúnaði sé ekki dreift úr hófi með auknum kostnaði og verri nýtingu sem af því leiðir. Stofnun eins og Háskóli Íslands virðist býsna stór utanfrá séð en einstakar einingar hans eru margar hverjar litlar og fámennar, starfsmenn of fáir, sérhæfing og tækjakostur á of þröngu sviði og stoðþjónusta veikburða. Líkja má þessu við píanó þar sem einstakar nótur eða jafnvel heilar áttundir vantar. Á slíkt hljóðfæri verða ekki leikin flókin tónverk. Það er skynsamlegt að efla starfseiningar á hverju fræðasviði á einum stað frekar en að dreifa aðstöðunni á margar stofnanir. Hvað þarf mörg háskólapláss á Íslandi?Háskólanemum hefur fjölgað mjög á Íslandi og kemur þar margt til, fjölgun háskólaplássa, eldra fólk hefur sótt í nám og atvinnuleysi hefur aukið aðsókn að námi. Árið 2009 voru rúmlega 18.200 nemendur við nám á háskólastigi á landinu og auk fjölmargra (2.380 árið 2008) við erlenda háskóla. Er þetta hæfilegur fjöldi nemenda? Bretar settu sér það markmið að 50% hvers árgangs lykju prófi á háskólastigi. Á Íslandi eru um 4.800 einstaklingar í hverjum fæðingarárgangi. Það þarf 12.000 háskólapláss ef helmingur þeirra situr fimm ár í skóla. Við höldum úti yfir 20.000 sætum fyrir nemendur í hefðbundnu háskólanámi. Ljóst er að til lengri tíma litið hlýtur íslenskum nemendum á háskólastigi að fækka verulega. Í riti OECD, Education at a Glance 2009, má sjá að Íslendingar brautskráðu 2007 flesta nemendur úr hefðbundnu háskólanámi til fyrstu gráðu (Tertiary Type-A) en hins vegar miklu færri af starfsmiðuðum brautum á háskólastigi (Tertiary Type-B). Er þetta eðlilegt? Verði 25% skorin af fjárveitingum til háskóla hlýtur annað hvort undan að láta, magn eða gæði. Flatur niðurskurður rýrir gæði menntunar í öllum skólum og er því óviðunandi lausn. Óhjákvæmilegt verður fyrir ríkið að fækka nemendaplássum og skólum en jafnframt þarf að viðhalda kjarnastarfsemi ríkisháskólanna. Í þeim er að finna frjómagn framtíðaruppbyggingar Íslands. Höfundur er prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Hörður Filippusson skrifar um háskóla Sagt er að fjárveitingar til háskólastigsins á Íslandi verði á næstu árum skornar um 25%. Slíkt verður ekki sársaukalaust og háskólastarfið verður ekki svipur hjá sjón ef af verður. Staðfest var af Ríkisendurskoðun 2005 að í gervallri Evrópu fyndist ekki tekjulægri háskóli en Háskóli Íslands nema í Króatíu. Fjárveitingar til kennslu hafa ekki batnað síðan þá. Hækkun fjárveitinga til rannsókna var hafin samkvæmt áætlun sem nú hefur verið stöðvuð. Útlitið er því vægast sagt ekki glæsilegt.Hvað þarf marga háskóla á Íslandi?Nú eru á Íslandi sjö háskólar, allir fjármagnaðir af opinberu fé, líka einkaskólarnir tveir sem fá sama kennsluframlag á hvern nemanda og ríkisskólarnir auk skólagjalda sem Lánasjóður námsmanna fjármagnar og jafngilda ríkisframlagi að hálfu. Framlög ríkis til rannsókna eru hins vegar mismunandi eftir skólum enda eðlilegt að ríkið styðji við rannsóknir í háskólum þar sem það hefur byggt upp stofnanir, innviði og aðstöðu. Eru háskólarnir of margir? Berum okkur saman við önnur lönd. Í USA eru um 250 rannsóknaháskólar en þar eru íbúar 1.000 sinnum fleiri en Íslendingar og samsvarandi fjöldi skóla á Íslandi um fjórðungur úr skóla. Bak við hvern bandarískan háskóla eru meira en ein milljón íbúa, eins er í Japan. Í Bretlandi er tæplega hálf milljón íbúa bak við hvern skóla. Er ekki eðlilegt að Ísland einbeiti sér að því að reka einn ríkisháskóla? Á að sameina ríkisháskólana?Nú eru ríkisháskólarnir fimm, HÍ, HA, Landbúnaðarháskólinn, Hólaskóli og Listaháskólinn. Tveir þeir fyrstnefndu eru fjöldeildaháskólar en hinir sérhæfðir. Ef til vill væri hagkvæmt að sameina þá alla undir merkjum Háskóla Íslands. Við það mundi eitthvað sparast yfirbyggingu en það kann að verða torsótt því allir hafa skólarnir metnað til sjálfstæðis. Það er líka eðlilegt að faglegt sjálfstæði einstakra eininga innan háskóla sé sem mest. Hins vegar mætti hagræða mjög innan háskólakerfisins með verkaskiptingu. Milli líf- og umhverfisvísindadeildar HÍ og Hólaskóla er t.d. í gildi samningur um tveggja ára grunnnám við HÍ og síðan eins árs sérhæfingu á Hólum í þeim greinum sem Hólamenn kunna öðrum betur. Ef slík verkaskipting er vel útfærð skiptir minna máli hvort stofnun eins og Hólaskóli er formlega sjálfstæð eða hluti af Háskóla Íslands. Mikilvægast er að ekki séu reknar samskonar námsleiðir á mörgum stöðum og að innviðum svo sem rannsóknaaðstöðu og tækjabúnaði sé ekki dreift úr hófi með auknum kostnaði og verri nýtingu sem af því leiðir. Stofnun eins og Háskóli Íslands virðist býsna stór utanfrá séð en einstakar einingar hans eru margar hverjar litlar og fámennar, starfsmenn of fáir, sérhæfing og tækjakostur á of þröngu sviði og stoðþjónusta veikburða. Líkja má þessu við píanó þar sem einstakar nótur eða jafnvel heilar áttundir vantar. Á slíkt hljóðfæri verða ekki leikin flókin tónverk. Það er skynsamlegt að efla starfseiningar á hverju fræðasviði á einum stað frekar en að dreifa aðstöðunni á margar stofnanir. Hvað þarf mörg háskólapláss á Íslandi?Háskólanemum hefur fjölgað mjög á Íslandi og kemur þar margt til, fjölgun háskólaplássa, eldra fólk hefur sótt í nám og atvinnuleysi hefur aukið aðsókn að námi. Árið 2009 voru rúmlega 18.200 nemendur við nám á háskólastigi á landinu og auk fjölmargra (2.380 árið 2008) við erlenda háskóla. Er þetta hæfilegur fjöldi nemenda? Bretar settu sér það markmið að 50% hvers árgangs lykju prófi á háskólastigi. Á Íslandi eru um 4.800 einstaklingar í hverjum fæðingarárgangi. Það þarf 12.000 háskólapláss ef helmingur þeirra situr fimm ár í skóla. Við höldum úti yfir 20.000 sætum fyrir nemendur í hefðbundnu háskólanámi. Ljóst er að til lengri tíma litið hlýtur íslenskum nemendum á háskólastigi að fækka verulega. Í riti OECD, Education at a Glance 2009, má sjá að Íslendingar brautskráðu 2007 flesta nemendur úr hefðbundnu háskólanámi til fyrstu gráðu (Tertiary Type-A) en hins vegar miklu færri af starfsmiðuðum brautum á háskólastigi (Tertiary Type-B). Er þetta eðlilegt? Verði 25% skorin af fjárveitingum til háskóla hlýtur annað hvort undan að láta, magn eða gæði. Flatur niðurskurður rýrir gæði menntunar í öllum skólum og er því óviðunandi lausn. Óhjákvæmilegt verður fyrir ríkið að fækka nemendaplássum og skólum en jafnframt þarf að viðhalda kjarnastarfsemi ríkisháskólanna. Í þeim er að finna frjómagn framtíðaruppbyggingar Íslands. Höfundur er prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun