Stéttarfélög leggjast gegn launafrystingu 9. júní 2010 04:00 Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, segir hugmyndir félagsmálaráðherra um frystingu launa ganga út á að sópa vandanum undir teppi. Mynd/Anton Forsvarsmenn Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna og BSRB leggjast allir gegn hugmyndum Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra um að frysta laun opinberra starfsmanna næstu þrjú ár. Í grein í Fréttablaðinu í gær reifaði Árni Páll þá hugmynd að gerð yrði þjóðarsátt um að frysta laun og lífeyrisgreiðslur hins opinbera, þangað til fjárlagagatinu hefði verið lokað. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að með frystingu launa sé verið að sópa vandamálunum undir teppið. „Kaupmáttarskerðingin sem af þessu myndi hljótast myndi leiða af sér mikinn samdrátt. Það myndi lenda verst á þeim sem eru í mestum vanda og koma niður á tekjuöflun ríkisins." Gylfi segir hið opinbera verða að forgangsraða hvaða verkefnum það geti sinnt. „Við hjá verkalýðshreyfingunni erum til viðræðu um hvaða leiðir á að fara í því. En launafrysting er bara skammtímaaðgerð sem tekur ekki á rótum vandans." Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, bendir á að félagið hafi verið með lausa samninga síðan um mitt ár 2008. „Okkar félagsmenn hafa því búið við ákveðna launafrystingu og skerðingu síðan þá. Að leggja það til áfram til ársins 2013 er af og frá," segir hún og kallar hugmyndir félagsmálaráðherra árás á háskólamenntað fólk. Hún leggur til að ríkið marki sér skýra stefnu um opinbera þjónustu og ákveði niðurskurð með hliðsjón af því. „Við erum reiðubúin að taka þátt í slíkri umræðu en frekari frystingar á launum koma ekki til greina af okkar hálfu." Árni Stefán Jónsson, varaformaður BSRB, tekur í sama streng. „Að frysta laun er ein alvitlausasta aðgerð sem hægt er að fara í. Það þarf að halda við kaupmætti og auka við hann til að koma hjólum efnahagskerfisins af stað en ekki draga úr kaupmætti." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, spyr sig hvort framsetning Árna Páls á þessum hugmyndum sé heppileg. „Það er betra að tala sig inn á niðurstöðu en að smella þessu fram með þessum hætti, það er að segja ef það er meining að baki þessu hjá ráðherranum." Vilhjálmur bendir jafnframt á að Árni Páll sé að tjá sig um mál sem eru ekki á hans borði, heldur Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Steingrímur sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að málið hefði ekki verið rætt á fundinum og hugmyndirnar ótímabærar með tilliti til þess að unnið væri að fjárlagagerð fyrir árið 2011. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Sjá meira
Forsvarsmenn Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna og BSRB leggjast allir gegn hugmyndum Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra um að frysta laun opinberra starfsmanna næstu þrjú ár. Í grein í Fréttablaðinu í gær reifaði Árni Páll þá hugmynd að gerð yrði þjóðarsátt um að frysta laun og lífeyrisgreiðslur hins opinbera, þangað til fjárlagagatinu hefði verið lokað. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að með frystingu launa sé verið að sópa vandamálunum undir teppið. „Kaupmáttarskerðingin sem af þessu myndi hljótast myndi leiða af sér mikinn samdrátt. Það myndi lenda verst á þeim sem eru í mestum vanda og koma niður á tekjuöflun ríkisins." Gylfi segir hið opinbera verða að forgangsraða hvaða verkefnum það geti sinnt. „Við hjá verkalýðshreyfingunni erum til viðræðu um hvaða leiðir á að fara í því. En launafrysting er bara skammtímaaðgerð sem tekur ekki á rótum vandans." Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, bendir á að félagið hafi verið með lausa samninga síðan um mitt ár 2008. „Okkar félagsmenn hafa því búið við ákveðna launafrystingu og skerðingu síðan þá. Að leggja það til áfram til ársins 2013 er af og frá," segir hún og kallar hugmyndir félagsmálaráðherra árás á háskólamenntað fólk. Hún leggur til að ríkið marki sér skýra stefnu um opinbera þjónustu og ákveði niðurskurð með hliðsjón af því. „Við erum reiðubúin að taka þátt í slíkri umræðu en frekari frystingar á launum koma ekki til greina af okkar hálfu." Árni Stefán Jónsson, varaformaður BSRB, tekur í sama streng. „Að frysta laun er ein alvitlausasta aðgerð sem hægt er að fara í. Það þarf að halda við kaupmætti og auka við hann til að koma hjólum efnahagskerfisins af stað en ekki draga úr kaupmætti." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, spyr sig hvort framsetning Árna Páls á þessum hugmyndum sé heppileg. „Það er betra að tala sig inn á niðurstöðu en að smella þessu fram með þessum hætti, það er að segja ef það er meining að baki þessu hjá ráðherranum." Vilhjálmur bendir jafnframt á að Árni Páll sé að tjá sig um mál sem eru ekki á hans borði, heldur Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Steingrímur sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að málið hefði ekki verið rætt á fundinum og hugmyndirnar ótímabærar með tilliti til þess að unnið væri að fjárlagagerð fyrir árið 2011.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Sjá meira