Selja útlendingum ýsu sem þorsk 3. júní 2010 12:20 Mynd/Stefán Karlsson Lögregla hefur til rannsóknar annað mál þar sem fiskframleiðandi merkti ýsu sem þorsk til útflutnings. Lögfræðingur Fiskistofu segir svindl sem þetta geta haft áhrif á verðmyndun fiskitegunda innanlands og utan og spillt orðspori íslenskra fiskútflytjenda. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að Héraðsdómur Reykjaness hefði dæmt framkvæmdastjóra og matsmann fiskvinnslunnar Nordic Gourmet í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að flytja út fisk undir röngum tegundarnöfnum. Þannig voru ýsa og langa flutt út sem þorskur og keila sem steinbítur. Með þessu hagnaðist fyrirtækið verulega á því að selja ódýrari tegundir sem dýrari. Gísli Rúnar Gíslason, lögfræðingur Fiskistofu, segir annað mál af svipuðum toga vera í rannsókn hjá lögreglu. „Þar var um það að ræða að aðili var að vinna ýsu og merkti þessar afurðir hinsvegar sem þorsk." „Það virðist vera þannig að þetta sé afli sem er löglega keyptur og vigtaður en aftur á móti við vinnslu er verið að roðfletta og pakka og selja ýsu sem þorsk," segir Gísli Rúnar. Hann segir háttarlag sem þetta geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir trúverðugleika fiskútflytjenda hjá kaupendum í útlöndum. „Það er náttúrulega alvarlegt að aðili skuli gera svona. Menn eiga að geta treyst því að þeir séu að fá þær fiskafurðir sem þeir eru að kaupa." Þá getur svindl sem þetta haft áhrif á fiskverð á mörkuðum hér innanlands. „Hér heima getur það náttúrulega gerst að verð á ódýrari tegundum hækki vegna þess að aðili sem nær að selja hana sem dýrari tegund úti getur hugsanlega keypt hana hærri verði enn aðrir sem hafa unnið hana heiðarlega og selja hana sem slíka," segir Gísli Rúnar. Og þá gæti þetta leitt til lækkunar á verði dýrari fisktegunda í útlöndum ef svindlið væri í stórum stíl. En Gísli Rúnar telur að sem betur fer sé svindl sem þetta ekki algengt. Tengdar fréttir Dæmdir fyrir að selja ýsu sem þorsk og keilu sem steinbít Starfsmaður og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Nordic Gourmet hafa verið dæmdir í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að tilgreina ranglega allt að þúsund tonn af sjávarafurðum til útflutnings, en þeir merktu ýsu sem þorsk og keilu sem steinbít. Þannig blekktu þeir útlendinga en brotin eru talin alvarleg. 2. júní 2010 11:58 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Lögregla hefur til rannsóknar annað mál þar sem fiskframleiðandi merkti ýsu sem þorsk til útflutnings. Lögfræðingur Fiskistofu segir svindl sem þetta geta haft áhrif á verðmyndun fiskitegunda innanlands og utan og spillt orðspori íslenskra fiskútflytjenda. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að Héraðsdómur Reykjaness hefði dæmt framkvæmdastjóra og matsmann fiskvinnslunnar Nordic Gourmet í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að flytja út fisk undir röngum tegundarnöfnum. Þannig voru ýsa og langa flutt út sem þorskur og keila sem steinbítur. Með þessu hagnaðist fyrirtækið verulega á því að selja ódýrari tegundir sem dýrari. Gísli Rúnar Gíslason, lögfræðingur Fiskistofu, segir annað mál af svipuðum toga vera í rannsókn hjá lögreglu. „Þar var um það að ræða að aðili var að vinna ýsu og merkti þessar afurðir hinsvegar sem þorsk." „Það virðist vera þannig að þetta sé afli sem er löglega keyptur og vigtaður en aftur á móti við vinnslu er verið að roðfletta og pakka og selja ýsu sem þorsk," segir Gísli Rúnar. Hann segir háttarlag sem þetta geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir trúverðugleika fiskútflytjenda hjá kaupendum í útlöndum. „Það er náttúrulega alvarlegt að aðili skuli gera svona. Menn eiga að geta treyst því að þeir séu að fá þær fiskafurðir sem þeir eru að kaupa." Þá getur svindl sem þetta haft áhrif á fiskverð á mörkuðum hér innanlands. „Hér heima getur það náttúrulega gerst að verð á ódýrari tegundum hækki vegna þess að aðili sem nær að selja hana sem dýrari tegund úti getur hugsanlega keypt hana hærri verði enn aðrir sem hafa unnið hana heiðarlega og selja hana sem slíka," segir Gísli Rúnar. Og þá gæti þetta leitt til lækkunar á verði dýrari fisktegunda í útlöndum ef svindlið væri í stórum stíl. En Gísli Rúnar telur að sem betur fer sé svindl sem þetta ekki algengt.
Tengdar fréttir Dæmdir fyrir að selja ýsu sem þorsk og keilu sem steinbít Starfsmaður og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Nordic Gourmet hafa verið dæmdir í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að tilgreina ranglega allt að þúsund tonn af sjávarafurðum til útflutnings, en þeir merktu ýsu sem þorsk og keilu sem steinbít. Þannig blekktu þeir útlendinga en brotin eru talin alvarleg. 2. júní 2010 11:58 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Dæmdir fyrir að selja ýsu sem þorsk og keilu sem steinbít Starfsmaður og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Nordic Gourmet hafa verið dæmdir í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að tilgreina ranglega allt að þúsund tonn af sjávarafurðum til útflutnings, en þeir merktu ýsu sem þorsk og keilu sem steinbít. Þannig blekktu þeir útlendinga en brotin eru talin alvarleg. 2. júní 2010 11:58