Jóhanna gefur Steingrími svigrúm til að róa órólegu deildina Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. desember 2010 18:55 Forsætisráðherra er þess fullviss að ríkisstjórnin nái að klára erfið mál eins og Icesave í þinginu þrátt fyrir hjásetu órólegu deildarinnar í VG, enda sé hún með meirihluta. Hún vill gefa Steingrími frið til að laga ástandið í eigin flokki. Þingflokkur Vinstri grænna logar í illdeildum en þrír þingmenn sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga hinn 16. desember og gáfu út sérstaka yfirlýsingu í kjölfarið. Þá skrifaði starfandi þingflokksmaður harðorða greinargerð þar sem hann hrakti lið fyrir lið ástæður þremenninganna fyrir hjásetunni. Eftir þetta fóru af stað fréttir um að bjóða ætti Framsóknarflokknum að styrkja ríkisstjórnarsamstarfið, enda voru fjárlögin aðeins samþykkt með 31 atkvæði. Og óvissa um stuðning a.m.k eins af þremenningunum í öðrum málum. Samstarf við Framsókn „jólasaga" „Ég held að þetta sé ein af þessum jólasögum sem ganga og það hefur ekkert verið rætt af hálfu forystunnar við neina hjá Framsóknarflokknum. Ég vil vekja athygli á því að við erum með meirihluta þrátt fyrir að óvissa sé um þrjá þingmenn hjá Vinstri grænum. Auðvitað hefur meirihlutinn veikst, og Vinstri grænir og formaður flokksins hefur beðið um svigrúm til að fara yfir baklandið í sínum flokki," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. „Formaðurinn er með sinn fund 4. eða 5. janúar og þar ætla þeir að fara yfir stöðuna og við skulum vona að þeir komi samhentir út úr þessum fundi. En það er ekkert hæft í því að við séum að leita til annarra flokka." Nokkur erfið mál bíða afgreiðslu þingsins, þar á meðal Icesave-málið, nú í janúar. Hefurðu trú á því að ykkur takist að ná því máli í gegn með öruggum meirihluta? „Já, ég hef það. Við vitum hvernig að þessu máli hefur verið staðið. Það hafa allir flokkarnir staðið að þessu máli á þessu ári. Það vita allir að það er góður samningur á borðinu þannig að ég hef enga trú á öðru heldur en að sá samningur verði samþykktur," segir forsætisráðherra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Forsætisráðherra er þess fullviss að ríkisstjórnin nái að klára erfið mál eins og Icesave í þinginu þrátt fyrir hjásetu órólegu deildarinnar í VG, enda sé hún með meirihluta. Hún vill gefa Steingrími frið til að laga ástandið í eigin flokki. Þingflokkur Vinstri grænna logar í illdeildum en þrír þingmenn sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga hinn 16. desember og gáfu út sérstaka yfirlýsingu í kjölfarið. Þá skrifaði starfandi þingflokksmaður harðorða greinargerð þar sem hann hrakti lið fyrir lið ástæður þremenninganna fyrir hjásetunni. Eftir þetta fóru af stað fréttir um að bjóða ætti Framsóknarflokknum að styrkja ríkisstjórnarsamstarfið, enda voru fjárlögin aðeins samþykkt með 31 atkvæði. Og óvissa um stuðning a.m.k eins af þremenningunum í öðrum málum. Samstarf við Framsókn „jólasaga" „Ég held að þetta sé ein af þessum jólasögum sem ganga og það hefur ekkert verið rætt af hálfu forystunnar við neina hjá Framsóknarflokknum. Ég vil vekja athygli á því að við erum með meirihluta þrátt fyrir að óvissa sé um þrjá þingmenn hjá Vinstri grænum. Auðvitað hefur meirihlutinn veikst, og Vinstri grænir og formaður flokksins hefur beðið um svigrúm til að fara yfir baklandið í sínum flokki," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. „Formaðurinn er með sinn fund 4. eða 5. janúar og þar ætla þeir að fara yfir stöðuna og við skulum vona að þeir komi samhentir út úr þessum fundi. En það er ekkert hæft í því að við séum að leita til annarra flokka." Nokkur erfið mál bíða afgreiðslu þingsins, þar á meðal Icesave-málið, nú í janúar. Hefurðu trú á því að ykkur takist að ná því máli í gegn með öruggum meirihluta? „Já, ég hef það. Við vitum hvernig að þessu máli hefur verið staðið. Það hafa allir flokkarnir staðið að þessu máli á þessu ári. Það vita allir að það er góður samningur á borðinu þannig að ég hef enga trú á öðru heldur en að sá samningur verði samþykktur," segir forsætisráðherra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira