Innlent

Einkavæðing áfram í skoðun

Árni Þór Sigurðsson
Árni Þór Sigurðsson
Áfram verður unnið að því að vinda ofan af einkavæðingu í orkugeiranum, segir þingmaður VG. Enginn afsláttur verði gefinn af þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar. Gengið hefur verið að fullu frá kaupum Magma Energy á HS Orku.

Í tilkynningu sem Magma Energy sendi frá sér í gærkvöld segir að gengið hafi verið frá síðustu greiðslu vegna kaupa félagsins á hlut í HS orku.

Kaupverðið er 15 milljarðar og er að hluta greitt með hlutabréfum í móðurfélagi Magma. Vinstri grænir hafa verið afar ósáttir með þessi viðskipti og krafðist þingflokkur VG þess í sumar að fundin yrði leið til að rifta kaupunum. Markaði ríkisstjórnin í framhaldinu afgerandi stefnu í orkumálum, sem meðal annars fól í sér að vinda ofan af einkavæðingu í orkugeiranum.

Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður VG, segir áfram unnið að henni.

„Það er vinna í gangi af hálfu stjórnarinnar við að vinna að orkustefnu og það er meiningin að fara í breiðari stefnumótun í auðlindamálum. Síðan er sérstakur starfshópur að vinna að endurskoðun á raforkulögunum og orkuumhverfinu, þannig að það verður enginn afsláttur gefinn af þeirri stefnu sem ríkisstjórnin mótaði í sumar, þetta breytir engu í því efni."

Þannig að þú vilt meina að þó að kaupin séu fullfrágengin að þá verði jafnvel reynt að vinda ofan af þeim einhvern tímann síðar í samræmi við þessa stefnu?

„Já, það var stefnan sem ríkisstjórnin markaði í haust og við erum að vinna í henni í sérstökum starfshópi á vegum stjórnarinnar og ég sé ekki að þetta breyti neinu í því efni."Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.