Hættir útgerð vegna veiðibanns ráðherra 3. júní 2010 07:00 Harpa HU er 23 metrar að lengd. Bannið nær til báta sem eru stærri en 22 metrar. „Þetta þýðir einfaldlega að mín heimamið eru horfin með öllu og við þurfum að hætta útgerð," segir Ómar V. Karlsson, útgerðarmaður á Hvammstanga, sem gerir út dragnótarbátinn Hörpu HU. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að dragnótaveiðar innan tiltekinna svæða í sjö fjörðum skuli bannaðar. Verndarsjónarmið eru rök ráðherra. Bannið er hins vegar afar umdeilt, ekki síst fyrir þær sakir að Hafrannsóknastofnun komst að þeirri niðurstöðu að fátt benti til að veiðarnar væru skaðlegar umhverfinu. Svæðalokunin er grundvölluð á stefnu ríkisstjórnarinnar um að takmarka veiðar afkastamikilla skipa á grunnslóð til að treysta veiðisvæði fyrir smærri báta með umhverfisvænni veiði. Friðrik G. Halldórsson er talsmaður fyrir vistvænar strandveiðar í dragnót. „Sjávarútvegsráðherra er að ganga erinda smábátasjómanna og hlustar ekki á nein rök. Hann tínir til álit sjómanna og sveitarstjórna sem henta hans sjónarmiði og hefur allt annað að engu. Hann er að einkavinavæða aðgengið að miðunum, svo einfalt er það." Friðrik segir að dragnótasjómenn muni leita réttar síns. „Það getur ekki annað verið en að fólkið í landinu eigi sinn rétt þegar ráðherra misbeitir því valdi sem honum er trúað fyrir." Friðrik segir að menn verði að gera sér grein fyrir því að það séu tíu bátar sem stunda dragnótaveiðar fyrir Norðurlandi og því sjái það allir að pláss sé fyrir alla til veiða. Ómar segir að fjórir starfi við útgerð Hörpu HU sem hófst fyrir 26 árum og að henni komi þrjár fjölskyldur á Hvammstanga. Heildarafli útgerðarinnar á ári er um 300 tonn. „Við höfum alltaf reynt að gera sem mest úr því litla sem við höfum. Þannig höfum við getað verið hérna heima og haft örugga atvinnu," segir Ómar. „Það sem ég er svekktastur með er að ráðherra hafi ekki hlustað á rök heimamanna og tekið tillit til aðstæðna á hverjum stað." Sveitarfélagið Húnaþing vestra ályktaði gegn veiðibanninu og var það mat sveitarstjórnar að engar efnislegar forsendur væru til þess að banna dragnótaveiðar í Húnaflóa og meta þurfi samfélagsleg áhrif veiðibannsins. svavar@frettabladid.is Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira
„Þetta þýðir einfaldlega að mín heimamið eru horfin með öllu og við þurfum að hætta útgerð," segir Ómar V. Karlsson, útgerðarmaður á Hvammstanga, sem gerir út dragnótarbátinn Hörpu HU. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að dragnótaveiðar innan tiltekinna svæða í sjö fjörðum skuli bannaðar. Verndarsjónarmið eru rök ráðherra. Bannið er hins vegar afar umdeilt, ekki síst fyrir þær sakir að Hafrannsóknastofnun komst að þeirri niðurstöðu að fátt benti til að veiðarnar væru skaðlegar umhverfinu. Svæðalokunin er grundvölluð á stefnu ríkisstjórnarinnar um að takmarka veiðar afkastamikilla skipa á grunnslóð til að treysta veiðisvæði fyrir smærri báta með umhverfisvænni veiði. Friðrik G. Halldórsson er talsmaður fyrir vistvænar strandveiðar í dragnót. „Sjávarútvegsráðherra er að ganga erinda smábátasjómanna og hlustar ekki á nein rök. Hann tínir til álit sjómanna og sveitarstjórna sem henta hans sjónarmiði og hefur allt annað að engu. Hann er að einkavinavæða aðgengið að miðunum, svo einfalt er það." Friðrik segir að dragnótasjómenn muni leita réttar síns. „Það getur ekki annað verið en að fólkið í landinu eigi sinn rétt þegar ráðherra misbeitir því valdi sem honum er trúað fyrir." Friðrik segir að menn verði að gera sér grein fyrir því að það séu tíu bátar sem stunda dragnótaveiðar fyrir Norðurlandi og því sjái það allir að pláss sé fyrir alla til veiða. Ómar segir að fjórir starfi við útgerð Hörpu HU sem hófst fyrir 26 árum og að henni komi þrjár fjölskyldur á Hvammstanga. Heildarafli útgerðarinnar á ári er um 300 tonn. „Við höfum alltaf reynt að gera sem mest úr því litla sem við höfum. Þannig höfum við getað verið hérna heima og haft örugga atvinnu," segir Ómar. „Það sem ég er svekktastur með er að ráðherra hafi ekki hlustað á rök heimamanna og tekið tillit til aðstæðna á hverjum stað." Sveitarfélagið Húnaþing vestra ályktaði gegn veiðibanninu og var það mat sveitarstjórnar að engar efnislegar forsendur væru til þess að banna dragnótaveiðar í Húnaflóa og meta þurfi samfélagsleg áhrif veiðibannsins. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira