Stéttarfélög leggjast gegn launafrystingu 9. júní 2010 04:00 Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, segir hugmyndir félagsmálaráðherra um frystingu launa ganga út á að sópa vandanum undir teppi. Mynd/Anton Forsvarsmenn Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna og BSRB leggjast allir gegn hugmyndum Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra um að frysta laun opinberra starfsmanna næstu þrjú ár. Í grein í Fréttablaðinu í gær reifaði Árni Páll þá hugmynd að gerð yrði þjóðarsátt um að frysta laun og lífeyrisgreiðslur hins opinbera, þangað til fjárlagagatinu hefði verið lokað. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að með frystingu launa sé verið að sópa vandamálunum undir teppið. „Kaupmáttarskerðingin sem af þessu myndi hljótast myndi leiða af sér mikinn samdrátt. Það myndi lenda verst á þeim sem eru í mestum vanda og koma niður á tekjuöflun ríkisins." Gylfi segir hið opinbera verða að forgangsraða hvaða verkefnum það geti sinnt. „Við hjá verkalýðshreyfingunni erum til viðræðu um hvaða leiðir á að fara í því. En launafrysting er bara skammtímaaðgerð sem tekur ekki á rótum vandans." Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, bendir á að félagið hafi verið með lausa samninga síðan um mitt ár 2008. „Okkar félagsmenn hafa því búið við ákveðna launafrystingu og skerðingu síðan þá. Að leggja það til áfram til ársins 2013 er af og frá," segir hún og kallar hugmyndir félagsmálaráðherra árás á háskólamenntað fólk. Hún leggur til að ríkið marki sér skýra stefnu um opinbera þjónustu og ákveði niðurskurð með hliðsjón af því. „Við erum reiðubúin að taka þátt í slíkri umræðu en frekari frystingar á launum koma ekki til greina af okkar hálfu." Árni Stefán Jónsson, varaformaður BSRB, tekur í sama streng. „Að frysta laun er ein alvitlausasta aðgerð sem hægt er að fara í. Það þarf að halda við kaupmætti og auka við hann til að koma hjólum efnahagskerfisins af stað en ekki draga úr kaupmætti." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, spyr sig hvort framsetning Árna Páls á þessum hugmyndum sé heppileg. „Það er betra að tala sig inn á niðurstöðu en að smella þessu fram með þessum hætti, það er að segja ef það er meining að baki þessu hjá ráðherranum." Vilhjálmur bendir jafnframt á að Árni Páll sé að tjá sig um mál sem eru ekki á hans borði, heldur Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Steingrímur sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að málið hefði ekki verið rætt á fundinum og hugmyndirnar ótímabærar með tilliti til þess að unnið væri að fjárlagagerð fyrir árið 2011. Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Forsvarsmenn Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna og BSRB leggjast allir gegn hugmyndum Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra um að frysta laun opinberra starfsmanna næstu þrjú ár. Í grein í Fréttablaðinu í gær reifaði Árni Páll þá hugmynd að gerð yrði þjóðarsátt um að frysta laun og lífeyrisgreiðslur hins opinbera, þangað til fjárlagagatinu hefði verið lokað. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að með frystingu launa sé verið að sópa vandamálunum undir teppið. „Kaupmáttarskerðingin sem af þessu myndi hljótast myndi leiða af sér mikinn samdrátt. Það myndi lenda verst á þeim sem eru í mestum vanda og koma niður á tekjuöflun ríkisins." Gylfi segir hið opinbera verða að forgangsraða hvaða verkefnum það geti sinnt. „Við hjá verkalýðshreyfingunni erum til viðræðu um hvaða leiðir á að fara í því. En launafrysting er bara skammtímaaðgerð sem tekur ekki á rótum vandans." Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, bendir á að félagið hafi verið með lausa samninga síðan um mitt ár 2008. „Okkar félagsmenn hafa því búið við ákveðna launafrystingu og skerðingu síðan þá. Að leggja það til áfram til ársins 2013 er af og frá," segir hún og kallar hugmyndir félagsmálaráðherra árás á háskólamenntað fólk. Hún leggur til að ríkið marki sér skýra stefnu um opinbera þjónustu og ákveði niðurskurð með hliðsjón af því. „Við erum reiðubúin að taka þátt í slíkri umræðu en frekari frystingar á launum koma ekki til greina af okkar hálfu." Árni Stefán Jónsson, varaformaður BSRB, tekur í sama streng. „Að frysta laun er ein alvitlausasta aðgerð sem hægt er að fara í. Það þarf að halda við kaupmætti og auka við hann til að koma hjólum efnahagskerfisins af stað en ekki draga úr kaupmætti." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, spyr sig hvort framsetning Árna Páls á þessum hugmyndum sé heppileg. „Það er betra að tala sig inn á niðurstöðu en að smella þessu fram með þessum hætti, það er að segja ef það er meining að baki þessu hjá ráðherranum." Vilhjálmur bendir jafnframt á að Árni Páll sé að tjá sig um mál sem eru ekki á hans borði, heldur Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Steingrímur sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að málið hefði ekki verið rætt á fundinum og hugmyndirnar ótímabærar með tilliti til þess að unnið væri að fjárlagagerð fyrir árið 2011.
Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira