Innlent

Sendi forsætisráðherra Haítís samúðarkveðju

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi forsætisráðherra Haítís, Jean-Max Bellerive, samúðarkveðju í dag samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Í skeyti til ráðherrans lýsir hún yfir dýpstu samúð ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar vegna manntjóns og eyðileggingar í jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Haíti.

Hún minnir á starf íslensku rústabjörgunarsveitarinnar á Haíti og heitir áframhaldandi stuðningi við tilraunir alþjóðasamfélagsins til þess að veita íbúum landsins aðstoð.

Forsætisráðherra minnist fórnarlamba hamfaranna og segir að hugur íslensku þjóðarinnar sé með Haítíbúum í raunum þeirra. Jóhanna Sigurðardóttir segir að lokum í skeytinu að hún sér sannfærð um að ríkisstjórnin á Haíti og íbúar landsins muni sigrast á þeim vanda sem við blasir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×