Innlent

Eftirspurn eftir hlutum mikil

Stjórn og stjórnendur fyrirtækisins eru hæstánægð með útboðið. Fréttablaðið/ANTON
Stjórn og stjórnendur fyrirtækisins eru hæstánægð með útboðið. Fréttablaðið/ANTON
Stjórn Icelandair hefur ákveðið að samþykkja áskriftir fyrir 1.059.000.000 nýrra hluta sem boðnir voru út í almennu hlutafjárútboði sem lauk 23. desember. Alls bárust 852 áskriftir fyrir samtals 2.855.633.620 bréf, sem er næstum þrefalt það magn sem í boði var.

Hlutum verður útdeilt til hluthafa í samræmi við lög um hlutafélög. Allar áskriftir starfsmanna voru samþykktar og áskriftir frá almenningi allt að 200.000 hlutum einnig. Áskriftum umfram 200.000 hluti verður útdeilt hlutfallslega til viðeigandi aðila.- mþl



Fleiri fréttir

Sjá meira


×