Stjórnvöld bregðast við hættu á netinu 30. október 2010 06:30 Hættur sem ógnað geta almenningi, fyrirtækjum og jafnvel stjórnvöldum má finna víða á netinu.Fréttablaðið/Hari Ríkisstjórnin samþykkti í gær að stofna sérstakt öryggis- og viðbragðsteymi til að vinna gegn og bregðast við netárásum. „Það er farið að skilgreina öryggi í netheimum sem grundvallarþátt í öryggi samfélaga. Þetta er eiginlega sjálfsagður hlutur að reyna að hafa í lagi, eftir því sem frekast er kostur,“ segir Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Eins og fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu undanfarið hafa íslensk stjórnvöld setið eftir í netöryggismálum. Slík viðbragðsteymi hafa verið starfandi víða í nágrannalöndunum árum saman. „Þetta hefur verið til athugunar um nokkurt skeið í samgönguráðuneytinu og hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Nú hefur fengist samþykki fyrir því í ríkisstjórn að Póst- og fjarskiptastofnun verði falið að setja á fót teymi til að annast þetta verkefni,“ segir Ögmundur. Hann segir að kallaðir verði til flestir sem starfandi séu í þessum geira til ráðgjafar við stofnun hópsins. Markmiðið sé að koma þessum málum í markvissan farveg. Kostnaður við stofnun og rekstur viðbragðshópsins verður til að byrja með greiddur af fjárveitingum Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að til að byrja með verði sett á laggirnar teymi með tveimur eða þremur starfsmönnum sem sinna muni þessu verkefni eingöngu. Þeir muni fá stuðning frá öðrum starfsmönnum stofnunarinnar eftir því sem þurfa þyki. Hann segir að áhersla verði lögð á samstarf við sambærilega hópa í nágrannalöndunum. Víða erlendis vakta slíkir hópar netumferð allan sólarhringinn, en Hrafnkell segir það ekki standa til í bili. Ekki er hægt að meta hver kostnaður við stofnun viðbragðshópsins verður. Í skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar frá því í desember 2008 kemur fram að kostnaður fyrsta árið geti verið um 49 milljónir króna, og árlegur kostnaður eftir það um 42 milljónir. Þar er þó gert ráð fyrir heldur stærri hóp en þeim sem nú verður komið á fót. Hrafnkell segir Póst- og fjarskiptastofnun annt um að upplýsa almenning um öryggismál. Stofnunin haldi meðal annars úti vefnum netoryggi.is, þar sem hægt sé að fá upplýsingar um tölvuöryggi á mannamáli. brjann@frettabladid.is Ögmundur Jónasson Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í gær að stofna sérstakt öryggis- og viðbragðsteymi til að vinna gegn og bregðast við netárásum. „Það er farið að skilgreina öryggi í netheimum sem grundvallarþátt í öryggi samfélaga. Þetta er eiginlega sjálfsagður hlutur að reyna að hafa í lagi, eftir því sem frekast er kostur,“ segir Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Eins og fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu undanfarið hafa íslensk stjórnvöld setið eftir í netöryggismálum. Slík viðbragðsteymi hafa verið starfandi víða í nágrannalöndunum árum saman. „Þetta hefur verið til athugunar um nokkurt skeið í samgönguráðuneytinu og hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Nú hefur fengist samþykki fyrir því í ríkisstjórn að Póst- og fjarskiptastofnun verði falið að setja á fót teymi til að annast þetta verkefni,“ segir Ögmundur. Hann segir að kallaðir verði til flestir sem starfandi séu í þessum geira til ráðgjafar við stofnun hópsins. Markmiðið sé að koma þessum málum í markvissan farveg. Kostnaður við stofnun og rekstur viðbragðshópsins verður til að byrja með greiddur af fjárveitingum Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að til að byrja með verði sett á laggirnar teymi með tveimur eða þremur starfsmönnum sem sinna muni þessu verkefni eingöngu. Þeir muni fá stuðning frá öðrum starfsmönnum stofnunarinnar eftir því sem þurfa þyki. Hann segir að áhersla verði lögð á samstarf við sambærilega hópa í nágrannalöndunum. Víða erlendis vakta slíkir hópar netumferð allan sólarhringinn, en Hrafnkell segir það ekki standa til í bili. Ekki er hægt að meta hver kostnaður við stofnun viðbragðshópsins verður. Í skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar frá því í desember 2008 kemur fram að kostnaður fyrsta árið geti verið um 49 milljónir króna, og árlegur kostnaður eftir það um 42 milljónir. Þar er þó gert ráð fyrir heldur stærri hóp en þeim sem nú verður komið á fót. Hrafnkell segir Póst- og fjarskiptastofnun annt um að upplýsa almenning um öryggismál. Stofnunin haldi meðal annars úti vefnum netoryggi.is, þar sem hægt sé að fá upplýsingar um tölvuöryggi á mannamáli. brjann@frettabladid.is Ögmundur Jónasson
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira