Ræða Jóns Gnarr: Þjóðin er eins og fjölskylda alkóhólista 15. desember 2010 09:07 Jón Gnarr hélt tilfinningaþrungna ræðu við aðra umræðu um fjárlög borgarinnar í gær „Það má líkja þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista sem búinn var að vera fullur samfleytt í mörg ár. Hann var stórhuga, sérstaklega þegar hann var búinn að fá sér nokkra," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í ræðu sem hann hélt í gær þar sem fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var til umræðu. Þar blasir við gríðarlegur niðurskurður eins og annars staðar á landsvísu. Jón heldur áfram með líkinguna: „Hann hafði kjaftinn fyrir neðan nefið og var óhræddur við að segja mönnum til syndanna. Menn báru óttablandna virðingu fyrir honum. Hann keypti hesta á fæti og flaug til útlanda til að borða kvöldmat, bara ef honum langaði til þess. Hann var víkingur og hraustmenni. "Ég hlusta ekki á neitt helvítis kjaftæði!" voru hans einkunnarorð. Og fjölskyldan treysti honum. Að hluta til vegna þess að flestum fannst vænt um hann þrátt fyrir drykkjuna og brestina, (hann var svo líkur pabba sínum) og að hluta til vegna þess að margir voru einfaldlega hræddir við að mótmæla honum, hræddir við að vera teknir á teppið. Svo voru nokkrir í fjölskyldunni sem voru hreinlega farnir að velta því fyrir sér að kannski væri hann bara einhverskonar snillingur, ekki geðveikur alkohólisti heldur hreinlega algjörlega brilljant og sæi eitthvað sem venjulegt almúgafólk hefði ekki gáfur til að koma auga á. Það reyndist leiðinlegur misskilningur. Allt veldi hans var byggt á kjaftagangi, klækjum og blekkingum. Hann faldi gluggaumslögin. Hann tók lán hjá okurlánurum þegar annað brást. Í örvæntingu sinni fór hann meira að segja með sparifé fjölskyldunnar í spilavíti til að reyna að dobbla það. Á endanum gat hann ekki meira og játaði andlegt, líkamlegt og fjárhagslegt hrun. Og svo fór hann í meðferð. En eftir sat fjölskyldan ráðvillt, ringluð og reið. Gluggaumslögin byrjuðu að hrúgast innum lúguna, rukkararnir fóru að hringja bjöllunni og allar hryllilegu afleiðingar drykkjunnar komu betur og betur í ljós. Mjög ósanngjarnt. Allur tíminn, allar vonirnar, öll athyglin sem hann saug til sín. Allt til einskis. Alkóhólistinn er ennþá í meðferð. Við vitum ekki hvort hann verður breyttur maður þegar hann kemur tilbaka. Við vitum ekki hvort hann hefur látið af hrokanum. Kannski er honum ekki viðbjargandi. Við vitum það ekki. Við vonum það auðvitað. En við getum ekki hugsað endalaust bara um hann. Við þurfum líka að hugsa um okkur. Ætlum við að halda áfram að vera reið? Ætlum við að halda áfram að ásaka hvert annað hás og finna okkar einu huggun í að tala um HANN og hvað HANN sé mikið helvítis fífl? Ætlum við að halda áfram að vera sjúkir aðstandendur og fórnarlömb? Ætlum við að halda áfram að tína það til sem aðskilur okkur, blása upp ágreininginn á milli okkar og sá tortryggni og misskilningi? Ætlum við að leyfa fortíðinni að stjórna lífi okkar? Erum við tilbúin til að hætta ásökunum? Erum við tilbúin til að hætta að sitja með krosslagðar hendur, samanherptar varir og heift í augunum? Ég held að flestir séu tilbúnir til þess. Ég held að flestir séu uppgefnir á þessu. Reiði brennir upp orku og skilur mann eftir örmagna. Sorg og vonleysi leiða til aðgerðarleysis og stöðnunar. Ótti lamar og telur manni trú um að maður geti ekki gert hluti sem maður færi annars létt með. Reiði er mannleg og lífsnauðsynleg á stundum, en ef hún safnast upp í manni verður hún að banvænu eitri sem sýkir hugann. Að hata er eins og að drekka eitur og bíða svo eftir því að einhver annar drepist." Ræða Jóns var mun lengri en hann verður heldur bjartsýnni þegar nær dregur lokum: „Ungfrú Reykjavík á framtíðina fyrir sér. Pabbi hennar var kannski alkohólisti og mamma hennar alltaf þreytt. En hún lætur það ekki á sig fá. Hún fyrirgefur allt, umber allt og teygir sig til ljóssins. Reykjavík hefur alla burði til að verða hreinasta, fallegasta, friðsamlegasta og skemmtilegasta borg í heimi; heimsþekkt fyrir mannúð, menningu, náttúru og frið; demantur sem okkur var falið að slípa og fægja." Ræðuna má lesa í heild sinni í Dagbók borgarstjóra. