Innlent

Ljúka meirihlutaviðræðunum í Kópavogi á næstu dögum

„Það er enginn með ófrávíkjanlegar kröfur í þessum viðræðum," segir Ólafur Þór. Hann á von á því meirihlutaviðræðurnar klárist á næstu dögum.
„Það er enginn með ófrávíkjanlegar kröfur í þessum viðræðum," segir Ólafur Þór. Hann á von á því meirihlutaviðræðurnar klárist á næstu dögum.
Meirihlutaviðræður í Kópavogi ganga ljómandi vel, að sögn oddvita Vinstri grænna. Engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi bæjarstjórastólinn eða önnur embætti.

Meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks féll í kosningunum á laugardaginn og í framhaldinu hófu Samfylkingin, Vinstri grænir, Listi Kópavogsbúa og Næstbesti flokkurinn meirihlutaviðræður.

Klárast á næstu dögum

„Við höfum hist á hverjum degi og erum að klára að hnýta alla enda. Ég sé ekki annað en að þetta eigi að klárast á allra næstu dögum. Málaefnasamningurinn þarf svo að fara fyrir fundi hjá flokkunum," segir Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna.

Í fyrradag kom upp ágreiningur hver ætti að taka við sem bæjarstjóri en eitt að stefnumálum Lista Kópavogsbúa er að ráðinn verði ópólitískur bæjarstjóri. Ásdís Ólafsdóttir, sem skipaði heiðursæti á Lista Kópavogsbúa og er fyrrverandi varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi að Samfylkingin gerði þá kröfu að Guðríður Arnardóttir, oddviti flokksins, yrði bæjarstjóri og á það gæti Lista Kópavogsbúa ekki fallist. Í framhaldinu sendu oddvitar framboðanna frá sér yfirlýsingu um að þeir stæðu sameiginlega að viðræðunum.

„Við náum mjög vel saman"



„Það er enginn með ófrávíkjanlegar kröfur í þessum viðræðum," segir Ólafur Þór. Hann á ekki von á að það verði vandamál þegar kemur að því að flokkarnir skipti með sér verkum. „Við erum auðvitað byrjuð að tala um það en við viljum að gera þetta þannig að við hnýtum alla hnúta áður en við kynnum hvernig við skiptum með okkur verkum."

Ólafur Þór segir að oddvitarnir nái mjög vel saman og það sé fínn andi í hópnum. „Þessi hópur er að stærstum hluta að hittast í fyrsta sinn og það er því eðlilegt að það taki tími að tala sig saman og skapa það verkleg og vinnuanda sem þarf til að klára svona verkefni. Við erum taka við bæjarfélaginu eftir 20 ára meirihluta sjálfstæðis- og framsóknarmanna og það þarf náttúrulega að gera þetta almennilega."




Tengdar fréttir

Oddviti Samfylkingar: „Ég er mjög bjartsýn“

„Það hafa ekki komið upp nein ágreiningsmál enn þá," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi í samtali við Vísi.is. Viðræður milli Samfylkingar, Næst besta flokknum, Lista Kópavogsbúa og Vinstri grænna munu halda áfram í dag um hugsanlegt meirihlutasamstarf. Það yrði í fyrsta skiptið í tuttugu ár sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fara ekki með völd í bænum, ef flokkarnir ná að mynda meirihluta.

Meirihlutaviðræður langt komnar í Kópavogi

Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, lista Kópavogsbúa og Næsta besta flokksins í Kópavogi eru langt á veg komnar. Fulltrúar flokkanna funduðu í gær og búist er við áframhaldandi fundarhöldum í dag.

Lokatölur í Kópavogi: Meirihlutinn fallinn

Lokatölur eru komnar í Kópavogi. Nokkrar breytingar urðu frá fyrstu tölum og náði Framsóknarflokkurinn inn sínum manni sem var úti í fyrstu tölum. Sá maður fór inn á kostnað annars manns hjá Næst besta flokknum, sem fær þá einn mann enn ekki tvo. Sjálfstæðismenn fá fjóra menn í bæjarstjórn, Samfylkingin þrjá og Y-listinn kom manni inn, eins og Vinstri grænir.

Guðríður: Engar ófrávíkjanlegar kröfur

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir flokkinn ekki setja neinar ófrávíkjanlegar kröfur í meirihlutaviðræðunum í bæjarfélaginu. Hún segir að Listi Kópavogsbúa hafi gerst sekur um trúnaðarbrest.

Y-listinn: Getum ekki samþykkt Guðríði sem bæjarstjóra

„Guðríður vill verða bæjarstjóri, og það viljum við alls ekki," segir Ásdís Ólafsdóttir, Y-lista Kópavogsbúa. Eins og hefur komið fram hafa Samfylkingin, Vinstri grænir, Næst besti flokkurinn og Y-listi Kópavogsbúa, fundað síðustu daga um myndun meirihluta í Kópavogi. Flokkarnir hættu að funda klukkan fimm í dag og segir Ásdís að ekki náist samkomulag um hver fær bæjarstjórastólinn.

Viðræður hefjast í dag um áherslurnar

Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík hittust í gær og komu sér saman um röð leynifunda, sem auglýstir verða sérstaklega. Þar verði málefni væntanlegs meirihluta rædd, en lítið sem ekkert hefur verið tæpt á þeim.

Kópavogur: Fullur vilji til að ljúka meirihlutamyndun

Fulltrúar S,V,Y og X lista í Kópavogi segja í yfirlýsingu sem send var út í nótt að þeir standi sameiginlega að meirihlutaviðræðum í bænum og að talsmenn framboðanna hafi fullan vilja til að ljúka því verkefni. Í gær bárust þær fregnir að snurða hefði hlaupið á þráðinn í viðræðum á milli Samfylkingar, VG, Næstbesta flokksins og Y - lista Kópavogsbúa.

Meirihlutaviðræður hafnar í Kópavogi

Meirihlutaviðræður í Kópavogi eru þegar hafnar án aðkomu framsóknarmanna og Sjálfstæðisflokks. Oddvitar Samfylkingarinnar og Næst besta flokksins segja nauðsynlegt að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá bæjarstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×