Leikhúsheimur nötrar eftir forsetagjörning Jóns Atla 3. júní 2010 11:00 Benedikt segir það verra en að klæða listamann úr nærbrókunum að taka verðlaunin af honum. „Ég er fullkomlega vanmáttugur og þetta er mikil upplausn. Ég þarf að skoða minn hug," segir leikstjórinn og leikarinn Benedikt Erlingsson. Leikskáldið Jón Atli Jónasson, hefur neitað að taka við tilnefningum fyrir Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin, vegna þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er verndari verðlaunanna. Hann hvetur aðra í stéttinni til að sniðganga Grímuna í ár. Líklegt þykir að Benedikt Erlingsson sé einn þeirra leikara sem talið er líklegt að verði tilnefndir á föstudaginn. Hann segist ekki vera búinn að ákveða afstöðu sína til málsins. „Þetta er stór og mikill gjörningur sem Jón Atli hefur sett af stað," segir Benedikt. „Þessi gjörningur krefur mann til að taka afstöðu til forsetans og þeirra hugmyndafræði sem hann predikaði um Ofuríslendinginn. Ég get ekki á þessari stundu sagt hver mín viðbrögð eru." Benedikt segir alla þurfa að taka ábyrgð á samfélagi okkar og þeim gildum sem fólk vill standa fyrir. „Ég held að ég tali fyrir marga þegar ég segi að það er ekki hlaupið frá því að taka afstöðu til þessa máls," segir hann. Leikurum þykir ekki leiðinlegt að taka við verðlaunum. Gerir það ákvörðunina erfiðari? „Það er hræðilegt að fá ekki að taka við verðlaununum sínum. Þú ferð ekki nær inn í nærbrækurnar á listamanni en að taka af honum verðlaunin. Það er verra en að klæða hann úr nærbrókunum," segir Benedikt. - afb Tengdar fréttir Jón Atli neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar Jón Atli Jónasson leikskáld neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar. Ástæðuna segir hann vera að hann neiti að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem verndara hennar. Í yfirlýsingu sem hann sendi nú undir kvöld segist hann „gera þetta í krafti þess að það er of margt sem hann þarf að svara í forsetatíð sinni til að geta borið titilinn verndari Grímunnar". 1. júní 2010 21:48 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
„Ég er fullkomlega vanmáttugur og þetta er mikil upplausn. Ég þarf að skoða minn hug," segir leikstjórinn og leikarinn Benedikt Erlingsson. Leikskáldið Jón Atli Jónasson, hefur neitað að taka við tilnefningum fyrir Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin, vegna þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er verndari verðlaunanna. Hann hvetur aðra í stéttinni til að sniðganga Grímuna í ár. Líklegt þykir að Benedikt Erlingsson sé einn þeirra leikara sem talið er líklegt að verði tilnefndir á föstudaginn. Hann segist ekki vera búinn að ákveða afstöðu sína til málsins. „Þetta er stór og mikill gjörningur sem Jón Atli hefur sett af stað," segir Benedikt. „Þessi gjörningur krefur mann til að taka afstöðu til forsetans og þeirra hugmyndafræði sem hann predikaði um Ofuríslendinginn. Ég get ekki á þessari stundu sagt hver mín viðbrögð eru." Benedikt segir alla þurfa að taka ábyrgð á samfélagi okkar og þeim gildum sem fólk vill standa fyrir. „Ég held að ég tali fyrir marga þegar ég segi að það er ekki hlaupið frá því að taka afstöðu til þessa máls," segir hann. Leikurum þykir ekki leiðinlegt að taka við verðlaunum. Gerir það ákvörðunina erfiðari? „Það er hræðilegt að fá ekki að taka við verðlaununum sínum. Þú ferð ekki nær inn í nærbrækurnar á listamanni en að taka af honum verðlaunin. Það er verra en að klæða hann úr nærbrókunum," segir Benedikt. - afb
Tengdar fréttir Jón Atli neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar Jón Atli Jónasson leikskáld neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar. Ástæðuna segir hann vera að hann neiti að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem verndara hennar. Í yfirlýsingu sem hann sendi nú undir kvöld segist hann „gera þetta í krafti þess að það er of margt sem hann þarf að svara í forsetatíð sinni til að geta borið titilinn verndari Grímunnar". 1. júní 2010 21:48 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Jón Atli neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar Jón Atli Jónasson leikskáld neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar. Ástæðuna segir hann vera að hann neiti að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem verndara hennar. Í yfirlýsingu sem hann sendi nú undir kvöld segist hann „gera þetta í krafti þess að það er of margt sem hann þarf að svara í forsetatíð sinni til að geta borið titilinn verndari Grímunnar". 1. júní 2010 21:48
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist