Stjórnvöld bregðast við hættu á netinu 30. október 2010 06:30 Hættur sem ógnað geta almenningi, fyrirtækjum og jafnvel stjórnvöldum má finna víða á netinu.Fréttablaðið/Hari Ríkisstjórnin samþykkti í gær að stofna sérstakt öryggis- og viðbragðsteymi til að vinna gegn og bregðast við netárásum. „Það er farið að skilgreina öryggi í netheimum sem grundvallarþátt í öryggi samfélaga. Þetta er eiginlega sjálfsagður hlutur að reyna að hafa í lagi, eftir því sem frekast er kostur,“ segir Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Eins og fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu undanfarið hafa íslensk stjórnvöld setið eftir í netöryggismálum. Slík viðbragðsteymi hafa verið starfandi víða í nágrannalöndunum árum saman. „Þetta hefur verið til athugunar um nokkurt skeið í samgönguráðuneytinu og hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Nú hefur fengist samþykki fyrir því í ríkisstjórn að Póst- og fjarskiptastofnun verði falið að setja á fót teymi til að annast þetta verkefni,“ segir Ögmundur. Hann segir að kallaðir verði til flestir sem starfandi séu í þessum geira til ráðgjafar við stofnun hópsins. Markmiðið sé að koma þessum málum í markvissan farveg. Kostnaður við stofnun og rekstur viðbragðshópsins verður til að byrja með greiddur af fjárveitingum Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að til að byrja með verði sett á laggirnar teymi með tveimur eða þremur starfsmönnum sem sinna muni þessu verkefni eingöngu. Þeir muni fá stuðning frá öðrum starfsmönnum stofnunarinnar eftir því sem þurfa þyki. Hann segir að áhersla verði lögð á samstarf við sambærilega hópa í nágrannalöndunum. Víða erlendis vakta slíkir hópar netumferð allan sólarhringinn, en Hrafnkell segir það ekki standa til í bili. Ekki er hægt að meta hver kostnaður við stofnun viðbragðshópsins verður. Í skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar frá því í desember 2008 kemur fram að kostnaður fyrsta árið geti verið um 49 milljónir króna, og árlegur kostnaður eftir það um 42 milljónir. Þar er þó gert ráð fyrir heldur stærri hóp en þeim sem nú verður komið á fót. Hrafnkell segir Póst- og fjarskiptastofnun annt um að upplýsa almenning um öryggismál. Stofnunin haldi meðal annars úti vefnum netoryggi.is, þar sem hægt sé að fá upplýsingar um tölvuöryggi á mannamáli. brjann@frettabladid.is Ögmundur Jónasson Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í gær að stofna sérstakt öryggis- og viðbragðsteymi til að vinna gegn og bregðast við netárásum. „Það er farið að skilgreina öryggi í netheimum sem grundvallarþátt í öryggi samfélaga. Þetta er eiginlega sjálfsagður hlutur að reyna að hafa í lagi, eftir því sem frekast er kostur,“ segir Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Eins og fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu undanfarið hafa íslensk stjórnvöld setið eftir í netöryggismálum. Slík viðbragðsteymi hafa verið starfandi víða í nágrannalöndunum árum saman. „Þetta hefur verið til athugunar um nokkurt skeið í samgönguráðuneytinu og hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Nú hefur fengist samþykki fyrir því í ríkisstjórn að Póst- og fjarskiptastofnun verði falið að setja á fót teymi til að annast þetta verkefni,“ segir Ögmundur. Hann segir að kallaðir verði til flestir sem starfandi séu í þessum geira til ráðgjafar við stofnun hópsins. Markmiðið sé að koma þessum málum í markvissan farveg. Kostnaður við stofnun og rekstur viðbragðshópsins verður til að byrja með greiddur af fjárveitingum Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að til að byrja með verði sett á laggirnar teymi með tveimur eða þremur starfsmönnum sem sinna muni þessu verkefni eingöngu. Þeir muni fá stuðning frá öðrum starfsmönnum stofnunarinnar eftir því sem þurfa þyki. Hann segir að áhersla verði lögð á samstarf við sambærilega hópa í nágrannalöndunum. Víða erlendis vakta slíkir hópar netumferð allan sólarhringinn, en Hrafnkell segir það ekki standa til í bili. Ekki er hægt að meta hver kostnaður við stofnun viðbragðshópsins verður. Í skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar frá því í desember 2008 kemur fram að kostnaður fyrsta árið geti verið um 49 milljónir króna, og árlegur kostnaður eftir það um 42 milljónir. Þar er þó gert ráð fyrir heldur stærri hóp en þeim sem nú verður komið á fót. Hrafnkell segir Póst- og fjarskiptastofnun annt um að upplýsa almenning um öryggismál. Stofnunin haldi meðal annars úti vefnum netoryggi.is, þar sem hægt sé að fá upplýsingar um tölvuöryggi á mannamáli. brjann@frettabladid.is Ögmundur Jónasson
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira