Fótbolti

Fabregas æfði með Spánverjum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Cesc, liggjandi í grasinu, ásamt David Villa á æfingu.
Cesc, liggjandi í grasinu, ásamt David Villa á æfingu. AP
Cesc Fabregast komst í gegnum heila æfingu með spænska landsliðinu í gær, í fyrsta skipti í nokkur tíma. Hann hefur ekki æft á fullu síðan í apríl vegna meiðsla. Þetta eru góð tíðindi fyrir Spán rétt fyrir HM. Fernando Torres æfði ekki með liðinu í gær, hann æfði einn en er allur að koma til. Spánn mætir Sádi Arabíu í æfingaleik þann 29. maí í fyrsta leik af þremur í HM-undirbúningnum. Í þessum undirbúningi hefur þjálfari liðsins, Vicente del Bosque, bannað leikmönnum að nota samskiptasíður á netinu á borð við Facebook og Twitter. Spánn er í riðli með Sviss, Chile og Hondúras á HM.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×