Scorsese situr á toppnum 25. febrúar 2010 04:15 Scorsese hefur haft það fyrir sið að notast við sama leikarann í aðalhlutverki í kvikmyndum sínum. Harvey Keitel var fyrstur, svo kom Robert De Niro en samstarf hans og leikstjórans er með því besta sem hefur átt sér stað á hvíta tjaldinu. Leonardo DiCaprio er síðan nýjasti „lærlingur“ leikstjórans og er aldrei betri en þegar Scorsese situr í leikstjórastólnum. Martin Scorsese er einstakur leikstjóri. Afrek hans á hvíta tjaldinu verða eflaust seint leikin eftir þótt Óskarsakademían hafi ekki alltaf verið á sama máli. Nýjasta kvikmynd Martins Scorsese, Shutter Island, verður tekin til sýninga í kvikmyndahúsum borgarinnar um þessa helgi. Hún skartar að sjálfsögðu Leonardo DiCaprio í aðalhlutverkinu en myndin segir frá tveimur rannsóknarlögreglumönnum sem sendir eru á afskekkta eyju. Þar er starfrækt fangelsi fyrir geðsjúka glæpamenn en rannsóknarlögreglumennirnir eiga að rannsaka hvarf hættulegs morðkvendis. Auk DiCaprio eru þeir Mark Ruffalo og Ben Kingsley í helstu hlutverkum. Kvikmyndir Scorsese eru einstakar; notkun hans á tökuvélum, ljósum og tónlist er með því besta sem gerist í kvikmyndagerð og frásagnarlist hans er einstök. Óþarfi er að renna yfir feril leikstjórans í mögum orðum, hann má nálgast á imdb.com. Þar getur að líta nánast flekklaust líf á bak við tökuvélarnar með aðeins örfáum undantekningum á borð við Kundun og New York, New York. Líf Scorsese utan tökustaðarins hefur reyndar verið skrautlegt; hann hefur verið giftur fimm sinnum, meðal annars leikkonunni Isabellu Rosselini og framleiðandanum Barböru De Finu en þau tvö hafa unnið saman eftir að þau skildu. Scorsese er nú kvæntur Helen Morris og á með henni eitt barn. Scorsese hefur haft það fyrir sið að vinna kvikmyndir sínar með sama leikaranum í aðalhlutverki og hefur kallað þá „innblástur sinn“. Harvey Keitel var fyrstur til að hljóta slíka nafnbót, lék í fyrstu kvikmyndum leikstjórans, meðal annars Mean Streets, Alice Doesn‘t Live Here Anymore og síðar meir The Last Temptation. Robert De Niro tók síðan við keflinu; samstarf þeirra tveggja er með því besta sem hefur átt sér stað á hvíta tjaldinu. Akademían bandaríska hafði það hins vegar fyrir sið að sniðganga meistaraverk Scorsese og sennilega hafa mestu svik í sögu Óskarsins átt sér stað hinn 25. mars árið 1991 þegar Dansar við Úlfa eftir Kevin Costner var valinn fram yfir Goodfellas. Síðasta mynd De Niro og Scorsese var Casino en það yrðu einhver stærstu tíðindi kvikmyndasögunnar ef þessar tvær goðsagnir tækju þá ákvörðun að endurnýja samstarfið. En það voru ekkert síður óvænt tíðindi þegar Scorsese fékk Leonardo DiCaprio til að leika aðalhlutverkið í Gangs of New York. DiCaprio var þá óskabarn amerísku þjóðarinnar eftir að hafa leikið Jack Dawson í Titanic og malaði gull í miðasölu með misjöfnum myndum. DiCaprio sýndi hins vegar og sannaði að hann er meira en bara sykursætur strákur og leikarinn er aldrei betri en þegar Scorsese situr í leikstjórastólnum. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira
Martin Scorsese er einstakur leikstjóri. Afrek hans á hvíta tjaldinu verða eflaust seint leikin eftir þótt Óskarsakademían hafi ekki alltaf verið á sama máli. Nýjasta kvikmynd Martins Scorsese, Shutter Island, verður tekin til sýninga í kvikmyndahúsum borgarinnar um þessa helgi. Hún skartar að sjálfsögðu Leonardo DiCaprio í aðalhlutverkinu en myndin segir frá tveimur rannsóknarlögreglumönnum sem sendir eru á afskekkta eyju. Þar er starfrækt fangelsi fyrir geðsjúka glæpamenn en rannsóknarlögreglumennirnir eiga að rannsaka hvarf hættulegs morðkvendis. Auk DiCaprio eru þeir Mark Ruffalo og Ben Kingsley í helstu hlutverkum. Kvikmyndir Scorsese eru einstakar; notkun hans á tökuvélum, ljósum og tónlist er með því besta sem gerist í kvikmyndagerð og frásagnarlist hans er einstök. Óþarfi er að renna yfir feril leikstjórans í mögum orðum, hann má nálgast á imdb.com. Þar getur að líta nánast flekklaust líf á bak við tökuvélarnar með aðeins örfáum undantekningum á borð við Kundun og New York, New York. Líf Scorsese utan tökustaðarins hefur reyndar verið skrautlegt; hann hefur verið giftur fimm sinnum, meðal annars leikkonunni Isabellu Rosselini og framleiðandanum Barböru De Finu en þau tvö hafa unnið saman eftir að þau skildu. Scorsese er nú kvæntur Helen Morris og á með henni eitt barn. Scorsese hefur haft það fyrir sið að vinna kvikmyndir sínar með sama leikaranum í aðalhlutverki og hefur kallað þá „innblástur sinn“. Harvey Keitel var fyrstur til að hljóta slíka nafnbót, lék í fyrstu kvikmyndum leikstjórans, meðal annars Mean Streets, Alice Doesn‘t Live Here Anymore og síðar meir The Last Temptation. Robert De Niro tók síðan við keflinu; samstarf þeirra tveggja er með því besta sem hefur átt sér stað á hvíta tjaldinu. Akademían bandaríska hafði það hins vegar fyrir sið að sniðganga meistaraverk Scorsese og sennilega hafa mestu svik í sögu Óskarsins átt sér stað hinn 25. mars árið 1991 þegar Dansar við Úlfa eftir Kevin Costner var valinn fram yfir Goodfellas. Síðasta mynd De Niro og Scorsese var Casino en það yrðu einhver stærstu tíðindi kvikmyndasögunnar ef þessar tvær goðsagnir tækju þá ákvörðun að endurnýja samstarfið. En það voru ekkert síður óvænt tíðindi þegar Scorsese fékk Leonardo DiCaprio til að leika aðalhlutverkið í Gangs of New York. DiCaprio var þá óskabarn amerísku þjóðarinnar eftir að hafa leikið Jack Dawson í Titanic og malaði gull í miðasölu með misjöfnum myndum. DiCaprio sýndi hins vegar og sannaði að hann er meira en bara sykursætur strákur og leikarinn er aldrei betri en þegar Scorsese situr í leikstjórastólnum. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira