Einkavæðing áfram í skoðun 23. desember 2010 18:38 Árni Þór Sigurðsson Áfram verður unnið að því að vinda ofan af einkavæðingu í orkugeiranum, segir þingmaður VG. Enginn afsláttur verði gefinn af þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar. Gengið hefur verið að fullu frá kaupum Magma Energy á HS Orku. Í tilkynningu sem Magma Energy sendi frá sér í gærkvöld segir að gengið hafi verið frá síðustu greiðslu vegna kaupa félagsins á hlut í HS orku. Kaupverðið er 15 milljarðar og er að hluta greitt með hlutabréfum í móðurfélagi Magma. Vinstri grænir hafa verið afar ósáttir með þessi viðskipti og krafðist þingflokkur VG þess í sumar að fundin yrði leið til að rifta kaupunum. Markaði ríkisstjórnin í framhaldinu afgerandi stefnu í orkumálum, sem meðal annars fól í sér að vinda ofan af einkavæðingu í orkugeiranum. Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður VG, segir áfram unnið að henni. „Það er vinna í gangi af hálfu stjórnarinnar við að vinna að orkustefnu og það er meiningin að fara í breiðari stefnumótun í auðlindamálum. Síðan er sérstakur starfshópur að vinna að endurskoðun á raforkulögunum og orkuumhverfinu, þannig að það verður enginn afsláttur gefinn af þeirri stefnu sem ríkisstjórnin mótaði í sumar, þetta breytir engu í því efni." Þannig að þú vilt meina að þó að kaupin séu fullfrágengin að þá verði jafnvel reynt að vinda ofan af þeim einhvern tímann síðar í samræmi við þessa stefnu? „Já, það var stefnan sem ríkisstjórnin markaði í haust og við erum að vinna í henni í sérstökum starfshópi á vegum stjórnarinnar og ég sé ekki að þetta breyti neinu í því efni." Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Áfram verður unnið að því að vinda ofan af einkavæðingu í orkugeiranum, segir þingmaður VG. Enginn afsláttur verði gefinn af þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar. Gengið hefur verið að fullu frá kaupum Magma Energy á HS Orku. Í tilkynningu sem Magma Energy sendi frá sér í gærkvöld segir að gengið hafi verið frá síðustu greiðslu vegna kaupa félagsins á hlut í HS orku. Kaupverðið er 15 milljarðar og er að hluta greitt með hlutabréfum í móðurfélagi Magma. Vinstri grænir hafa verið afar ósáttir með þessi viðskipti og krafðist þingflokkur VG þess í sumar að fundin yrði leið til að rifta kaupunum. Markaði ríkisstjórnin í framhaldinu afgerandi stefnu í orkumálum, sem meðal annars fól í sér að vinda ofan af einkavæðingu í orkugeiranum. Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður VG, segir áfram unnið að henni. „Það er vinna í gangi af hálfu stjórnarinnar við að vinna að orkustefnu og það er meiningin að fara í breiðari stefnumótun í auðlindamálum. Síðan er sérstakur starfshópur að vinna að endurskoðun á raforkulögunum og orkuumhverfinu, þannig að það verður enginn afsláttur gefinn af þeirri stefnu sem ríkisstjórnin mótaði í sumar, þetta breytir engu í því efni." Þannig að þú vilt meina að þó að kaupin séu fullfrágengin að þá verði jafnvel reynt að vinda ofan af þeim einhvern tímann síðar í samræmi við þessa stefnu? „Já, það var stefnan sem ríkisstjórnin markaði í haust og við erum að vinna í henni í sérstökum starfshópi á vegum stjórnarinnar og ég sé ekki að þetta breyti neinu í því efni."
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira