Lífið

Ungfrú Ísland sendir kveðju heim

Fanney Ingvarsdóttir.
Fanney Ingvarsdóttir.

Ungfrú Ísland 2010, Fanney Ingvarsdóttir, sendir Íslendingum hlýja kveðju í myndbandinu sem sjá má hér (Youtube.com).

Fanney er stödd í Kína þar sem hún keppir í Miss World eða fegurðarsamkeppninni Ungfrú heimur fyrir Íslands hönd.

Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á Skjá einum laugardaginn 30. október klukkan 12:00. Kynnir verður Heiðar Jónsson.

Í kynningarmyndbandinu segir Fanney meðal annars frá því hvað henni líður vel í Kína og iþróttirnar sem hún stundar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.