Enski boltinn

Benitez sannfærður um að ná að landa Jovanovic

Ómar Þorgeirsson skrifar
Milan Jovanovic.
Milan Jovanovic. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool er bjartsýnn á að fá sóknarmanninn eftirsótta Milan Jovanovic til félagsins næsta sumar þegar samningur hans við Standard Liege rennur út.

Hinn 28 ára gamli landsliðsmaður Serbíu hefur verið orðaður við mörg af stærstu félögum Evrópu og auk Liverpool eru Juventus og AC Milan sögðu vera að fylgjast með kappanum.

„Ekkert er enn klárt í þessum málum en ég er vongóður um að við munum fá hann til okkar á endanum," segir Benitez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×