Innlent

Enn órói í Eyjafjallajökli

Eyjafjallajökull. Frá Þórólfsfelli í morgun. Mynd/www.mila.is
Eyjafjallajökull. Frá Þórólfsfelli í morgun. Mynd/www.mila.is

Órói í eldstöðinni í Eyjafjallajökli var nokkur frá miðnætti í nótt. Þetta kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands, samkvæmt upplýsingum þaðan frá því í morgun virðist einhver mökkur stíga upp frá jöklinum en mjög lítill, hugsanlega hefur kvika komið upp úr gosgígnum en við það myndast sprengingar og mökkur. Ekki séu þó líkur á að gos sé aftur að hefjast.

Enn er talsverð aska í lofti yfir nágrenni Eyjafjallajökuls og allt til höfuðborgarsvæðisins og mun svo vera á meðan austanátt ríkir. Askan er þó mun minni en var í gær.

Veðurfræðingur vonast til þess að það fari að rofa til seinni partinn í dag en afar erfitt sé að spá fyrir um dreifingu öskunnar. Til að mynda geti loftið hreinsast með hafgolu en það sé þó ekki víst þar sem mikil aska liggi einnig yfir Faxaflóa. Þá er rétt að benda á að fólk er hvatt til að nota rykgrímur, þar sem öskufok er vel sýnilegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×