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Það má líkja þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista sem búinn var að vera fullur samfleytt í mörg ár. Hann var stórhuga, sérstaklega þegar hann var búinn að fá sér nokkra," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í ræðu sem hann hélt í gær þar sem fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var til umræðu. Þar blasir við gríðarlegur niðurskurður eins og annars staðar á landsvísu. Jón heldur áfram með líkinguna: „Hann hafði kjaftinn fyrir neðan nefið og var óhræddur við að segja mönnum til syndanna. Menn báru óttablandna virðingu fyrir honum. Hann keypti hesta á fæti og flaug til útlanda til að borða kvöldmat, bara ef honum langaði til þess. Hann var víkingur og hraustmenni. "Ég hlusta ekki á neitt helvítis kjaftæði!" voru hans einkunnarorð. Og fjölskyldan treysti honum. Að hluta til vegna þess að flestum fannst vænt um hann þrátt fyrir drykkjuna og brestina, (hann var svo líkur pabba sínum) og að hluta til vegna þess að margir voru einfaldlega hræddir við að mótmæla honum, hræddir við að vera teknir á teppið. Svo voru nokkrir í fjölskyldunni sem voru hreinlega farnir að velta því fyrir sér að kannski væri hann bara einhverskonar snillingur, ekki geðveikur alkohólisti heldur hreinlega algjörlega brilljant og sæi eitthvað sem venjulegt almúgafólk hefði ekki gáfur til að koma auga á. Það reyndist leiðinlegur misskilningur. Allt veldi hans var byggt á kjaftagangi, klækjum og blekkingum. Hann faldi gluggaumslögin. Hann tók lán hjá okurlánurum þegar annað brást. Í örvæntingu sinni fór hann meira að segja með sparifé fjölskyldunnar í spilavíti til að reyna að dobbla það. Á endanum gat hann ekki meira og játaði andlegt, líkamlegt og fjárhagslegt hrun. Og svo fór hann í meðferð. En eftir sat fjölskyldan ráðvillt, ringluð og reið. Gluggaumslögin byrjuðu að hrúgast innum lúguna, rukkararnir fóru að hringja bjöllunni og allar hryllilegu afleiðingar drykkjunnar komu betur og betur í ljós. Mjög ósanngjarnt. Allur tíminn, allar vonirnar, öll athyglin sem hann saug til sín. Allt til einskis. Alkóhólistinn er ennþá í meðferð. Við vitum ekki hvort hann verður breyttur maður þegar hann kemur tilbaka. Við vitum ekki hvort hann hefur látið af hrokanum. Kannski er honum ekki viðbjargandi. Við vitum það ekki. Við vonum það auðvitað. En við getum ekki hugsað endalaust bara um hann. Við þurfum líka að hugsa um okkur. Ætlum við að halda áfram að vera reið? Ætlum við að halda áfram að ásaka hvert annað hás og finna okkar einu huggun í að tala um HANN og hvað HANN sé mikið helvítis fífl? Ætlum við að halda áfram að vera sjúkir aðstandendur og fórnarlömb? Ætlum við að halda áfram að tína það til sem aðskilur okkur, blása upp ágreininginn á milli okkar og sá tortryggni og misskilningi? Ætlum við að leyfa fortíðinni að stjórna lífi okkar? Erum við tilbúin til að hætta ásökunum? Erum við tilbúin til að hætta að sitja með krosslagðar hendur, samanherptar varir og heift í augunum? Ég held að flestir séu tilbúnir til þess. Ég held að flestir séu uppgefnir á þessu. Reiði brennir upp orku og skilur mann eftir örmagna. Sorg og vonleysi leiða til aðgerðarleysis og stöðnunar. Ótti lamar og telur manni trú um að maður geti ekki gert hluti sem maður færi annars létt með. Reiði er mannleg og lífsnauðsynleg á stundum, en ef hún safnast upp í manni verður hún að banvænu eitri sem sýkir hugann. Að hata er eins og að drekka eitur og bíða svo eftir því að einhver annar drepist." Ræða Jóns var mun lengri en hann verður heldur bjartsýnni þegar nær dregur lokum: „Ungfrú Reykjavík á framtíðina fyrir sér. Pabbi hennar var kannski alkohólisti og mamma hennar alltaf þreytt. En hún lætur það ekki á sig fá. Hún fyrirgefur allt, umber allt og teygir sig til ljóssins. Reykjavík hefur alla burði til að verða hreinasta, fallegasta, friðsamlegasta og skemmtilegasta borg í heimi; heimsþekkt fyrir mannúð, menningu, náttúru og frið; demantur sem okkur var falið að slípa og fægja." Ræðuna má lesa í heild sinni í Dagbók borgarstjóra.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira